Heima er bezt - 01.04.1975, Síða 32
En rétt þegar hún er að sleppa orðunum, gengur skóla-
stjórinn inn á gólfið heldur snúðugt og segir:
„Hvaða brigslyrði eru þetta?“
Guðný grípur fram í og segir:
„Hún er nú bara að reka okkur úr kórnum, af því að
við gátum ekki mætt á síðustu æfingu.“
„Það er ekki satt,“ segir Sigga. „Það eru margar æfing-
ar, sem þið hafið ekki komið á, og svo eruð þið famar að
syngja falskt, ég held bara af ásetningi.“
„Við tölum ekki meira um þetta að sinni. Þið bara
mætið eins og vera ber, og verðið að hlýða Sigríði, þar
til kennarinn kemur aftur. Ég ætla að vera inni í þetta
sinn, meðan æfingin stendur yfir,“ og hún sest.
Æfingin tekst sæmilega, en þó er Sigga ekki ánægð.
Þær vinkonur Kristín og Guðný gefa fölsk hljóð einstöku
sinnum og hún áminnir þær. En allt fer vel að lokum.
Nemendurnir eru alveg hissa. Þeim líkar ágætlega við
Siggu, miklu betur en við sjálfan kennarann. Æfingin er
nú búin, og stúlkurnar fara. Skólastjórinn bendir Sigríði
að vera eftir. Hún lokar hurðinni, snýr sér að Siggu og
segir:
„Þú skalt ekki taka þetta nærri þér. Ég heyrði allt, sem
ykkur fór á milli. Þú hafðir alveg rétt fyrir þér. Ég fylgist
með, hvernig þetta gengur.“
Sigga þegir um stund, lítur síðan á skólastjórann og
segir:
„Ég held, að þær þoli ekki, að ég sé sett yfir þær. Þeim
finnst ég svo fátæk og umkomulaus, að ég geti ekki sagt
þeim fyrir verkum. Ég held það væri best, að söngstjór-
inn, sem var héma, sæi um kórinn. Ég skal reyna að æfa
raddirnar, eftir því, sem ég hef vit á.“
Skólastjórinn sér, að Sigríður tekur þetta nærri sér, en
hún vill ekki láta þessar tvær stúlkur komast upp með
neina ósvífni. Allar aðrar virðast vera mjög ánægðar með
Sigríði, enda er ekki ástæða til annars, það er hún viss
um. En hún hugsar sér að veita þeim meiri athygli eftir-
leiðis.
„Þú heldur þessu áfram, Sigríður, eins og ekkert hafi í
skorist. Við sjáum, hvað setur.“
SKEMMTUN í SKÓLANUM
Nú er bara ein vika, þar til kórinn á að koma opinberlega
fram á skemmtun, sem skólinn heldur. Skólastjórinn hef-
ur boðað meðlimi kórsins á sinn fund, og nú eru allar
stúlkurnar mættar. Fyrst beinir hún máli sínu til Sigríðar
og spyr hana, hvernig gangi með kórinn, hvort ekki verði
allt í lagi með hann eftir vikuna. Sigga svarar því til, að
þær reyni að verða duglegar það sem eftir er og hún voni,
að allt gangi vel. Skólastjórinn tekur eftir því, að Guðný
og Kristín eru að hvíslast á og brosa einkennilega hvor
til annarrar. Ekki lætur frú Þóra neitt á því bera, að hún
hafi veitt þessu eftirtekt. Hún segir stúlkunum, að hver
þeirra megi bjóða einum gesti á þessa skemmtun. Svo
óskar hún þess, að stúlkurnar leggi fram sinn skerf til
þess, að skemmtunin megi verða skólanum til sóma og
þeim til ánægju. Og nú er ákveðið að æfa á hverju kvöldi.
Fyrsta kvöldið eftir þetta mætir söngstjórinn, sem áður
hefur komið, og hlustar á æfingu. Allt gengur vel. Hann
er ánægður og segist munu koma á næstu æfingu, ef hann
geti. Sigga veitir því athygli, að þær Guðný og Kristín
líta hvor til annarrar og Guðný roðnar. Frú Þóra hefur
líka veitt þessu eftirtekt, og hún hugsar sér að hafa sér-
stakt eftirlit með þeim. Henni sýnist, að þær séu ekki
ánægðar með þetta eftirlit söngstjórans, en hún veit, að
þær þora ekki að hafa neina hrekki í frammi, ef hann er
mættur á æfingunum. Næsta kvöld þarf Sigga að stöðva
tvisvar í miðju lagi vegna mistaka, og hún veit hverjum
það er að kenna. Frú Þóra hefur setið inni og hlustað á,
en söngstjórinn var ekki mættur í þetta sinn. Frú Þóra
spyr, hver sé valdur að þessu, en Sigga segir bara:
„Þetta lagast, við reynum bara aftur, og þá gengur allt
vel.“ Og það tókst líka, aldrei betur. Frú Þóra veit, að það
eru þær Kristín og Guðný, sem hafa valdið þessu, þótt
Sigríður vilji ekki segja neitt um það. Hún á því um
tvennt að velja: Láta söngstjórann fylgjast með æfingun-
um, sem eftir eru, eða láta þessar tvær hætta í kómum.
Hún velur fyrri kostinn.
Nú er öllum undirbúningi undir skemmtunina lokið,
og allar stúlkurnar búast sínum bestu fötum, eins og vant
er við svona tækifæri. Helga hefur boðið Páli bróður sín-
um og með honum ungum pilti, skólabróður hans, undir
nafni Siggu og með hennar leyfi. Kristín hefur boðið
Hrólfi og Guðný Jóni bróður sínum. Sigga hefur farið
fram á það við frú Þóru, að söngstjórinn stjómi á skemmt-
uninni, því að ennþá gmnar hana, að Kristín muni búa
yfir einhverjum spjöllum eða brögðum. Frú Þóra tekur
því vel og kveðst munu ræða við söngstjórann, þegar
hann komi, og það gerir hún. Það verður að samkomu-
lagi, að hann sitji þar í húsinu, sem hann geti heyrt og
fylgst með öllu. En hann segir, að Sigríður eigi að stjóma,
því að kórinn sé alveg hennar verk. Stúlkumar geri skól-
anum mestan sóma með því að stjóma öllum skemmti-
atriðunum sjálfar. Það eigi að vera metnaður þeirra.
Um kvöldið, þegar þær koma inn í herbergi sitt, Kristín
og Guðný, segir sú síðarnefnda:
„Við verðum að gera allt, sem við getum, til þess að
söngurinn takist vel, því að þau hafa okkur gmnaðar.
Það væri óþolandi, ef illa tækist til af okkar völdum. Það
mundi komast upp og gæti jafnvel kostað okkur brott-
rekstur úr skóla. Ég veit, að Sigga mundi ekki koma upp
um okkur, en það em fleiri, sem vita, hver mistökunum
veldur, ef við höldum áfram.“
Kristín féllst á, að skynsamlegast væri, að allt tækist
sem best, þótt hún ætti hins vegar bágt með að þola, að
Sigga fengi allt lofið. Hún hefði auðvitað lagt mikið á sig
til þess að söngurinn tækist vel. Það yrði ekki af henni
tekið.
Nú er allt á ferð og flugi í skólanum. Gestirnir hópast
að. Skemmtinefndin þarf að sjá um allar móttökur. Helga
Hjálmarsdóttir er formaður nefndarinnar, og Sigga að-
stoðar hana eftir því sem hún getur. Nokkrum velgerðar-
mönnum skólans hefur verið boðið, þar á meðal Gísla
kaupmanni Jónssyni, bróður Jóns á Stóra-Felli, og konu
hans. Ekki hafði Sigga komið til þeirra, síðan hún kom í
skólann, og hafði því aldrei séð konu hans. En nú tekur
hún á móti þeim brosandi og glöð, um leið og hún býðui-
þau velkomin.
„Sæl og blessuð, Sigga mín,“ segir Gísli og tekur í hönd
henni. Síðan snýr hann sér að konu sinni og segir:
„Þetta er Sigríður frá Stóra-Felli, uppáhaldið mitt eins
og þú veist. Ætlar þú ekki að heimsækja okkur? Þú veist,
að þú ert velkomin, hvenær sem þú vilt.
144 Heima er bezt