Heima er bezt - 01.04.1975, Side 33

Heima er bezt - 01.04.1975, Side 33
Frúin heilsar Siggu mjög vinsamlega, en Sigga sér, að hún horfir mjög athugandi á sig. Hún roðnar nokkuð, en nær sér þó brátt og segist ætla að koma eftir skemmtun- ina. Hún hafi haft talsvert að gera við undirbúning, en nú sé honum lokið. Senn eru allir gestirnir komnir, og skemmtunin er að hefjast. Sigga er svolítið kvíðin út af því, hvernig sér muni takast að stjórna söngnum. Hún óskar, að frú Rósa væri nú komin til að styrkja sig. En þá minnist hún orða móður sinnar, þegar hún kvaddi hana: „Leitaðu styrks hjá guði, ef eitthvað er þér erfitt.“ Og nú finnst henni hún þurfa styrk og ró, svo að hún sé örugg með það, sem hún þarf að leysa af hendi. Hún bregður sér inn í herbergi sitt, sest þar á stól og lætur hugann hverfa frá öllu umhverfi. Hún beitir sér af alhug í bæn um styrk og þrek, nú og ævinlega. Hún er svo laus við umhverfi sitt, að hún veit ekki, þegar frú Þóra kemur inn. Hún hafði verið að svipast um eftir Siggu. Hún gerir ekki vart við sig, en horfir með nokkurri undrun á Siggu. Eftir andartak hreyfir hún sig og lítur upp. Hún hendist á fætur, þegar hún sér skólastjórann, og blóðið þýtur fram í andlitið. En hún lítur þó einarðlega á frú Þóru og segir: „Fyrirgefðu, ég gleymdi mér. Ég er að koma.“ Hún ætlar að fara út úr herberginu, en frú Þóra stöðvar hana og segir: „Þú þarft ekki að biðja fyrirgefningar á neinu. Ég ætti heldur að biðja þig afsökunar. En ég sá, að þú varst í þeim hugleiðingum, að ekki mátti trufla þig.“ Og hún tekur í hönd hennar og segir: „Þú ert indæl, Sigríður mín.“ Hún horfir á Siggu með samúð og blíðu og klappar henni. Það er sem streymi um Siggu öryggi og ró. Hún finnur vinsemdina frá þessari mikilhæfu konu, og henni finnst hún eiga hana að vini. Þessi kona, sem gat verið svo ströng og hafði svo mikið vald yfir stúlkunum, hún var svo einkennilega einlæg núna, alveg eins og þetta væri mamma hennar. Nú er hún ekki lengur kvíðin. Hún hefur náð sínu venjulega öryggi og ætlar ekki að láta neitt trufla sig. Framhald í næsta blaði. Framhald af bls. 139. BER ÞÚ MIG ÞRÁ Ber þú mig þrá, sem hug minn heillar heim, þar sem nam ég fyrsta vorsins óm. Þar vil ég lifa, er lífsins birtu bregður, bros þeirra ég man er mér gáfu fegurst blóm. Héðan, sem hugur minn enginn, enginn skilur ætla ég burtu að fylgja barnsins þrá, sem hreif mig heim frá yndi og æskustöðvum, en aldrei mér gaf það sem hjartað þráði að fá. Þökk fyrir allt, sem yndi veitti, allt sem ég fann og týndi í glaumsins borg. Mörgum mun finnast það einhver ávinningur, að hafa kynni af lífsins dýpstu sorg. Ber þú mig þrá sem að öllu ofar bendir, áleiðis heim, þó að fenni í öll mín spor. Eitt á ég þó, sem að öllum veginn greiðir: Ástina til þín, mitt hlýja bernsku vor. Fyrir nokkru sendi ágæt vinkona þáttarins honum ljóð sem nefnist Danspörin og er ekki að efa að upp- skrift hennar sé rétt sem líka mun birtast innan tíðar. En það sem undirritaðan fýsir að fá vitneskju um, er hvort einhverjir aðrir kannist við ljóðið og hvar þeir hafi heyrt það. Til frekari glöggvunar er fyrsta vísan birt hér: Komdu, mín kæra vina, komdu og dansaðu vals, ég gef ei um hinar, sem eru með svik og fals. Hjartað mitt hrygga þú kætir, hvíl þig nú snöggvast við brjóstið mitt rótt, sárasta bölið þú bætir með brennandi kossum í nótt. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. Gleðilegt sumar. E. E. BRÉFASKIPTI Guðbjörg Pálsdóttir, Hreiðarsstöðum, Fellum, N.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við strák og stelpu á aldrinum 12—13 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Kolbrún Kristjánsdóttir, Gilsbakka, Hauganesi, Árskógsströnd, Eyjafirði, óskar að skrifast á við stelpur á aldrinum 11—12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Hafdis Hauksdóttir, Fremri-Brekku, Saurbæ, Dalasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stráka á aldrinum 17—22 ára. Ósk Jensdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við strák á aldrinum 16—19 ára. Gulla Jónasdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún., óskar eftir bréfaskriftum við stráka á aldrinum 17—25 ára. Helga Hjálmarsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við sráka á aldrinum 17—25 ára. Gugga Jónsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stráka á aldrinum 17—25 ára. Álfhildur Jónsdóttir, Unnarstíg 8, Flateyri, óskar eftir bréfa- skiptum við stelpur og stráka á aldrinum 12—14 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Ragnheiður Sverrisdóttir, Melabraut 6, Seltjarnarnesi, óskar eftir bréfaskiptum við stráka eða stelpur á aldrinum 9—10 ára; sjálf er hún 9 ára. Mynd óskast með fyrsta bréfi. Heima er bezt 145

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.