Heima er bezt - 01.05.1978, Qupperneq 28
ÞORSTEINN BJÖRNSSON FRÁ MIKLABÆ:
„Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla,
þar sem hamrahilla
hlær við skini sólar.
Árla fyrir óttu
ennþá meðan nóttu
grundin góða ber
græn í faðmi sér.“
(J.H.)
Nótt
• •
í Oxnadal
. æskuárum mínum lék mér mjög hugur á að sjá
/\ Öxnadalinn. Bar fleira en eitt til þess. Fjöllin
/ blöstu við sjónum minum úr afréttarlöndum
■A- okkar Blöndhlíðinga há og hrikaleg. Þau
skýldu „sæludalnum“ hans Jónasar um aldur og ævi.
Ég hafði einu sinni farið um Öxnadal í barnæsku, þá
fluttur á kviktrjám frá Miklabæ norður á Akureyri, en sá
lítið annað en brattar og klettóttar fjallabrúnir.
Loksins kom að því að ég færi norður í Öxnadal. Þegar
við Sigurður Einarsson bóndi á Hjaltastöðum, þá
vinnumaður á Miklabæ, rákum stóðið eitt vorið, áttum
við að fara norður yfir Öxnadalsheiði til þess að leita að
rauðri hryssu, fimm vetra gamalli, sem Öfeig hét. Hún
hafði strokið norður snemma um vorið eða seint um
veturinn, sem oft vildi til um sumt af Miklabæjarstóðinu i
þá daga.
Við rákum stóðið af stað síðdegis, komið undir kvöld.
Það var stór og myndarlegur hrossahópur og margar
hryssur með folöldum. Héldum við með það sem leið
liggur fram Blönduhlíðina og upp Norðurárdalinn því
sem næst fram í afréttina og slepptum því á
Hörgárdalsheiðina handan við brú.
Við höfðum rekið hægt vegna folaldshryssanna,
þurftum oft að stanza til að lofa hrossunum að bíta og
folöldunum að sjúga. Liðið var fast að miðnætti, er við
lögðum á stað áleiðis til Öxnadals að leita að Ófeig.
Hröðuðum við sem mest för okkar norður heiðina og
komum að Bakkaseli fyrri part nætur. Stofugluggi var
opinn út frá bæjardyrum, litum við þar inn og sáum að
þar sváfu Kristján bóndi Gíslason og Rósa Tómasdóttir
húsfreyja er þar bjuggu þá.
Við vöktum þau og spurðum Kristján eftir hrossunum
sem við vorum að leita að. Sagði hann að þau væru þar
frammi á dalnum handan ár, á svokölluðum
Almenningum.
Riðum við strax á braut og yfir ána framan við bæinn i
Bakkaseli. Héldum svo fram grænar eggsléttar grundir
undir háum hamrahlíðum meðfram Öxnadalsánni, þar til
við fundum stóðhópinn sem við vorum að leita að. Það
voru nokkrar stóðhryssur frá Miklabæ sem mest þráðu að
njóta góðgresis í dalakyrrðinni norður þar.
Þá var þyngsta þrautin eftir, að ná Rauðku og beizla
hana. Það var lítt, árennilegt því að hún var mjög
tryllingsleg í sjálfræðinu og frelsinu í vornætursælunni í
Öxnadal, óvön að láta skerða frelsi sitt um miðja vomótt.
Við Sigurður vorum öruggir og ákveðnir að láta okkar
ekki eftir liggja að handsama trippið. Treystum okkur
alveg á þeim árum til slíks og þvílíks og til hvers og eins ef
við vorum báðir samtaka. Það voru okkar venjulegu tök á
ótemjum að Sigurður tók í taglið en ég flipataki og um
annað eyrað. Gripum við þá stundarfast og stóðu þær þá
venjulega kyrrar eftir nokkurt þóf.
Sigurður hljóp nú inn í stóðhópinn og náði í taglið á
Rauðku. Fór nú Rauðka marga hringi og sveiflur um
hlíðar og grundir áður en ég kæmist að ná neinum tökum
til hjálpar, því að ég var að þessu sinni venju fremur
stirður í öðrum fætinum, sem ég hef haft mein í frá
barnsaldri.Var þeirra aðgangur allharður, því að
maðurinn var öflugur og sleppti aldrei tökum. Loks gat
Sigurður komið kaðalbandi í taglið og sveiflaði því um
stóran jarðfastan stein. Komst ég þá að og náði í flipann
og eyrað, eftir það stóð hún svo að við gátum lagt við hana
beislið. Glögg merki eftir stimpingamar sáust í döggvuðu
grasinu um grundir og hlíðar þama í kring.
Héldum við svo heim á leið með Ófeig í taumi. Komið
var fram um óttu er við komum ofan að Bakkaseli.
Sólarroð var um efstu tinda og brúnir þó að næturkyrrðin
grúfði hið neðra um Öxnadal. Fjöllin sýndust tiguleg,
sólroðin um efstu tinda og hamrabrúnir, græn og
grösug ofan hlíðarnar, sléttar grundir að neðan meðfram
Öxnadalsá. Lækir hoppuðu klett af kletti ofan drög og
gilskorninga: „Bunulækur blár og tær, bakkafögur á í
hvammi, sólarylur, blíður blær bunulækur fagur tær.“
Kvöddum við svo Öxnadal og héldum heim vestur að
Miklabæ með Ófeig.
Orsök til þess að hún var sótt var sú að faðir minn ætlaði
að selja hana á markað til útlanda, í stað trippis sem
vantaði, en sem betur fór kom aldrei til þess. Hitt trippið
kom í leitirnar.
Ófeig reyndist mesta farsældarhross og lifði langa ævi
sem stóðhryssa á Miklabæ.
172 Hein’ia er bezi