Heima er bezt - 01.01.1980, Blaðsíða 9
/ vöggu heima á Sjónarhœð.
2ja ára með „Gullfoss"-húfuna i myndastofu hjá Simpson Ijós-
myndara á Isafirði.
okkar námsmannanna. Ég tók stúdentspróf árið 1940 og
byrjaði strax haustið eftir í guðfræðideild Háskóla ís-
lands. Ég hafði nú aldrei verið viss framan af hvað ég
ætlaði að læra, ég hafði t.d. áhuga á flugi og sálfræði.
(Reyndar hef ég flogið flugvél nokkrar mínútur yfir
Grímseyjarsundi). Einhvernveginn endaði þetta þannig
að ekkert komst að nema guðfræðin. Og þá er það köllun,
þegar ekkert annað kemst að nema þetta eitt.
Fjóra vetur var ég í guðfræðideild og naut þess í ríkum
mæli að starfa við sunnudagaskóla, sem var í tengslum við
Háskólakapelluna, og voru það mín fyrstu persónulegu
kynni af prestsstarfi fyrir utan það, sem ég hafði numið í
föðurgarði. Ég lauk embættisprófi í guðfræði árið 1944 og
létu margir minna skólafélaga þá vígja sig til prests, 18.
júní á lýðveldisári. En ég varð ekki í þeim hópi, því að
góður fjölskylduvinur, Magnús Scheving Thorsteinsson,
styrkti mig til framhaldsnáms í guðfræði.
Eins og gefur að skilja var Evrópa öllum lokuð vegna
styrjaldarinnar, og varð því að ráði, að ég sigldi til
Bandaríkjanna. Fór ég þangað með Dettifossi, og var siglt
með skipalest. Ferðin tók alls 29 daga, því sigla þurfti alls
kyns krókaleiðir til að forðast óvinaskipin. Á nóttum varð
að byrgja öll ljós, og mátti ekki einu sinni vera á þilfari
með logandi sígarettu.
Á sunnudögum hlustuðum við farþegarnir á messu í
íslenska útvarpinu, en þegar þess naut ekki lengur við, var
farið að ræða um það, að hafa helgistund um borð.
Spurðist þá fljótt að um borð væri nýbakaður guðfræð-
ingur og var ekki að orðlengja það, að þarna í skipinu
Dettifossi úti á miðju Atlantshafi framkvæmdi ég fyrsta
prestsverkið mitt með því að annast helgistund á þilfar-
inu.
Við gerðum okkur margt til dundurs á leiðinni, m.a.
gáfum við nokkrir strákar út blað, sem hét Flugfiskurinn.
Við birtum t.d. ljóð eftir Einar Benediktsson og grein um
skáldið til heiðurs ekkju hans, sem var meðal farþega
þarna á skipinu.
Það bar til tíðinda á leiðinni, að eldsnemma einn
morguninn kom ofsalegt högg á skipið. Við glaðvöknuð-
um um leið, og héldum auðvitað að nú væri verið að
skjóta á skipið og það að sökkva. Þessi hræðsla bjó alltaf
innra með manni, og braust út við minnsta tilefni. Við
rukum upp á þilfar í einu hendingskasti og ég man, að það
fyrsta sem ég gerði þegar ég kom þangað var að líta niður
í blágrænan hafflötinn. Hugsaði ég með mér að heldur
væri það kuldaleg gröf sem okkur væri ætluð. En í sömu
mund heyrðum við ofan úr brúnni, að einhver sagði
höstuglega: „Því í andsk .... keyrið þið svona hratt?“
Hvorki fyrr né síðar hef ég orðið glaður við að heyra
blótsyrði. Hjartað hoppaði hreinlega af fögnuði yfir að
heyra orðsendinguna. Stýrimaður svaraði því til að þeir
yrðu að sigla svona hratt til að hafa við skipalestinni.
Skemmdir á Dettifossi voru mjög miklar og varð að snúa
við, og halda til hafnarborgarinnar Swansea í Englandi.
Þar var öll miðborgin í rúst af völdum loftárása. Var
dapurlegt að sjá sumt fólkið ganga um hrunin hverfi með
börnin í poka á bakinu. Þarna var svo gert að skemmdum
Heima er bezl 5