Heima er bezt - 01.05.1978, Blaðsíða 18
Frá Narvík Frelsisstyttan á ráðhústorginu.
á, en skógur var ekki látinn fylgja, en beit fyrir skepnurnar
í vesturhlíðum dalsins, hérna á móti. Bústofninn var þrjár
kýr og fjórar geitur. Á landinu var ekki hægt að hafa
stærra bú, fyrir utan 1 til 2 hesta, sem nauðsynlegt var að
hafa við bústörfin, og stundum fékk maðurinn minn
vinnu með hestinn utan heimilisins. Auðvitað urðum við
að rækta landið og byggja þessi hús, þá var vinnudagurinn
oft langur. Um það leyti sem þessu var öllu lokið, missti
maðurinn minn heilsuna, það var fyrir stríðið, og um
búskapinn sá ég að mestu leyti með bömunum eftir það,
en þau eru fjögur, þrjár stúlkur og einn drengur. Nú eru
þau öll að heiman farin, en þau koma heim í sumarfrí-
unum sínum og hjálpa mér. Þá var mikið að gera, slá túnið
með orfi hvað þá annað, og hugsa um skepnurnar. Á
fyrstu búskaparárum okkar hér varð ég að vinna mjólkina
heima í smjör og ost, svo kom mjólkurbúið í Narvík, en
vegurinn þangað var bara oft ófær á vetuma, því í raun-
inni var þetta bara rudd braut, og hér er venjulegast 2
metra djúpur snjór. Stundum var mjólkin flutt á sleðum út
að víkinni þama, og þaðan með bát en það tók voða
langan tíma að fara slíkar ferðir.
Svo var þessi vegur lagður, sem snjórinn er ruddur af á
vetuma, en heim á bæina verður fólkið að moka sjálft,
oftast aðeins með skóflu, og það hef ég gert undan fama
vetur. Það eru 20 ár síðan maðurinn minn dó, síðasta
verkið hans var að planta þessum trjám heim með vegin-
um, og þau eru jafnmörg árunum sem hann bjó hér. Svo
þegar bömin fóru að heiman, gafst ég.fljótt upp við að
hafa skepnur. Það eru fimm ár síðan, og nú er ég 73 ára,
hef bara svolitla garðrækt, en hér verð ég meðan ég get.
Ellilaunin mín eru 1.500 norskar á mánuði, það nægir mér
ef ég fer vel með, af því að ég á húsið. En hvað færð þú
mikið í ellilaun“?
„Helmingi minna en þú færð, eða um 200.000 íslenskar
162 Heima er bezt
krónur á ári, það nægir mér fyrir Noregsferð og neftóbaki
og mér finnst ég verja peningunum vel“.
Gamla konan brosir, og auðséð er að hún trúir þessu
varla. Nú verður karl að leysa frá skjóðunni, segja henni
frá íslandi, uppvexti sínum, og lífsbaráttu.
„Þetta hefur þá verið alveg eins og hjá okkur“, segir
gamla konan að lokum.
Kvöldið leið undur fljótt við hlýjan arinn, og vinaryl-
inn, er þessi aldraða kona miðlaði gestum sínum. Er ís-
lensku konurnar höfðu fært henni húfu, vettlinga og
slæðu, fallega muni úr íslenskri ull, varð hún hrærð.
„Nú er ég eins og drottning“, varð henni að orði, er hún
hafði skreytt sig þessum munum.
Þannig endaði kvöldið, eins og fögru ævintýrin hjá
ömmum tveggja frændþjóða í fyrri daga. Þó frú Klara sé
73 ára, er hún enn bein í baki, tigin í fasi með fögur blá
augu og hánorræn yfirlitum, þrátt fyrir mikla vinnu bæði
heima og heiman, því fyrir kom, að í vinnu fór hún með
skófluna sína, að moka möl og öðru slíku. Hefur hún
aldrei til gigtar fundið, hvað þá meir. Aðeins nú er blóð-
þrýstingur of hár, og víst hefði hún getað verið drottning.
Af fjölskyldumyndum að dæma, eru börnin hennar stór-
myndarleg, og það hefur eiginmaður hennar einnig verið.
Þó karl gestur hennar sé árrisull, mánudaginn 20. júní, er
morgunverður þegar framreiddur, og frú Klara situr með
prjónana sína við eldavélarhornið. Heldur en neyta
morgunverðar ganga þau til gripahúsa, það er aðeins eitt á
tveimur hæðum, byggt að nokkru inn í brekkubrún, stór
bygging vel við við haldin, rauðmáluð með hvítum
Fauske-kirkja.