Heima er bezt - 01.04.1975, Page 20

Heima er bezt - 01.04.1975, Page 20
 LAND- NEMALÍF OG VEIÐI FERÐIR ÆVIMINNINGAR GUÐJÓNS R. SIGURÐSSONAR 5. HLUTI - Nú er það eitt sinn, er við erum á stillansinum, að hann dettur allt í einu niður um 6 fet um miðjuna eða á samskeytunum, og munaði litlu, að Rolf og Pétur dyttu af og niður um 60 fet. Ég var við út- enda, þegar þetta gerðist og var fljótur að fara upp og niður um gatið á þakinu til þess að athuga, af hverju þetta hefði komið fyrir. Þá voru þar tveir strákar, sem höfðu leyst okkar reipi eða líflínu í mis- gripum, því að þeir ætluðu að láta gálgann niður á jörðu. Og bæði reipin voru á sama stað. Græningj- arnir höfðu bundið gálgareipið þar, þegar menn voru kallaðir í mat, og ekki látið gálgatimbrið alla leið niður. Ég spurði drengina, hvort þeir hefðu verið að hugsa um að drepa okkur og sagði að það hefði litlu munað. Þeir játtu athugunarleysi sitt. Mér fannst ekki nema réttmætt, að þeim væri sagt upp vistinni og færði það í tal við Bill. En hann sagðist aldrei hafa rekið mann á ævinni og hann gerði það heldur ekki núna. En við svona vinnu geta lítil mistök auð- veldlega kostað mannslíf. Svo gekk allt sinn vanagang, nema allir voru óánægðir með fæðið í matsölu hjá þessari byggingu. Svo fær Bill matreiðslukonu sænska og tjald fyrir borðsal og annað fyrir eldhús. Þá varð fæðið ágætt. En nú var tekið upp á að spila póker á hverju kvöldi. Fannst mér sjálfsagt að reyna lukku mína við íþrótt þessa. En það varð 100 dollara tap. Þóttist ég þá vita, hvernig þessum leik var hagað. Það voru tveir gamlir og góðir sænskir nábúar Bills, sem alltaf græddu og Bill einnig, svo að bersýnilegt var, að þarna voru samtök. En strákarnir sperrtust við allt sumarið að ná því til baka, sem þeir höfðu tapað cn árangurslaust. Og svo voru þeir vanalega við vín, þegar spilað var. Gömlu mennirnir keyptu sér hver um sig nýja bíla fyrir sinn ágóða. En nú var að líða að hausti og betra að hafa peninga fyrir fatnaði. Illa gekk með seinustu bygginguna, sem ég var við með Bill, því að þegar það átti að grafa fyrir stál- pönnunni, var kviksandur þar fyrir. Við grófum eftir mætti, en allt kom fyrir ekki. Það hrapaði bara niður, og við stóðum í hné í forinni ískaldri. Það var reynt að reka niður planka til að verja því, að inn hrapaði, en ekkert gekk. Svo hótuðum við margir að hætta og skoruðum á Bill að ýta stálpönnunni í hol- una, því að hún yrði aldrei dýpri. Og Bill gaf eftir, og pannan var sett niður. En hún var meira en 60 cm of há. Og það þýddi, að grunninn þurfti að byggja upp, sem því munaði, með timbri. Þetta mundi mæl- ast illa fyrir og engar líkur fyrir, að Bill fengi að vera lengur hjá þessum verktaka, sem átti heima í Moose Jaw, Sask. Nafnið var Barnell. Mun hafa ver- ið franskur. Það var fólk, sem var mér oft hjálplegt í lífinu. Þegar skammt var komið með þessa kornhlöðu, kom í heimsókn til okkar húsbóndi ráðskonunnar, og var hann klæðskeri að mennt. Hann bauð mér fatnað til sölu. En svo varð úr, að við skyldum glíma upp í kostnaðinn, og sá, sem tapaði glímunni, skyldi borga fatnaðinn. Það endaði með því, að ég fékk fatnaðinn fyrir glímuna. Svo var það eitt sunnudags- kvöld, að Norsari montar af kunnáttu sinni í hnefa- leik, og skyldi nú lumbra á Englendingi, sem kom sér vel við Bill. Var þarna því afbrýðissemi. Svo veður þessi Norsari að Englendingnum með ljót orð og mildum vindmyllu-handagangi, en Englending- urinn varði sig með stillingu og kunni að slást. Fleiri Norðmenn voru þarna, norska slagsmálamanninum auðsjáanlega til styrktar. Allt í einu hleypur einn áhorfandinn aftan að Englendingnum og slær á háls hans með metra löngum plankabút. Aumingja mað- urinn hné niður sem dauður væri, en rankaði við, guði sé lof, og virtist ekki hafa sakað neitt að ráði. 132 Henna er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.