Heima er bezt - 01.05.1978, Síða 26
THEODÓR GUNNLAUGSSON FRÁ BJARMALANDI:
Máttug
er móðurástin
r
g. sem þessar línur rita, gleymi því aldrei hve undr-
andi ég varð, þegar ég, strákanginn, heyrði fyrst
söguna um litla drenginn, sem fannst í helli, hul-
inn skógarþykkni, langt suður í löndum, og hafði
alist upp meðal úlfa. Ég sá í huganum þennan dreng,
hendast áfram með úlfunum, á fjórum fótum, og ímynd-
aði mér, að hann hefði svo sterkar tennur, að hann gæti
brutt bein, eins og úlfamir. Og ekki efaðist ég um, að hann
beitti þessum tönnum og öskraði svo heiftarlega, ef hann
væri handsamaður, að það vakti slíkan ótta í mínum
bamshuga, að það eimir jafnvel eftir af honum enn. En
hver var ástæðan fyrir því, að úlfamir átu hann ekki strax?
Og hvemig fóru þeir að því að halda í honum lífinu?
Við þessum spurningum fékk ég engin fullnægjandi
svör, enda skilningur minn á slíkum fyrirbærum harla
bágborinn. Eftirfarandi saga hygg ég þó að gefi í öllu falli
sæmilegt svar við fyrri spurningunni.
Það var seint í október 1933, að ég átti erindi út í sveit,
en þannig tókum við heiðabúarnir á Hafursstöðum ávallt
til orða. Eins og venjulega kom ég við á Ferjubakka. Þar
bjuggu þá hjónin Ólafur Gamalíelsson og Aðalheiður
Björnsdóttir. Það var ætlun mín að betla eitthvað við þau,
eins og aðrir sveitungar. Þegar ég nálgaðist bæinn, heyrði
ég högg mikil og tíð. Vissi ég þá, að Ólafur frændi, eins og
ég kallaði hann ávallt, var í smiðju sinni, því ekki sá hann
út yfir það, er sveitungar hans og ýmsir fleiri, báðu hann
að lagfæra fyrir sig. Það var hvorttveggja, að hann var
snillingur við allt, sem hann kom höndum að og hitt, að
hann hafði ráð undir rifi hverju, eins og oft er að orði
komist. Ég herti þvi gönguna heim á hlaðið, rak hausinn
inn í smiðjudyrnar og bauð góðann daginn.Ólafur hrökk
við, en áttaði sig strax, því bæði þekkti hann röddina og
snjáldrið, sem inn gægðist.
Ég gekk til hans og við tókumst í hendur. Eftir venju
skiptumst við á nokkrum gamanyrðum, áður en ég bar
upp erindi mitt. Heyri ég þá allt í einu undarleg hljóð, sem
eiga upp upptök sín í einu horninu á smiðjunni, þar sem
ég vissi að fjártíkin hans, hún Lúpa, átti bólið sitt. En
svona hljóð minntist ég ekki að hafa heyrt áður úr
hundsbarka. Mér varð því litið inn í hornið og sá þá þar
sjón, sem mér hefur orðið einna minnisstæðust um dag-
ana, sem þó eru nú orðnir yfir tuttugu og sex þúsund. Þá
170 Heima er bezl
sjón hef ég heldur ekki séð í annað sinn. f bóli Lúpu rís
upp gríðarstór, ljósgul hæna, blæs sig út og lét til sín heyra
á því máli, sem hænuungar skilja best. Var þar með fengin
skýringin á hljóðinu, sem ég áttaði mig ekki á.
Á öllu háttalagi hænunnar bjóst ég við, að bráðum
gægðust ungahöfuð undan brjóstum hennar og vængjum,
sem hún lét lafa, svo handflugfjaðrir snertu gólfið. Ég
færði mig því örlítið nær henni. En viti menn! Birtast þá
ekki skyndilega og óvænt tveir kolsvartir hausar á ungum
hvolpum, sem teygja sig fram í birtuna, undan vængjum
hennar, og horfa undrandi á mig og veröldina. Sjálfur
minnist ég aldrei að hafa séð eins snarkringlótt augu á
nokkurri skepnu og á öðrum hvolpnum. Og ekki er ég í
vafa um, að svipað gat hann sagt um mig, hefði hann mátt
mæla. Aldrei hef ég óskað eins heitt og þá að hafa á milli
handa góða myndavél.
Ég starði á þetta fyrirbæri nokkra stund, steinþegandi.
Svo leit ég til Ólafs, frænda míns, sem brosti, og hafði
áreiðanlega gaman af að fylgjast með tilburðum mínum.
Svo leysti ég ofan af skjóðunni. því nú tók forvitnin til
sinna ráða. Spurningarnar man ég nú sumar, en mun
betur svör frænda míns.
Hvernig atvikaðist það, að hænan fékk þessa ást á
hvolpunum?
Ólafur leit til mín og augun ljómuðu, þegar hann svar-
aði:
„Það er nú skrítin saga, og furðar mig ekki á, þótt þig
langi til að heyra hana. Annars gætu litlu systur sagt þér
nánar frá henni.
Fyrir nokkrum dögum, þegar ég fór að smala fé, fór
Lúpa með mér, eins og ávallt. Hún var þá nýlega gotin. Ég
lét tvo hvolpana lifa. Hún lét sér mjög annt um þá og hljóp
stundum frá mér heim, til að lofa þeim að sjúga, en kom
alltaf fljótlega til mín aftur. Þá stóð svo á, að ein hænan
okkar, sem ólm vildi leggjast á eggin, fékk það ekki. Þau
voru alltaf tekin frá henni. Það þótti ekki búmannlegt að
ætla sér að ala upp hænuunga í háskammdeginu. Aðal-
heiður mín og börnin okkar gáfu því nánar gætur og
fylgdust með því, þegar Lúpa fór með mér, hvað hvolp-
arnir létu áberandi óánægju sína í ljós, með því að væla
ámátlega nokkra stund, en hjúfruðu sig svo saman og
þögnuðu. Þau veittu því líka eftirtekt, að þessi fyrrnefnda