Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 19
brennivíni og öðrum vínum sem hann
innbyrðir.
Og fínn hefur hann þurft að vera.
„Silketörklæde til Mohr“, „Veste til
Mohr“, „Sæbe til Mohr“ og „Rede-
kam til Mohr“ má víða sjá í úttekta-
bókinni. Þá er það ekki svo lítið af
peningum sem hann hefur tekið út og
vafalítið notað til kaupa á vörum í
öðrum verslunum Akureyrar sem
ekki fengust þá stundina í viðskipta-
verslun maddömunnar.
Þá er vert að geta allra smíða-
áhaldanna og trjáviðarins sem hann
kaupir og bendir til þess að reynt hafi
verið að halda honum að nytsamlegri
vinnu, a.m.k. fyrst í stað.
En þessir dýrðardagar tóku enda
svo sem lesendum er þegar kunnugt.
Það væri að sjálfsögðu fullmikið
sagt að „forsorgun“ Jóhanns Mohr
hafi verið stærsta vandamál nýju
bæjarstjórnarinnar á Akureyri. Þó má
af ýmsu sjá að framfærsla hans var
ótrúlega viðamikið mál og alls ekki
laust við að skilja megi ýmislegt sem
svo að hún hafi beinlínis staðið ýms-
um verklegum framkvæmdum fyrir
þrifum.
Þá virðist atvik benda til þess að
Jóhann Jacob Mohr hafi þrátt fyrir
allt talið sig í höfðingjahópi bæjarfé-
lagsins og fyrirfólkið sjálft látið það
gott heita. A.m.k. er nafn hans að
finna á gjafalista yfir samskot betri
bænda og fyrirfóíks til ekkjufrúar
Margrétar Narfadóttur eftir hið svip-
lega fráfalls manns hennar, séra
Sveinbjarnar Hallgrímssonar, fyrsta
Þjóðólfsritstjóra. En hann naut virð-
ingar sem kennimaður eftir að hann
gerðist prestur í Eyjafirði. Jóhann
Jacob Mohr lét þarna af hendi 8
skildinga, eftir því sem Norðanfari
Björns Jónssonar segir.
Annars gegnir furðu hvað þessi ó-
lánssami maður hefur til þess að gera
haft rúm auraráð, t.d. til brennivíns-
kaupa, því áreiðanlega hefur verið séð
um að ómagapeningurinn rynni ekki í
gegnum greipar hans. Á þessu getur
ekki verið önnur skýring en sú að fyrst
í stað hafi hann eitthvað unnið sér inn,
t.d. við smíðar eða beyksstörf, og
fengið að halda þeim skildingum, og
svo hafi hann lifað á slætti, eins og
lesendur munu síðar kynnast.
Eftir að þeim Geirþrúði hafði verið
stíað í sundur, virðist allt hafa farið úr
skorðum hjá honum. Drykkjuskapur
hans og óregla færðist svo í aukana að
fyrirfólkið afsagði að hafa hann í sín-
um húsum. Kom þá til kasta bæjar-
stjórnar að ráða fram úr málefnum
hans. Hún brá á það ráð að jafna
honum niður á bæjarbúa vissa daga-
tölu eftir efnahag hvers og eins En
ekki þótti þessi aðferð gefast vel. í
fundargerð bæjarstjómar 23. janúar
1865 stendur:
„Viðvíkjandi J. Mohr þótti það
leiða til óreglu að jafna honum þannig
niður á bæjarbúa, að hann væri vissa
dagatölu hjá hverjum þeirra fyrir sig,
og eins að það mundi verða dýrara,
þar sem þá sérstaklega hefði orðið að
kaupa handa honum húsnæði, þjón-
ustu og fatnað, var þess því leitað enn
á ný hvort enginn vildi taka hann til
allrar umönnunar, eins og verið hafði
að undanförnu og með sömu meðgjöf.
Lofaði þá verslunarfulltrúi E. E.
Möller að taka hann til allrar um-
önnunar, þó með því skilyrði að hann
mætti skila bæjarstjóminni honum
aftur, ef hann ekki gæti tjónkað við
hann eða haldið honum til reglu-
semi.“
Edvard Eilert Möller verslunar-
stjóri gat hvorki tjónkað við Jóhann
Jacob Mohr né haldið honum til
reglusemi, og bæjarstjórnin varð von
bráðar að taka við honum aftur.
21. október 1865 ræðir hún um það
að koma J. Mohr fyrir úti í Hrísey, á
Ystabæ hjá Jóni Brandssyni, móti
sanngjarnri meðgjöf. En þangað til
það væri útkljáð var B. A. Steincke
faktor beðinn um að selja honum
fæði. En Jón Brandsson í Hrísey hefur
af einhverjum ástæðum ekki treyst sér
að taka við J. Mohr svo þar með var sá
draumur úr sögunni.
Ómögulegt er að segja um hver
framvindan hefði orðið í framfærslu-
máli Jóhanns Mohr ef örlögin sjálf
hefðu ekki gripið inn í, öllum sjálfsagt
til mikils léttis, þótt ekki sé fallegt að
hafa það á orði.
Þegar akureyringar vöknuðu til
daglegra starfa sinna á drungalegum
desembermorgni (þ. 14.) árið 1865
fundu þeir Jóhann Jacob Mohr
drukknaðan í Búðarlæknum. Klem-
ens Jónsson segir það eina slysið sem
vitað sé um að lækur þessi hafi valdið.
En bæta hefði mátt við að brennivínið
og lækurinn hafi lagst á eitt að verða
þessari ólánssömu niðursetu að fjör-
tjóni. Vitað var að hann hafði setið að
sumbli kvöldið áður og var orðinn
kófdrukkinn þegar menn sáu hann
síðast.
Ætla hefði mátt að raunum bæjar-
stjórnar út af Jóhanni Jacob Mohr
væri þar með lokið. Svo var þó ekki
eins og nú skal greint frá, en mála-
stapp það hafði reyndar byrjað á
meðan hann enn var á lífi.
Eins og fyrr hefur verið greint frá
andaðist móðir hans, Valgerður
Mohr, útí Danmörku árið 1864 og
eftir hana tæmdist honum dálaglegur
skildingur í arf, 354 rbd. og 40 sk.
Peningar þessir höfðu verið sendir
sýslumanni til varðveislu. Hann og
bæjarstjóm töldu þessa peninga rétt-
mæta eign bæjarfélagsins, upp í
framfærsluskuldina, og var ætlunin
að láta þá renna í fátækrasjóð bæjar-
ins og hefðu vitanlega komið arfþega
að notum hefði hann lifað lengur.
En þessi áform gengu ekki hljóða-
laust fyrir sig. Erfingjar maddömu
Geirþrúðar Thorarensen lögðu fram
skuldabréf útgefnu af J. Mohr, þar
sem hann viðurkennir skuld við erf-
ingjana að upphæð 263 rbd. og 10
skildinga.
Meirihluti bæjarstjórnar gat ekki
fellt sig við þetta, og aldrei þessu vant
stóð sýslumaður ekki einhuga með
frændum sínum í þessu máli og vill
leita samkomulags.
Út af þessu máli var svo haldinn
fundur í bæjarstjóminni með erfingj-
um G. Thorarensen, og var séra
Daníel á Hrafnagili mættur fyrir
þeirra hönd og „bauð þessvegna að
gefa upp af skuld Mohr rentur og
renturentur og það sem skuldin næmi
meiru en 250 rbd„ en því boði hafnaði
meirihluti bæjarstjómarinnar. Ekki
heldur vildi meirihlutinn gjöra þá
miðlun af erfingjarnir fengju helming
arfsins móts við hana, og kaus hún
helst að dómstólarnir skæru úr því
hvort skuldabréf Mohrs væri gilt eða
ekki.“ — Þessi samþykkt var gerð 4
október 1865 þegar Mohr var enn á
lífi.
Heimaerbezi 127