Heima er bezt - 01.04.1975, Page 24

Heima er bezt - 01.04.1975, Page 24
Leyfist kettinum afl líta á kónginn Rök tilfinninganna er sérkennilegt fyrirbæri. Oft sýn- ast þau ekki annað en óskhyggjan einber við hliðina á köldum rökum skynseminnar, sérstaklega þeim hluta hennar sem við nefnum hagkvæmni. Rök tilfinninga láta því oft undan síga. Það skringilega hefur þó skeð að einn góðan veðurdag eru þau orðin að framkvæmd sem allir telja sjálfsagða og flestir vildu eiga hlut að. Sjálfstæðisbarátta íslendinga er gott dæmi þessa. í upp- hafi stríddi það gegn öllu viti að örfáar hræður á ystu vöstum reyndu að stofna til sjálfstæðs þjóðríkis með öllum þeim fjárútlátum sem því hlaut að fylgja; margar sjálfstæðishetjur hugsuðu heldur ekki svo hátt. í dag státum við af þessu sjálfstæði sem vissulega telst til kraftaverka. Undirritaður telur sig vera stuðningsmann þess að reynt sé að halda uppi byggð sem víðast um landið á lífvænlegum stöðum ef fólk vill búa þar. Hann verður þó að játa að engin afgerandi rök hefur hann fundið fyrir þessari skoðun sinni, og hann hefur heldur ekki fundið þau í skrifum og málflutningi manna sem eru sama sinnis og hann. Skoðun greinarhöfundar er því byggð á tilfinningum, og það sama sýnist gilda um það fólk sem berst hatrammri baráttu fyrir byggð sinni og lætur sig jafnvel dreyma um að efla hana. Þessi til- finning getur lýst sér í ýmsu; hún getur lýst sér í venjubundnum hugtökum um hvernig lifað skal lífinu þar sem hefðbundin lífsbarátta bindur menn í báða skó; og hún getur lýst sér í tryggð við ættarbyggð og hérað, fólk unir sér hvergi betur en á þeim stað sem það fæddist á eða örlögin hafa leitt það að; þar vill það áfram búa ef það er gerlcgt. En hróp nútímans um hagkvæmni er býsna hávært kall sem ekki er auðvelt að loka eyrunum fyrir, og því verða byggðastefnumenn að tína fram rök fyrir skoð- unum sínum. A það hefur verið bent að hún er ekki svo lítil fram- leiðslan sem „útkjálkafólkið“ skapar og gefur dýrmætan gjaldeyri svo þéttbýlisfólki geti liðið vel. En köld skyn- semin og reikningskúnstir nútímalegrar hagkvæmni segja að alls þessa gjaldeyris megi afla frá suðvestur- horni landsins, mikið af honum komi þaðan hvort eð er; fiskiskipin séu orðin það stór og fullkomin að ekki skipti lengur máli hvaðan sjósókn er stunduð, tæknin orðin það mikil að ekkert sé auðveldara. Mörgum finnst það sóun á fjármunum að yfirgefa mannvirki, hús og verksmiðjur, sem reist hafa verið út um land og leggja svo í nýjan kostnað við að byggja þetta allt upp aftur á nýjum stað. Reynslan hefur sýnt að nútíminn hafnar þessum rökum, fólk setur þau a. m. k. ekki fyrir sig, því það hefur ekki hikað við að yfirgefa eignir eða selja þær fyrir lítið og síðan lagt í enn meiri kostnað við að koma sér fyrir að nýju. Góðir byggðastefnumenn hafa hampað þeirri rök- semd að manmíf sé miklu rólegra í fámenninu og fari betur með andlega heilsu einstaklingsins. Ekki skal gert lítið úr þessari skoðun, mannlíf grímseyinga styður hana meðal annars. En æskir nútíminn almennt eftir rólegu mannlífi? Mikii og almenn ásókn í bíla og önnur véitæki styður ekki þá röksemd. Rök tilfinninganna og óskhyggjunnar eiga vissulega erfitt uppdráttar í viðskiptunum við vélvædda hagskoð- un nútímans. Mesta furða hvað þau verða þó oft ofan á, eins og uppbygging Vestmannaeyja sannar. Hagfræðilegu rökin sögðu það hagkvæmast að byggja yfir íbúana upp á landi, atvinnutækin væru komin þangað og vestamannaeyingar gætu með sama árangri stundað sjósóknina frá höfnum á suðurströndinni. Rústir kaupstaðarins mætti svo nota til sýnis ferðamönnum fyrir dýrmætan gjaldeyri; þetta gerðu ítalir með rústir Pompei og Herculaneum með góðum árangri og því ættum við þá ekki alveg eins að geta það. Þetta vildu íbúar Vestmannaeyja ekki. Þeir vildu flytja aftur til staðarins þrátt fyrir áhættu, hefja upp- byggingu, sjósókn og mannlíf sem áður var. Já, rök tilfinninga eru sannarlega merkilegt fyrirbæri. En það sem réð gerðum vestmannaeyinga ræður og gerðum þess fólks sem vill búa úti á landi. Undirritaður vill ekki mikið ræða þá röksemd sem hann og stuðnings- menn telja hvað mikilvægasta en það er að byggðastefna sé hluti af sjálfstæðisbaráttunni ef þjóðin viil staðfesta óskoruð yfirráð yfir landinu. Gróðahyggja nútímalegrar hagkvæmni brosir oft í kampinn við slíkri röksemd. 136 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.