Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 22
íslensku fararstjórarnir Agnar Guðnason ogJón
Bjarnason í Laxelfdalen í Nordkjosbotn.
bóndi á Adamsklæðum einum og nýtur árdegissólar í
draumum ungs manns (hann ber nafn eins af köppunum í
Fomaldarsögum Norðurlanda).
Árdegisverðar er svo neytt og vel veitt og hér hafa menn
unað af ámiðnum undir skógarhlíð. Héðan frá Moen eru
aðeins 35 kílómetrar til Finnes, en þar höfðum við við-
komu á norðurleið. Land er hér lægra, fjöllin komin niður
í 5—600 m. Og til Rossfjorden við Malangen eru rúmir 40
km! Á öllu þessu landsvæði, allt til næstu sveitar Bardu,
virðist blómleg byggð, bændabýli mörg og gróðursæld. Á
hægri hönd, vötn og vatnasvæði Más-árinnar, víðir dalir
til austurs og byggð þétt, en umgerð um gróðurlandið
háir, snjóþaktir tindar, sem óteljandi dalir liggja um,
flestir þröngir og djúpir. Landið hækkar fljótt er í Bardu
dalinn er komið, með Bardu-á á vinstri höndog fjallatinda
á báðar hendur allt uppí 1490 m hæð (ístindur), og dal-
urinn er næstum 20 km langur, en lækkar snögglega er við
nálgumst all stóran bæ. Bílarnir aka þar að samkomuhúsi,
þar sem ráðunautur Bardu sveitar, Roy Furuhovde,
fræðir gesti. fbúar Bardu (Kommune) sveitar eða héraðs
eru 4000, fyrir utan hermenn í stórri herstöð, sem er í
héraðinu. Landsstærð 2.676 km2 og af því er 132 km2 vötn,
en 35 km!ó ís og snjór. Hæsti fjalltoppur 1649 m.
Þetta er ung sveit, í rauninni ekki fullmótuð fyrr en 1941.
Fyrst hófst hér föst búseta árið 1791, er tvær fjölskyldur
fluttu frá Röros til Bardu. Fólk fór svo að flytja hingað frá
Suður-Noregi, /Josterdalen og Guðbrandsdal. Áður voru
hér aðeins Samar með hreinhjarðir, en nú er aðeins ein
Sama-fjölskylda eftir hér upp í fjöllunum. Héraðið hefur
115 km landamæralínu með Svíþjóð, og báðum megin
hennar er þjóðgarður á stóru svæði; öll rándýr eru friðuð.
Af þeim sökum er ákaflega erfitt með sauðfjárrækt hér, þó
landið sé vel til þess fallið, og fjárskaðar miklir af þeirra
völdum, eða um 10%. Helstu skaðvaldamir eru, jarfi,
gaupa og refur. Þetta á stóran þátt í að búskapur er á
hraðri niðurleið,
1959 voru hér 1.004 mjólkurkýr, nú 1977, aðeins 544.
Sauðfjáreign var 1959 1.190 kindur, nú 843. Við Bardu-
foss er stórt raforkuver. Fyrst voru sauðnaut flutt til
Bardu, en þegar byggðin stækkaði og ferðamanna-
straumur óx, voru þau flutt í Tromsö-hérað, en áður
höfðu þau orðið mannsbani. Inni var þeim gefið á vetrum
en rekin til fjalls á sumrin og smalað á haustin. Var það
auðvelt, smalinn hafði mélfötu meðferðis, og er barið var í
fötuna og kallað, komu þau og eltu mennina heim. Einn
smalinn lét þó lífið af þeirra völdum.
Hér skal staðar numið og haldið til Bardu Bygdetún,
bændabýlisins Lundmo. Húsin eru byggð á árunum 1790
til 1810 og var búið í þeim til 1868. Álengdar stendur lítið
bjálkahús, það er fyrsti barnaskólinn, sem reistur var í
sveit í Noregi, af bændum þessa héraðs og sá einn bónd-
inn um kennsluna. Húsið er lítið með anddyri, gæti hafa
rúmað 20—30 nemendur, aðeins ein hæð með ryftu risi.
Byggðasafnið er í byggingu, sem lýkur á þessu sumri.
Þetta er fallegur bær, sem gefur glögga innsýn í líf og störf
genginna feðra. Áður en enn lengra er haldið má geta þess,
að Bardu hérað (kommune) er talið hjarta Tromsfylkis og
eina hérað Norður-Noregs, sem ekki á land að sjó. Höfuð
atvinnuvegír hafa verið jarðrækt, eða landbúnaður, og
skógarnytjar. Stærsta veiðivatn Norður-Noregs,
Alte-vatn, 80.9 m2 að stærð, ásamt þrem laxveiðiám: Sal-
angs-ánni, Bardu-á og Skóg-á, liggja í héraðinu. Um
veiðisæld er ekki vitað af þeim sem þetta ritar, en í Más—
ánni, þótti gott að fá þrjá laxa á stöng á dag og veiði-
dagur kostaði 200 krónur norskar. Frá Setermoen liggja
vegir til fjögurra dala, Nerdalen, Sterdalen, Sordalen og
Salangsdalen, sem allir eru skógivaxnir með bænda-
býlum og smá þorpum beggja vegna dalsins. Skammt
neðan Foss-bakken, smá þorps á vinstri hönd í mynni
Spansdalen, sem liggur til versurs, er Lapphaugen við
enda Salangsdalsins. Hér er dalurinn þröngur, aðeins
fjallaskarð. Vestan skarðsins rís Spanstind 1456 m hár,
ásamt fleiri fjöllum. En austan skarðsins rís Meklefiell,
390 m hátt, og og fleiri stór fjöll. Og hér í þessu fjallaskarði
var orusta háð 12. apríl 1940. Á Lapphaugen er fagurt
minnismerki um látinn herforingja Norðmanna, Karl C.
Fleischer. (1883—1942) Við þetta minnismerki er dvalið,
og það er norskur liðsforingi, Hrafn að nafni, sem segir í
erindi frá aðdragandanum að orustunni hér, rekur síðan
gang hennar. Hann var þá 23 ára gamall og var einn
þeirra, sem börðust hér. Af þessu háa fjallaskarði er útsýn
mjög fögur vestur Gratangen og allt til Bjerkvík, þar sem
Þjóðverjar tóku land og lögðu á brattann hér upp í
skarðið. Þá voru vegir hér lakir, samanborið við það sem
nú er, aðeins malarbrautir huldar 2 metra snjólagi.
Hrafn segir: „Fólk í hinum dreifðu byggðum Norður-
Noregs var skelfingu lostið, eftir 139 ára frið. Urðu mæður
að kveðja syni sína, sem lögðu af stað til að verja land sitt
óvinaher og fóma lífi sínu fyrir föðurland sitt. Er Þjóð-
verjar réðust á Noreg 9. apríl 1940, og að mestu óvænt,
130 Heima er bezt