Heima er bezt - 01.05.1978, Síða 14

Heima er bezt - 01.05.1978, Síða 14
Mataræði. Um mataræði má í stuttu máli segja, að þar sem annars staðar bjó heimilið sem mest að sínu og leitast var við að halda matargerð og matarvenjum í föstum skorðum frá ári til árs. Matmálstíma er áður getið. Hverjum manni var feng- inn sinn skammtur. Matarílátin voru diskur og skál, og átti hver heimilismaður sitt ílát. Skálarnar voru allar rós- óttar, sem kallað var, þ.e. á þeim voru ýmiskonar myndir, allt frá fjallkonumynd, til kínversks landslags og húsa. Piltaskálar tóku pott, en stúlknaskálar eitthvað minna, hafa líklega tekið 3A úr potti. Diskar voru miklu einleitari, voru þeir annaðhvort hvítir eða með bláum röndum, en einhvemveginn merkti hver sinn eiginn disk. Alhvítar skálar þóttu ómerkilegar, en þó mátti notast við þær á engjum, því að ekki var farið með hinar venjulegu skálar þangað. Líkt mátti segja um emaleraðar blikkskálar. Þær vildi enginn nota, ekki einu sinni á engjum. Þótt leirílátin væru brothætt, entust þau furðulengi. Man ég eftir sömu skálunum öll mín uppvaxtarár, og sagt var um eina þeirra, að hún væri yfir 30 ára gömul. Var hún að lokum spengd og endaði æfi sína á engjum. Hver og einn átti sinn spón eða skeið. Allir borðuðu með sjálfskeiðingum, gafflar þekktust ekki og hnífapör voru voru aldrei notuð nema handa gestum, minnist ég varla að hafa handleikið slíka gripi fyrr en ég kom í skóla. Ekki var eins fastákveðið með kaffibolla hvers og eins og matarílátin, en sumt af fólkinu átti þó sína bolla og drakk aldrei úr öðru, og svo var t.d. um mig eftir að ég óx upp. Þegar maturinn var borinn inn voru öll ílátin sett á borðið í baðstofunni. Ekki mötuðust þó allir við borðið heldur tók hver sína skál og disk ög mataðist á rúmi sínu með ílátin á hnjánum. Altítt var, að menn luku ekki skammti sínum, og geymdu sér þá bitann til kvölds, ef lystin skyldi þá vera meiri. Jafnskjótt og komið var á fætur á morgnana var morgundrykkur. Stundum var það kaffi, en oftar þó flóuð mjólk eða mjólkurbland. Hvort heldur sem var, fylgdi því sykur, tveir molar á mann. Framan af var mest notaður toppasykur, var allmikið verk og vandi, að klippa hann niður svo að molarnir yrðu sem jafnastir. Á styrjaldarár- unum fór aðallega að fást höggvinn sykur og hurfu þá sykurtoppamir úr sögunni. Á seinni árum var oftast ósmurð hveitibrauðssneið með morgundrykknum. Morgunmaturinn var líkur árið um kring. Brauð og smér, slátur og full skál af hræring og mjólk, var mjólkinni ætíð hellt út á áður en maturinn var borinn inn. Langmest var notuð nýmjólk, þó kom fyrir ef mjólkurlítið varð, eða á sumrin, þegar rjómi var sendur í rjómabú, að hún var blönduð með undanrenningu, en aétíð var Margrétu slíkt óljúft, og raunar ríkti sú trú, að undanrenning væri ekki mannamatur, og neysla hennar gæti valdið alls konar kvillum. Þannig var því trúað, að hún gæti valdið berkla- veiki, og gekk sú saga um eitt heimili í sveitinni, þar sem unglingar höfðu veikst af berklum, að orsakarinnar væri að leita í undanrenningarneyslu. Skyr var gert allt árið, en mest þó eftir fráfærur á sumrin. Þá var daglega gert upp í þremur til fjórum koll- um. Þegar minna var um mjólk var kollan ekki nema ein og ekki gert skyr nema annanhvorn dag eða sjaldnar. Stundum var ekkert skyr gert langan tíma seinni part vetrar. Skyrgerðin fór þannig fram, að mjólkin var flóuð, þ.e. soðin í stórum potti. Síðan var henni hellt í kollurnar og látin kólna hæfilega. Síðan var látinn í hana þétti og hleypir. Þettinn var skyr frá fyrri skyrgerð, en ef langt leið á milli varð hann ónýtur og þurfti þá að fá þétta að. Hleypirinn var gerður úr kálfsvinstrum, hét hann öðru nafni lyf. Vinstrin var reykt í eidhúsi, þegar gera átti lyf var hún þvegin og síðan lögð í bleyti nokkurn tíma. Var lögurinn síðan notaður. Tilbúin lyf geymdust iila, en hinsvegar mátti nota sömu vinstrina oftar en einu sinni, og var hún þurrkuð á milli. Síðar var farið að kaupa osta- hleypi úr kaupstað. Skyrið stóð í kollunum um sólarhring, þá var það fullhlaupið. Var því síðan hellt á síur, sem voru grófur strigi, er þaninn var á trégrind. Þegar fullsíað var og mysan að mestu úr skyrinu var það hæft til matar. Lítið af því var notað nýtt heldur safnað í ámur og látið súrna, en súrt skyr var helst ætíð í hræringnum. Súra skyrið varð að verða minnst missiris gamalt, þá var súrinn brotinn sem kallað var. Það var ljúffeng fæða. Mysunni var safnað í ílát til drykkjar og að súrsa í slátur. Hún varð einnig best þegar hún var hæfilega gömul og brotin. Ef skyrlaust varð, sem sjaldan gerðist, var grautur í stað hræringsins, og þótti ekki gott, man ég að ég heyrði Stefán kvarta um að þurfa að hafa „svartan grautinn“ á borðum. Framan af árum voru allir grautar úr bankabyggi. Var það malað heima í hverja grautargerð, en vatnsgrautur var soðinn til nokkurra daga í einu, og geymdur í tveimur trébökkum, sem fylltir voru við hverja suðu. í grauta var bankabyggið ætíð grófmalað. í ketsúpu þurfti hinsvegar að mala mjög fínt. Var það gert með því að snúa kvörninni mjög hægt. Þótti mér og fleirum það leiðindaverk og vildu heldur mala fulla skál í graut en kaffibolla af grjónum í súpu. Þegar lokið var að mala hverju sinni var kvömin sópuð með fuglsvæng, síðan var breitt yfir hana, og beið hún svo næstu mölunar. Á stríðsárunum hætti bankabygg að flytjast að mestu og komu þá hafragrjón til grautar- gerðar í þess stað. Þótti mörgum það ill skipti, en ekki þurfti að mala hafragrjónin, en nokkum tíma tók það að venjast þeim. Matarbrauð var allt úr rúgméli. Ekki var rúgurinn þó malaður heima, en svo mun þó hafa verið gert áður. Rúgmél var aldrei haft í grauta. Mest var borðað af flat- brauði. Var það bakað á glóð, stundum úti í hlóðum en oftast í eldavélinni. Deigið var flatt út í þunnar kökur, sem lagðar voru á glóðina, og síðan blásið að henni með ein- hverskonar spjaldi. Hét það að físa. Mun flatbrauð hafa verið bakað annan og þriðja hvem dag. Mörgum þótti nýbakað glóðarvolgt flatbrauð með sméri hið mesta sæl- gæti. Aldrei var ég í þeim hópi, og enn í dag er flatbrauð meðal þess matar, sem mér þykir minnst til koma. Þegar flatbrauðið var skammtað var hver kaka skorin í fjóra parta. Minnir mig að karlmönnum væri skömmtuð heil kaka í mál. Pottbrauð var bakað við og við. Það var þannig gert, að fyrst var mélgrautur látinn standa í bakka 158 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.