Heima er bezt - 01.05.1978, Page 7

Heima er bezt - 01.05.1978, Page 7
Mvnd frá Eddigehausen, sem er sveilaþorp í nágrenni Göttingen. Gamalt linditré í forgrunni en forn kastali (Blesse) ber við loft. þetta að ég ákvað þá að hætta námi, tók saman föggur mínar og fór heim til íslands og austur á Hérað. Þar hitti ég þá konu, sem síðan hefur fylgt mér á lífsleiðinni, Kristbjörgu Gestsdóttur frá Múla í Aðaldal og opinber- uðum við trúlofun okkar um haustið. Næsta vetur kenndi ég í Eiðaskóla og er það lítt í frásögur færandi. Um vorið 1958 sneri ég svo aftur til Göttingen og nú í fylgd konu minnar. og fyrsta barn okkar fæddist þar úti. Og ,vvy> hefur þú tekið til við námið aftur? Já. Ég var býsna áhugasamur fyrst, og innritaðist í „Grosspraktikum“ í grasafræði. Ég lenti þó fljótlega í Helgi við kennslu. ýmis konar þjóðfræðigrúski, tók mér m.a. fyrir hendur að gera nafnaskrá yfir þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar frænda míns, sem eru í 14-15 bindum. Var það unnið í samráði við Ragnar Jónsson í Smára, sem hafði gefið út hluta af þjóðsögunum, og vildi nú gjarnan bæta nafna- skránni við. Þessi skrásetning reyndist hins vegar miklu meira verk en ég hafði ímyndað mér. Ég vann við hana í hjáverkum í heilt ár og naut góðrar aðstoðar konu minnar við verkið. Þetta var mjög lærdómsríkt starf og um leið var það eiginlega upphaf þeirrar „fræðimennsku“ sem ég hef stundað síðan. Vorið 1959 fórum við aftur heim og um sumarið afhenti ég Ragnari handritið að nafnaskránni, sem var rúmlega 100 blaðsíður. Ég gaf Ragnari handritið, en á móti gaf hann mér eitt eintak af öllum útgáfubókum sínum, sem þá voru fáanlegar, og var það töluvert safn, sem ég hef búið að jafnan síðan. Skráin var þó aldrei gefin út. Og hvað tók þá við fyrirykkur? Ég var ráðinn stundakennari við Menntaskólann á Akur- eyri um haustið 1959, og kenndi aðallega efnafræði. Það var nú eiginlega hreinasta tilviljun að ég komst þangað. Svo var mál með vexti, að það stóð til að Steindór, aðal- náttúrufræðikennarinn, færi í framboð til alþingiskosn- inga þetta haust, og þótti Þórarni skólameistara því rétt að hafa einhvern í bakhöndinni og falaði mig til þess. (Ég hafði sama haust sótt um kennslu við Gagnfræðaskólann hérna). Af því varð þó ekki að Steindór færi í framboð, og sat skólinn því uppi með okkur báða. Vorið 1960 fékk ég þau skilaboð frá Sigurði Péturssyni gerlafræðingi í Reykjavík, að mér stæði til boða ríflegur Heima er bezl 151

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.