Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1975, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.04.1975, Qupperneq 30
skensið í svörum grannkonu sinnar. Hún veit, að hún vonast til að fá Jónas hennar fyrir tengdason, og heldur víst, að hann gangist fyrir auð, en ekki stúlkum. En nú kemur frú Rósa til þeirra, heilsar þeim blíðlega að vanda og býður þeim kaffi. Hún segir: „Nú er dansinn að byrja, og þá er okkur líklega ofaukið. Annars hef ég gaman af að sjá unga fólkið skemmta sér í söng og dansi.“ „Þú ert nú líka sá snillingur við allan söng. Ekki hefur þér tekist illa að kenna Sigríði," segir Salbjörg og brosir. „Það var reglulega indæll söngurinn hjá henni í kvöld.“ „Þú hefur nú sjálfsagt lagt þinn skerf þar til,“ segir grannkonan við Rósu og er heldur íbyggin á svipin með meinfýsið glott, um leið og hún lítur út undan sér til Salbjargar. Frú Rósa lítur undrandi til þeirra og segir: „Nei, þar kom ég ekki nærri að neinu leyti, enda er Sigríður orðin mér færari í þeirri grein sem og mörgu öðru. Hún er alveg sérstaklega fjölhæf stúlka.“ Salbjörg er brosleit og glöð yfir, hvernig vitnisburð Sigríður fær hjá frú Rósu, því að fullt tillit er tekið til hennar orða. Hún var ekki þekkt af öðru en réttsýni, og flestir báru traust til hennar og virðingu fyrir henni. „Eigum við ekki að líta á unga fólkið í dansinum?" segir frú Rósa. „Ég hef alltaf gaman af að sjá það skemmta sér.“ Þær fara allar fram í danssahnn. Það fyrsta, sem þær taka eftir er, að nýtt fólk er komið í hópinn neðan úr kauptúninu. Þar á meðal er Hrólfur. Hann er að dansa við Helgu prestsdóttur, og þær sjá, að þau eru í miklum samræðum. Nú stöðvast dansinn. Páll og Sigríður hafa dansað saman, og nú ræða þau um skemmtun, sem Hrólf- ur býður þeim á niðri í kaupstað. En þau vilja engu lofa. Sigga er mótfallin því, hún segist hafa svo mikið að gera. Hún sé búin að eyða svo miklum tíma í að undirbúa þessa skemmtun. „Einn dans fæ ég þó hjá þér,“ segir Hrólfur, og Sigga játar því. Hrólfur er auðvitað framúrskarandi dansmaður, það finnur Sigga. Hann leikur á als oddi og ræðir um skemmtanirnar í Reykjavík. Hún ætti að koma þangað. Þar væri svo frjálslegt á öllum skemmtunum. Þar gæti maður setið saman við borð og spjallað saman í ró og næði. „Þú kemur nú kannski suður í vor með Stóra-Fells- hjónum, þegar Hermann kemur frá Noregi með konu- efnið. Mér er sagt, að hann sé búinn að ná sér í norska dömu.“ Ekki getur Hrólfur merkt nein svipbrigði á Siggu við þessa frétt. „Það væri nú nógu gaman að koma suður og fagna honum að loknu námi. En ekki geri ég ráð fyrir, að ég fari. Sjálfsagt kemur hann hingað fljótlega eftir að hann kemur upp,“ segir Sigga. Samtalið verður ekki lengra, því að músíkin hættir. Hrólfur getur ekki gert sér neinar hugmyndir um tilfinn- ingar Siggu til Hermanns, þótt hann skrökvaði upp þess- ari trúlofun. Daginn eftir þessa skemmtun kallar frú Rósa á Siggu inn til sín og segir: „Jæja, Sigríður mín, nú er ég búin að fá pláss handa þér í skólanum með Helgu minni. Og nú ferð þú með þeim eftir jólafríið. Þig hefur alltaf langað í Kvennaskól- ann. Það er búið að ganga frá þessu að öllu leyti, nema þú átt eftir að segja já, og það vona ég að þú gerir.“ Sigga er svo undrandi yfir þessu, að hún segir ekki orð. Ótal hugsanir fljúga í gegnum hug hennar, sem bæði gleðja hana og hryggja. Hún veit, að hún á ekki peninga til að kosta sig á skólann, og henni finnst hún ekki geta þegið það að liggja uppi á öðrum. Hún veit, að mamma hennar muni styrkja hana og dálítið á hún sjálf, en það mun hrökkva skammt. Það færist roði í andlit hennar, og hún segir við frú Rósu: „Ég get nú sjálfsagt ekki farið í þetta sinn. Bæði er það, að mig vantar föt til þess og svo á ég ekki nóga peninga ennþá.“ Frú Rósa brosir og segir: „Þetta vissi ég að mundi koma hjá þér, en fyrir öllu þessu er nú séð. Þú hefur sjálf undirbúið fötin, en hvað peningahliðina snertir, þá ætlar Gísli bróðir Jóns að lána þér það, sem þig vantar. Hjá honum átt þú líka að fá her- bergi, ef ekki fæst pláss í skólanum.“ Sigríður minnist þess nú, að frú Rósa hefur látið hana hafa ýmiss konar fatnað, sem hún hefur sagt að ætti að vera á Helgu. En hún hefur látið hana máta fötin, þær voru nokkuð svipaðar á vöxt Helga og hún. Hún verður svo undrandi yfir öllu þessu, að hún á ekki orð. Hún gengur til Rósu og faðmar hana innilega. „Ég get aldrei launað þér þetta allt saman,“ segir hún. „Ég átti ekki von á þessu og er ekki búin að átta mig ennþá. Svo á ég eftir að tala við mömmu um þetta. Kannski vill hún ekki, að ég fari?“ „Það er engin hætta á því. Hún vill áreiðanlega, að þú komist í þennan skóla. Við skulum svo í alvöru snúa okk- ur að efninu og ljúka við allan undirbúning, því að nú fer að styttast þar til þið farið, blessuð bömin mín. Það verður ærið tómlegt hér í vetur, þegar þið eruð öll farin. En þetta líður, og með vorinu komið þið aftur með yl og hlýju, og þá vaxa blóm og grundir gróa. Þá gleymum við tómleika vetrarins og fögnuður mun fylla hugi okkar. Þið eruð nú að verða fullorðin og verðið að fara að sjá um ykkur sjálf. Þá reynir á þroska ykkar og skynsemi, hvem- ig þið bregðist við vandamálum lífsins. Ég veit, að þú átt traustan vin þar sem Gísli er. Hann hefur alltaf haft dá- læti á þér, síðan þú varst lítil. Og það hefur ekki minnk- að, þótt þú sért að verða fullorðin. Til hans skaltu snúa þér, ef þú þarft á einhverri aðstoð að halda. Hann hefur óskað eftir því að mega líta til með þér.“ SIGRÍÐUR FER í KVENNASKÓLANN Næsta dag fer Sigga að finna móður sína að Stóra-Felli. Hún hefur verið á Hofi öðru hverju um hátíðimar. Guð- rún sér, að Sigga býr yfir einhverju, sem hana langar tíl að segja, og þegar þær mæðgur em orðnar einar, segir Sigga: „Það er nokkuð, sem ég þarf að ræða við þig uim, mamma.“ „Já, hvað er það, Sigga mín?“ „Prestshjónin eru búin að fá pláss handa mér í Kvenna- skólanum með Helgu það sem eftir er vetrar. Má ég eklki fara, mamma mín?“ Síst hafði Guðrúnu dottið þetta í hug, þótt hana hadi mikið langað til, að Sigga kæmist í skóla. En þetta ko«n 142 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.