Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 12
laginu líkt og hrákadallamir. í hann var hundunum skammtað ríflega á málum, auk þess sem oft hrökk í hann spónn eða biti milli mála. Báru hundarnir þess merki, að ekki væri við þá sparað, því með aldri urðu þeir harðla þungfærir vegna fitu, likari í vexti aligrísum en fjárhund- um. Inn af kompunni var búrið. Þar var að hurðarbaki vestan dyra lítið fast borð, sem skilvindan stóð á, en undir austurveggnum var fyrst búrkistan mikið ílát með loki. í henni var geymt hitt og annað matarkyns, annars var hún notuð fyrir sæti. Með öllum austurvegg inn frá kistunni og inn í stafn var fastur bekkur, búrbekkurinn. Undir honum voru tvær hillur. Hin neðri var litlu hærri en gólfið. Á henni var mjólkurfötunum hvolft. Þær voru úr tré með tréhöldum 4 eða 5 talsins, minnir mig að þær sömu entust svo lengi sem ég var á Hlöðum. Einnig voru skyrkollurnar látnar standa þar. Eitthvert fleira dót var þar að staðaldri, en þar eins og annars staðar í búrinu og raunar í bænum öllum átti hver hlutur sinn stað, og mátti ekki láta annað þangað. Á efri hillunni voru grautarbakkarnir tveir, gamlir mjólkurbakkar, var vatnsgrautur geymdur í þeim og þeir fylltir við hverja grautargerð, sem mun hafa verið á 3—4 daga fresti. Þar var einnig súrdeigsbakkinn. Innarlega á búrbekknum stóð búrskápurinn, dálítill læst- ur tréskápur, sem húsfreyjan hafði ein lykil að. í honum var geymt sparileirtau og eitthvað fleira af borðbúnaði. Þar var einnig sykur og fleira góðgæti, sem ekki var vert að stæði á glámbekk. Á þilinu ofan við bekkinn var grind, rekki, fyrir diska og efst í henni hilla fyrir bollapör. Undir rekkinu stóðu hinsvegar skálarnar milli mála. Ætíð voru þær í fastri röð, og innst gömul skát, sem aðeins var notuð á engjar. Fremst á búrbekknum við kistuna stóð kaffi- kvömin, var hún gömul, smíðuð af Danielsen á Lóni. Eirskál, loklaus var fyrir baunirnar, var kvörnin orðin slitin og seinlegt að mala í henni. Undir kaffikvörninni var flatbrauðið geymt. Þegar búið var að baka og kökurnar enn volgar, var þeim staflað og kvörnin höfð sem farg ofan á þeim. Búrhnífunum var stungið milli bekkjar og þils. Fyrir miðjum suðurstafni var olíufat, sem slátur var geymt í. Eitthvert fleira dót var þar, sem ég hefi gleymt. Innst undir vesturhlið var stuttur búrbekkur, sem hús- mennskukonur höfðu til afnota, ef þær voru einhverjar, og geymdu þær ýmislegt dót undir honum í horninu. Undir miðri vesturhlið stóð strokkurinn. Var gerð hola fyrir hann í gólfið og hringur úr torfuhnaus utan um hann til stuðnings. Á strokknum var sveif. Var rekin niður stoð um 75 cm frá veggnum, í hana og vegginn var fest þverslá, sem lék á völtum. Á henni voru tveir armar, sem mynduðu nær rétt horn við hana. Annar armurinn var festur með teini í endann á bullustönginni, en á hinum var handfang. Með því að lyfta og fella sveifina, lyftist strokkbullan eða féll, og var strokkurinn skekinn með þessum hætti. Var það bæði léttara og fljótlegra en að halda um bullustöng- ina. Hvergi annars staðar sá ég þenna útbúnað á strokk, og ekki getur síra Jónas um hann í íslenskum þjóðháttum. Vestur úr búrinu var gengið niður í kjallarann, sem var 120 Heima er bezt undir stofunni. Hann var hlaðinn úr óhöggnu grjóti, en sementi slett í holur. Nær allur var hann í jörð. Þar var geymt skyr, slátur og kartöflur. Skyr og sláturílát voru aðaltega olíuámur. Voru þær brenndar rækilega innan áður en þær voru teknar til nota. Enn betri þóttu þó vínámur, og kann að vera, að eitthvað hafi verið af þeim, en íslenskur sár eða kerald var ekki til. Venjulega voru skyrámurnar tvær, en sláturílátin munu hafa verið 5 eða 6. Kartöflur voru geymdar í stórum kassa eða stíju, sem klædd var innan með reiðingstorfi. Allur matur geymdist mjög vel í kjallaranum enda var hiti þar tiltölulega jafn allt árið og svalt á sumrum. Aldrei fraus þar á vetrum nema frostaveturin 1918. Þá stórskemmdist bæði slátur og kartöflur. Innst í bænum var baðstofan, og lá gangur inn í hana úr göngunum. í frambaðstofunni voru tvö rúm undir hvorri hlið. Við gafla þeirra að framan voru sitt kofortið við hvorn enda. Rúmin voru þannig gerð, að sjálf rúmstæðin, gaflar og og lágir stokkar, voru fest í veggi og gólf, og því aldrei hreyfð. I botnunum voru iausar fjalir, sem teknar voru upp þegar gert var hreint. Að framan gekk skúffa inn í rúmin, var hún dregin fram á nóttunni, en ýtt inn á daginn. Framhlið hennar var var hinn eiginlegi rúm- stokkur. Var hann nokkru hærri til endanna. í göflunum voru stuðlar, nokkru hærri en rúmstokkurinn, rúmmarar. Tveir sváfu í hverju rúmi að jafnaði. Rúm- fatnaður var líkur í öllum rúmunum, í botninum var heydýna, og var skipt um hey árlega. Einnig munu hafa verið til hálm- og tréspónadýnur. Ofan á þeim var undir- sæng með grófu fiðri í. Var á með ver úr boldangi. Þegar sængur þessar tóku að eldast voru þær oft hnútóttar. Man ég að sæng okkar vinnupiltanna var illa ræmd. Krafðist ég þess, að innihald hennar væri kannað. Kom þá í ljós, að verið hafði verið látið utan um annað innra ver, sem allt var komið í göndul og hnúta. Var það tekið, og sængin góð úr því. Rekkjuvoðir voru úr heimaunnu vaðmáli. Ofan á voru stoppuð ullarteppi eða dúnsængur, og loks breiddar heimaofnar ábreiður yfir allt saman. Voru þær marglitar og í senn fallegar og og sterkar. Man ég eftir sömu ábreiðunum öll þau ár, sem ég var heima, og sá lítið slit á þeim. Má af því ráða styrkleika þeirra, því að rúmin voru aðalsætin í baðstofunni, og alltaf sat fólk á þeim við vinnu sína. Sumt af fólkinu átti sín eigin rúmföt. Ekki var s'iður að nota rúmin til geymslu á smáhlutum. Þó munu stúlkur stundum hafa stungið smáskjóðum með hnyklum og öðru smádóti niður í rúmshom, svo og sokkaplöggum, sem grípa þurfti til í snatri. Þá var smábandið venjulega geymt undir sænginni, meðan á tóskapnum stóð áður en það var afhent til þófs. Samt man ég eftir gamalli konu, niðursetningi, sem geymdi alla sína muni, þar á meðal lítinn kistil, í rúminu. Var hvorttveggja að gamla konan var smávaxin og munirnir ekki margir. Laus húsgögn í baðstofunni voru þessi: Borð, ómálað fremur lítið, stóð það framan við rúmasamskeytin að austanverðu. Skrifpúlt, sem Halldór átti, stóð undir gafl- inum að innan, yfir því átti mamma lítinn bókaskáp, og undir því átti ég kistil og lítið púlt. Þá voru þrír kollóttir

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.