Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 27
Hvað ætlarðu að sýna mér, syngjandi vor, með sólina og blæinn? Hvað dagsljósið vogar að hefja sig hátt? Hvað heimur er fagur og vorloftið blátt? Og hvernig að þokan er lögst eins leiði’ yfir bæinn? Er bjarkirnar kveða í kyrrum sumarblæ, með kærleik og tryggð við þangað höldum. Þar ætlum við síðar að eignast lítinn bæ, og ástin mun sitja þar að völdum. Hvert ætlarðu að svífa, þú syngjandi vor, með sólina og blæinn? Að kæta hvert auga, að kyssa hvert blóm? Að kveða við allt, sem vill heyra þinn róm? Eg flýg með þér, vor, út um vellina, skógana’ og sæinn. Og úr því að vorstemning er farin að ráða hér ríkjum er rétt að birta ástarljóð sem tvær ungar stúlkur hafa beðið um, en eins og allir vita er ástin og vorið oft býsna nátengd. Lagið er danslag en textahöfundur er ókunnur. VILTU MEÐ MÉR VAKA í NÓTT Sjálfsagt er að fylgja ofangreinu vorljóði eftir með enn öðru sem er eftir Guðmund Guðmundsson og lagið er eftir Árna Thorsteinsson. VORGYÐJAN KEMUR Vona minna bjarmi á barmi þér Ijómar, — ber mig upp til skýja, þar gígja þín hljómar! Sólarhafs við ósa, mín Ijósa, þú lifir, — leiftur himins titra og glitra þér yfir! Farðu’ um löndin eldi, svo vcldi þitt víkki, vorblær ylji dali og bali hver prýkki. Komdu’ og bræddu ísinn ó, dísin mín dýra, dróma leystu’ af sænum með blænum þeim hýra! Ó, ég varpa tötrum, og fjötrum ég fleygi: Finn, að nálæg ertu, þó sértu hér eigi. Senn rís allt úr dvala til dala og voga, dýrðleg blika sundin og grundin í loga. Allt til þess að blessa og hressa hið hrjáða, holundir, sem blæða, að græða hins þjáða, kemur þú svo róskvik mcð ljósblik og lætur laugast tárum hjarnið sem barnið, er grætur! Þriðja ljóðið er líka tengt sól og sumri en þýtt úr sænsku. Söngvinir kannast ef til vill við hið sænska heiti: Dár björkarna susa sin milda sommarsáng. En höfundur lagsins er finnska tónskáldið Merikanto, en mörg lög hans eru þekkt hér á landi. B. Ó. hefur þýtt textann. ER BJARKIRNAR KVEÐA Er bjarkirnar kveða í laufgum skógarlund og lindirnar hjala kringum bæinn, þá höldum við tvö okkar hátíðastund og hverfum í bjartan sumardaginn. Viltu með mér vaka í nótt, vaka á meðan húmið hljótt leggst um lönd og sæ, lifnar fjör í bæ, viltu með mér vaka í nótt. Vina mín kær, vonglaða mær, einni ann ég þér, ástina veittu mér aðeins þessa einu nótt. Jón heitinn frá Ljárskógum gerði margan fallegan dægurljóðatextann. Hér birtist eitt þessara Ijóða sem löngum var sungið við vinsælt danslag sem reyndar var rússneskt þjóðlag. LITLA LJÚFA Komdu litla ljúfa! Við skulum dansa þar til dagur skín, við skulum drekka lífsins guðavín aðeins eina nótt. Litla, ljósa dúfa! Við skulum svífa himinsælu veg á vængjum söngs og ljóða, þú og ég, aðeins eina nótt. Við þinna augna eld er gott að una þetta kveld, þitt bros er glatt og hönd þín mjúk og heit — fögnuð okkar enginn veit! Komdu litla ljúfa! Við skulum koma út á kvöldsins fund, við skulum eiga saman sælustund aðeins eina nótt. Þættinum hefur borist beiðni um ljóð sem undirritaður áttar sig ekki alveg á en vonar að sé neðangreint. Lagið er amerískt, Carry me back to old Virginny. Tónskáldið heitir James A. Bland og enski textinn er líka eftir hann. Neðanskráður texti er ekki þýðing heldur frum- samið ljóð við þetta kunna lag. Höfundur er Snæbjörn Einarsson. Framhald á bls. 145. Heima er bezt 139

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.