Heima er bezt - 01.04.1975, Síða 28
PÁLL ÁSGRÍMSSON
LAUNDÓTTIRIN
5. HLUTI
Nú er skipið lagt úr höfn með skólafólkið á leið til
höfuðstaðarins. Svo virðist sem nokkur uggur sé í hugum
foreldranna, þegar börnin eru farin að heiman og þurfa
að sjá um sig sjálf. Auðvitað bíða þeirra ótal hættur og
freistingar, sem óvíst er, hvort þau fá staðist. Og svo eru
það félagarnir, hvernig verða þeir? Það er mikið atriði,
hvernig fer fyrir þessu unga fólki, þegar það kemur í
höfuðstaðinn. Þar er glaumur og gleði, sem allt of oft hef-
ur truflað og jafnvel leitt á glapstigu margan efnismann,
bæði pilt og stúlku. En svona er lífið, fullt af hættum og
blindskerjum, en líka af fögrum rásum, ef rötuð er rétta
leiðin. Það er því ekki að undra, þótt hugur foreldranna
fylgi þeim nokkuð á leið og óski þeim alls hins besta á
ófarinni ævibraut.
Séra Hjálmar og Rósa kona hans fara að hugsa til heim-
ferðar, og Sigga er með þeim. Einar kaupmaður býður
þeim gistingu hjá sér, þar sem áliðið sé dags og dimmt á
kvöldin á þessum tíma. Segir, að Jón og Svanhildur muni
bíða til morguns. Það er nú staðið upp frá kaffidrykkju,
en í því kemur Hrólfur inn og gengur til Siggu. Hann
segir brosandi:
„Þú kemur nú líklega á skemmtun með okkur í kvöld?
Við ætlum að slá upp smáballi. Það er staddur hér frægur
harmonikuspilari, svo að við ættum að nota okkur það,
úr því að hann er svo góður að vilja spila fyrir okkur.
Rósa lítur til Siggu, en sér ekki nein merki þess á svip
hennar, að hana langi á ballið. Sigga verður vör við tillit
Rósu, gengur til hennar og segir:
„Við gerðum ráð fyrir að koma heim í kvöld, það á
von á okkur heima. Við skulum bara fara að drífa okkur
af stað.“ Það flýgur í gegnum hug Rósu, að Sigga sé ekki
hrifin af Hrólfi. Þó er þetta mjög geðfelldur piltur, og
hún hefur það einhvern veginn á tilfinningunni, að hann
sé mjög laginn að hafa áhrif á ungu stúlkumar. En hún
hefur heyrt því fleygt, að ekki sé allt sem best, þótt hún
hafi ekki gefið því neinn gaum né grennslast eftir því.
Rósa sér, að Hrólfur skiptir litum, þegar hann heyrir,
hvað Sigga er ákveðin í að fara heim. Hann gengur til
Rósu og segir:
„Er nokkuð nauðsynlegt, að Sigga fari heim í kvöld?
Hana langar auðvitað til að vera á skemmtun eins og
annað ungt fólk. Hún kemur svo með Jóni og Svanhildi
á morgun.“
Sigga hefur heyrt, hvað Hrólfur er að segja við Rósu
og gengur til þeirra. Hrólfur er fljótur til, snýr sér að
henni og segir:
„Ég var að tala um það við frú Rósu, að þú yrðir eftir
og kæmir með okkur á ballið, auðvitað langar þig.“
Sigga finnur það, að Hrólfur sækir þetta fast, en það
verkar öfugt á hana við það, sem hann hefur ætlast til.
Hún hefur ætíð einhvern óhug á Hrólfi, hún veit ekki
fyrir víst hvers vegna. En það veit hún, að hann er ófyrir-
leitinn og frekur, og henni geðjast því ekki að honum.
Hún segir því hálfbrosandi við Rósu:
„Ég ætla ekki á ball í kvöld, en ég ætla heim, eins og
við vorum búin að ákveða. Við skulum fara að drífa okk-
ur af stað.“
Hrólfur sér, að tilgangslaust er að fást um þetta. Hann
snýr sér snúðugt við og fer. Þær Sigga og Rósa líta hvor
á aðra og Sigga brosir. Hún man eftir bréfinu, sem hún
sótti sama sem í hendurnar á Hrólfi, því að helst leit út,
eins og hann ætlaði ekki að skila því, að minnsta kosti
ekki strax. Hún hefur ekki ennþá getað lesið það, því að
hún vill hafa næði og helst vera ein. Hún veit, að það er
frá Hermanni, og henni er eitthvað svo einkennilega órótt.
Hann var henni ætíð svo góður og einlægur. En hún ætlar
ekki að opna bréfið fyrr en hún er komin heim. Þar er
hún óhult um hugsanir sínar. Hún vill engan láta vita um,
hvað hún hugsar, ekki einu sinni mömmu sína, sem hún
er þó vön að segja allar hugsanir sínar. En hún er nú að
verða fullorðin kona og þarf því að eiga sín leyndarmál
eins og annað ungt fólk.
Sigga situr ein í herberginu sínu á Hofi með bréfið frá
Hermanni milli handanna og lætur hugann reika til
atburða þeirra, sem hann minnist á. Henni finnst hlýjan
140 Heima er bezt