Heima er bezt - 01.05.1978, Page 12

Heima er bezt - 01.05.1978, Page 12
Séð inn Fljótsdal (frá Brekku). eyðileggingu, er unnið að þessu á.vissan hátt. Samt gefur það vissa von, að margir eru farnir að gera sér grein fyrir þessu og benda á leiðir til að forðast það. Hvað um þjóðmálastefnuna með tilliti til náttúruverndar?, Ég er nú ekki mikill pólitíkus, þó ég segi kunningjum mínum stundum að ég sé alltaf að fást við pólitík. Ég geri ekki mikinn mun á flokkum, finnst þeir allir vera keim- líkir. Þeir virðast ekki enn hafa skilið það á hvaða tímum við lifum, því þeir eru enn að staglast á svokölluðum „framförum“, sem fyrir löngu er vitað að engar framfarir eru, heldur oft það þveröfuga. Þetta er skiljanlegt með gamla menn, sem lifðu umskiptin í þjóðfélaginu um aldamótin, en óskiljanlegt að miðaldra menn og yngri skuli enn hafa slíkar skoðanir. Það er grátbroslegt að sjá „afrekaskrámar“ í flokksblöðunum og loforðin um nýjar framkvæmdir: Það er meiri malbikun gatna, meiri skólar, elliheimili, dagvistunarstofnanir o.s.frv., svo ekki sé nú talað um sífellt hærra kaup, til að menn geti nú eytt sem mestu í vitleysuna. Semsé: óbreytt stefna í öllum málum, þrátt fyrir þá vitneskju sem menn hafa fengið um fánýti þessara svokölluðu framfara, og jafnvel skaðsemi þeirra fyrir manninn. Það er haldið áfram að skilja mennina sundur, flokka þá niður á hinar og þessar stofnanir, gamalmenni sér, börnin sér, unglingana sér, afglapana sér og sjúklingana sér, hvert á sinni stofnun eða „heimili“, þótt vitað sé að þessi stefna hafi fyrir löngu gengið sér til húðar, og eigi verulegan þátt í þjóðfélagsvandamálunum. Helzt virðast engir mega „ganga lausir“ nema þeir sem eru svo „normal“ að það er nánast ekkert í þá varið. „ Vísindin efla alla dáð“sagði Jónas, eru þau ekki lausnin á vandanum? Vísindin eru í sjálfu sér ágæt, en þau hafa sínar takmark- anir, sem mörgum- ekki sízt vísindamönnum hættir til að gleyma. Það er furðulegt hvað margir, jafnvel skynsamir menn, geta trúað á vísindin. Menn geta haft hina ótrú- legustu hluti fyrir satt, ef sagt er að þeir séu „vísindalega sannaðir.“ Þannig eru vísindin eins konar vörumerki, en því miður er það vörumerki oft léttvægt og stundum fals- að. Vísindin geta nefnilega aldrei orðið fullkomnari en maðurinn sjálfur, sem bjó þau til, og þau hafa alla sömu vankanta og veikleika og skapari þeirra. Hagnýting vísinda (þ.e.a.s. tæknin) hefur leitt af sér marga bölvun en fátt gott. Ég hef því stundum haldið því fram í vísindafélaginu okkar hérna á Akureyri, að engin vísindi væru raunverulega hagnýt, þar sem hagnýting þeirra hefur jafnan í för með sér meiri galla en kosti. Það er tízka í þjóðfélagi nútímans að krefjast stöðugt meiri „hagnýtra“ rannsókna, því menn halda enn að það bæti efnahaginn og auki velsældina. Hins vegar hafa vísindin mikið gildi, fyrir þá sem stunda þau af alhug, því það er ein „náttúra mannsins að forvitnast“ eins og segir í Konungsskuggsjá. Hinn sanni vísindamaður hlýtur að vera víðsýnn og gera sér fulla grein fyrir takmörkum þekkingar sinnar. A ð lokum langar mig að spyrjaþig (sem náttúrufræðing):Er heimurinn allurþarsem hann erséður, er eitthvað á bak við hinn svonefnda raunverulega heim? Ég held það sé fráleitt að hann sé allur þar sem hann er séður, eða öllu heldur þar sem hann er mældur af okkar tækjum eða útreiknaður af okkar hyggjuviti. Vitneskja okkar nær ennþá ærið skammt. Við erum ennþá eins og börn, sem eru að tína skeljar á ströndinni, og hafa aðeins grun um furður hins mikla úthafs, svo notuð séu orð eðlisfræðingsins mikla, Isac Newton. Hvort við komumst einhverntíman út á hafið vil ég ekki dæma um, enda finnst mér það varða litlu. ★ ★★ Meinstríðinn kvistur Jósep Einarsson, sem bjó á Hjallalandi í Vatnsdal, þótti ákaflega sérstæður og sérkennilegur karl, greindarmaður og heljarmenni að burðum svo sem var kynfylgja hans. Þá þótti hann ákaflega greiðvikinn þegar hann vildi vel gera og ganga sögur af greiðvikni hans sem hann þó kærði sig ekki um að væri á loft haldið. Hann var og meinstríðinn, einkum þegar hann var við skál sem oft henti á efri árum hans. Hann hafði gaman af því að menn kæmu til hans og spjölluðu við hann. Sá var háttur hans að koma í veginn fyrir menn, hvort heldur þeir fóru að sumri til fyrir ofan túngarðinn eða að vetrinum þegar sleðaslóðin lá fyrir neðan túnið, og bjóða mönnum uppá „baunaseyði“ - en svo nefndi hann kaffið. Einu sinni kemur karl í veg fyrir sleðamenn, vatnsdæl- inga, sem voru á ferðinni fyrir neðan tún hjá honum, og víkur sér þar að ákveðnum bónda sem þótti ekki beint liðlegur að gera bón annarra, og spyr hann hvort hann vilji nú ekki flytja fyrir sig nokkur tré utan að (Blönduósi). Bóndinn tekur dauft í það og kveðst hafa það mikið að flytja að hann geti þetta ekki. Þá víkur Jósep sér að þeim næsta og segir: „Heldurðu að þú getir ekki tekið fyrir mig eitt eldspýtubúnt.“ Það voru þá tréin sem hann hafði í huga. (Eftir frásögn Lárusar í Grímstungu). 156 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.