Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 36
«B3b. 63. Við vorum fáliðaðir á heimsiglingunni og það varð okkur þung þraut. Þess vegna hleyptum við inn í suður-ameríska höfn og leigðum okkur mannskap. Þegar við komum aftur um borð úr þeim erindagjörðum skýrði Ben Gunn frá því að Silver karl- inn hefði strokið í land. Við söknuðum hans nú ekki beint, en tómhentur fór karlanginn ekki frá borði. Hann hafði stolið nokkrum peningapokum úr fjársjóðnum. Þetta voru þó smá- munir hjá öllum þeim fjármunum sem eftir voru svo við settum þennan stuld Silvers ekki fyrir okkur. — Eftir þetta gekk heim- siglingin eins og í sögu og við skriðum alveg mátulega inn í heimahöfn til að hindra að hjálparleiðangur væri sendur út til að huga að okkur. ENDIR ÁSKRIFTARSEÐILL Tímaritið „Heima er bezt“ á því láni að fagna að eiga fjölda marga vini og velunnara um land allt. Til að reyna að vega upp á móti hinni illræmdu verðbólgu, væri æskilegt að geta fjölgað áskrifendum verulega í ár. Sýnið kunningjum ykkar blaðið og hvetjið þá til að gerast áskrifendur. Ég undirrit óska hér með eftir að gerast áskrifandi að tímaritinu ,,Heima er bezt“ frá síðustu áramótum. □ Hjálagt fylgir áskriftargjald, kr. 1000,00, fyrir yfirstandandi árgang. □ Sendið mér ritið gegn póstkröfu. Nafn í í. Heimilisfang

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.