Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 28
en vorhugurinn og ástin hafa löngum átt samleið og eiga það vonandi enn. Lagið er eftir tékkann Dvorak. HUMORESQUE Þegar geislar sumarsólar signa grundir, dal og hóla, man ég brosið blítt í augum þínum. Sat ég þá hjá læk í lautu, lét mig gleyma öllum þrautum, dvaldi í draumum mínum. Þetta allt við áttum saman, yndislegt var þá og gaman er við gengum tvö í græna lundinn. Frjálsir heyrðust fuglar hjala, frítt var þá um byggðir dala, — blærinn bærði sundin. Manstu, þegar vorið á vængjum fór um dalinn, vini sína kyssti á hverjum bæ? Lækir allir þutu í leik um fjallasalinn, liðu burt og hurfu í þöglan sæ. Þér ég helga þessa óma, þessa léttu, glettnu hljóma, þetta vor í lagi og ljóði mínu. Allt það sem ég ann af hjarta, ástin mild og ljósið bjarta býr í brjósti þínu. Þegar glitrandi loft er gullskýjum vafið, geislandi sól í heiði skín, dreg ég seglin við hún og sigli út á hafið, syngjandi í byr til þín, þú astin mín. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. Gleðilegt sumar. Að kunna fótum sínum forráð Hvítan hund, Jökul. átti Lárus í Grímstungu sem gat riðið hesti og reið oft yfir vatnsföli. Ef Lárus var með tvo til reiðar, þá setti hann hvutta á bak lausa hestinum og teymdi svo undir honum. Hundurinn sneri sér fram á hestinum eins og maðurinn gerði og hafði aftur- og framfót sín hverju megin á baki og sat rólegur svoleiðis. En þegar Lárus var einhesta átti hvutti það til að stökkva upp og setjast fyrir aftan hann og var sumum hestum hálfilla við það. Einu sinni sem oftar var Lárus nauðbeygður til að sundríða og þegar fór að renna undir hund kom hann með framlappimar uppá axlir Lárusar en setti sig svo út, því hann taldi sig ekki byrgari á þessu fari heldur en að synda sjálfur. (Eftir sögn Lárusar í Grímstungu). Mér eru fornu minnin kær ... Framhald af bls. 132 - sjálfráður hvaða lamb hann tæki úr hópnum og létum við það gott heita. Á hinu búinu bjuggu Magnús Hjálmarsson og Sigríður Benónísdóttir. Á Bjarnastöðum urðu eftir tvö lömb, sitt hjá hvorum bónda. Allsstaðar var okkur boðið inn. En af því að dagurinn er orðinn stuttur seinast í októbermánuði, máttum við hvergi koma inn nema á þessum eina bæ Réttarholti, því nú þurftum við helst að ná í skímu út í Frostastaði. En þama var einna harðast að komast undan því að stansa, hjá þeim Sigríði og Magnúsi. Var Sigríður með afbrigðum greiðug og góðsöm. Hún fór inn og sótti kandís og tróð í vasa okkar. Frá Bjamastöðum héldum við út í Hjaltastaði, þar bjó að mig minnir Jón Hjalti og Helga. Þar varð eftir eitt lamb. Þaðan fórum við að Hjaltastaðahvammi. Eg get ekki munað að við kæmum neitt að Hjaltastaðakoti, líklega enginn búið þar þá. í Hjaltastaðahvammi bjó Jón Jónasson sem fluttist að Þorleifsstöðum vorið eftir og bjó þar til dauðadags. Guðrún Þorkelsdóttir hét kona hans, ljósmóðir sveitarinnar. Þar varð eitt lambið eftir. Man ég eftir að Valdi í Hvammi sonur þeirra hjóna sveif á það og dró það ofan í lambhús sem stóð þar á túninu. Rögnvaldur var um langt skeið vegavinnuverkstjóri á Öxnadalsheiði. Þegar við komum út að Frostastöðum var farið mjög að rökkva. Vorum við víst með fjögur lömb þegar þangað kom. Þegar við komum heimundir, sáum við að það var verið að reka heim fé til hýsingar, var það stór og myndarleg hjörð, sjálfsagt skipt nokkrum hundruðum. Þegar þangað kom var okkur tekið með mestu ágætum, ákveðið að við gistum þar. Á Frostastöðum bjuggu þeir feðgar Gísli Þorláksson og Magnús sonur hans. Konur þeirra Sigríður og Kristín. Það varð úr þama um kvöldið að ég fór strax inn að hvíla mig en Guðbrandur fór með Jóhanni á Ystu-Grund síðar bónda á Úlfstöðum ofan að Ystu-Grund með lambið sem þangað átti að fara, og svo fór Jóhann með honum út að Þverá með Þverárlambið og Axlarhaga. Ég var leiddur inn í baðstofu og fór að hvíla mig. Fékk þar ágætar móttökur og hlýlegar. Þegar Magnús kom inn um kvöldið og Ólafur Frímann vinnumaður hans frá því að hýsa féð töluðu þeir um hvort nokkuð mundi hafa vantað. Höfðu ekki tekið eftir golmögóttum sauð nýheimtum, héldu að hann mundi vanta og sauðahóp með honum. Eftir nokkra stund kom Guðbrandur úr Þverárferðinni. Þótti mér undrun sæta að hann sagðist hafa gengið á Gísla Gíslasyni á Þverá yfir Þverána. Hafði hann komið suður að ánni að hjálpa þeim Guðbrandi og Jóhanni og lagðist svo yfir ána svo hægt væri að ganga á honum yfir. Á Frostastöðum vorum við um nóttina og nutum vel hvíldar og hressingar, eftir því sem lúnir drengir geta bezt í skjóli og trausti íslenskrar gestrisni. Daginn eftir héldum við heim að Miklabæ. Man ekki eftir að við kæmum nokkurs staðar. En þegar heim kom var ég búinn að týna annarri fótólinni hans pabba míns. 136 Heimaerbezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.