Heima er bezt - 01.04.1975, Side 21
Þá langaði mig til að bcrja allan hópinn, en lét mér
nægja að skamma þessa þorpara. Englendingurinn
flýði hópinn, því að lífi hans var ógnað.
VIÐ PÓKERSPIL
Það var laugardagur, og einn af strákunum bað mig
að lána sér 25 doílara. Hann þyrfti að kaupa vinnu-
föt, en hafði aldrei hugkvæmzt það allt sumarið. Jú,
hann fékk lánið, og minnti ég piltinn á að fara í búð-
ina strax. Sjálfur fór ég í bjórsalinn og drakk eitt-
hvað af öli. Átti ég þar samræður við þýzkan mann,
sem talaði íslenzku eins og innfæddur. Hann hafði
alizt upp á Gimli, Manitoba. Sagðist hafa orðið mjög
ástfanginn af íslenzkri stúlku. En svo einn góðan
veðurdag kom íslendingur beint frá íslandi, og hann
bara giftist þessari stúlku nærri strax. Þá fór þessi
þýzki maður til Alberta-fylkis og gerðist heilmikill
bóndi og fékk konu af sínu þjóðerni. En unglings-
ástinni virtist ekki svo létt að gleyma.
Þetta eftirminnilega kvöld kom ég að áliðnu
kvöldi heim í íverutjaldið okkar. Þar var setið við
póker, og fann ég að andrúmsloftið var óheilbrigt.
Fyrst og fremst sá ég, að þeim var ekki um, að ég
gagnrýndi það, sem þar var að gerast. Eins og vant
var, sópuðu félagarnir þrír að sér peningunum.
„Þið gömlu refir,“ sagði ég við þá. „Þið eruð bún-
ir að gera það gott í sumar. Drengirnir eru búnir að
tapa öllu sínu sumarkaupi. Og þú, sem fékkst lánaða
25 dollara til að kaupa fatnað fyrir.“
Gafst refunum það eins og allt hitt, því að hann
sat þar með 50 cent og engan fatnað. Nú kumraði
í mannskapnum og var ég skammaður fyrir, að mér
kæmi þetta ekkert við. Og upp standa fjórir vel fær-
ir unglingar, og skyldi nú ráðizt á mig. Þeir þoldu
ekki að heyra sannleikann. En görnlu refirnir sátu og
sögðu ekki orð. í þetta sinni var ég fljótur að snarast
út úr tjaldinu, en fyrir framan það til beggja hliða
var metra hár puntur, sem ég kastaði mér inn í.
Augnabliki seinna komu hetjurnar, sem ætluðu að
berja mig, svo að um munaði. Og þeir komu á harða
hlaupum út og niður götuna, stoppuðu þar um stund
með munnsöfnuði ófögrum. „Hvert fór hann?
Hvert gat hann horfið?“ Þeir höfðu ekkert svar. Það
hjálpaði mér, að það var skuggsýnt. Ég hreyfði mig
ekki fyrr en þcir voru farnir inn aftur með skapið í
slæmu ástandi. Þá fór ég upp í bæ og fékk herbergi
yfir nóttina. Hótelstjórinn sagðist hafa heyrt vinina
mína ráðgera, að það væri korninn tími til að taka
John í gegn með hnefunum.
Það var auðséð, að strax og þessu verki yrði lokið,
mundi allur hópurinn verða rekinn. Svo að næsta
dag heimtaði ég útborgun hjá Bill og fékk hana orða-
laust. Fór svo beint til Moose Jaw að sjá verktakann.
Hann vissi vel, hvernig öllu var háttað og var búinn
að ákveða brottrekstur Bills og heila hópsins. En mig
sendi hann strax til annars verkstjóra. Það var Eng-
lendingur, sem hét Bell. Var það sannnefni, því að
það heyrðist mikið og hátt í honum. En þetta var
ágætur karl. Svo var kominn snjór og kuldi. Var ég
orðinn leiður á þessari hörðu vinnu og hætti, þrátt
fyrir að verkstjórinn bæði mig að vera áfram. I norð-
ur skyldi halda. Hví ekki að reyna dýraveiðar? Svo
kaupi ég ýmislegt með það fyrir augum að stunda
dýraveiðar yfir kaldasta vetrartímann.
HALDIÐ NORÐUR Á BÓGINN
í bænum The Pas stoppa ég nokkra daga. Þá er
mikið um að vera. 85 mílum norðar hefur fundizt
mikil og rík koparnáma. Ég heyrði sagt, að það hefði
verið Indíáni, sem kom inn til The Pas-bæjar með
fyrstu sýnishorn af hinum ágæta málmi, sem var
blendingur, aðallega kopar, en einnig nokkuð af
gulli. Það kvað hafa verið velgefinn, hvítur maður,
sem gaf Indíánanum einn sekk af mjöli fyrir að sýna
sér, hvaðan þetta koparsýnishorn kom. Og síðan
komst þessi maður yfir landareignina og seldi dýrum
dómum. Ekki löngu síðar keypti þessi sami maður
flugvél, sem hann lærði að fljúga í. En það gaman
entist aðeins stuttan tíma, því að hann fórst í flug-
slysi.
Nú náði ég mér í kort af óbyggðum norður af
The Pas og ákvað að reyna dýraveiðar við visst
stöðuvatn. Komst þangað eftir nokkurt þref við
járnbrautarmennina, því að járnbrautin var þá
„prívat“ til afnota fyrir hið ameríska fyrirtæki, sem
námuna keypti. Það var Hudson Bay Mining &
Smelting Co. Það varð að fara 3 mílur gegnum skóg-
arþykkni til að komast til hins fyrirhugaða stöðu-
vatns. Og þá eru þarna íslendingar, sem ætla að fiska
í þessu vatni og eru að búa sig undir að komast í
gegnum skóginn. Þeir sögðust vera búnir að athuga
vatnið og væri mikill fiskur í því. Þeir reiknuðu með
að fylla járnbrautarvagn á viku og réðu sér þýzkan
mann til að dveljast þarna við járnbrautarteinana
bara til að gæta vagnsins, svo að þetta átti að vera
stórútgerð. Þeir vildu strax fá mig að vinna fyrir sig.
En satt að segja langaði mig að vera frjáls og fara
ekki úr einum þrældómnum í annan. En nú fann ég
Heima er bezt 133