Heima er bezt - 01.01.1980, Side 13
Vígslubiskupshjónin í heimsókn hjá Páli páfa 6. á sumarsetri hans Gandolfi, rétt hjá Róm 13. september 1972.
Brátt leið að þeim degi að við skyldum til sumarseturs
páfa. Við vorum, á almenna fundinum, undir ávörpum
páfa. Við sátum nærri páfastólnum, heyrðum fagnaðar-
lætin þegar hann kom í salinn. Þarna ávarpaði hann
fjöldann á fjórum tungumáium, ef ég man rétt. Þegar
þessari samkomu lauk, leiddi séra Setzer okkur í gegnum
nokkra sali. Erindreki páfa kom svo. Okkur var vísað inn í
áheyrnarsal páfa og sagt að bíða.
Við vorum eftirvæntingarfull og óviss í því hvernig bæri
að koma fram fyrir páfa. Þá höfðum við einnig heyrt að
allir þyrftu að kyssa á hring páfa, sem gengu fyrir hann.
En svo opnuðust dyrnar, og páfi gekk inn og leysti
samstundis vanda okkar. Hann opnaði faðminn, gekk
þannig til okkar og fagnar okkur eins og værum við hans
elskuðu börn. Hann bað okkur að færa stólana okkar til
sín svo við gætum rætt saman. Samtalið snerist að mestu
um bænina og lauk samverustund okkar með því að við
báðum Faðir vorið saman. Álit mitt er að auðmjúkari og
lítillátari mann hafi ég ekki hitt, hvorki fyrr né síðar. Á
meðan á þessari stund stóð hvarflaði ekki að okkur að við
tilheyrðum sinn hvorri kirkjudeildinni. Allt slíkt þurrk-
aðist út. Við vorum gagntekin, það sem eftir var dagsins,
og ég held að við búum enn að þessum kynnum.
— Hver er munur lútersku og kaþólsku?
— í upphafi, þegar Lúter kom fram með siðbót sína,
var munurinn þó nokkuð meiri en hann er nú. Þá var hægt
að kaupa sér syndaaflausn í kaþólskunni með svokölluðum
aflátsbréfum. Var andvirði þeirra notað til að byggja Pét-
urskirkjuna í Róm. Þetta ráð lausnar á vandamálum
syndarinnar gat Lúter ekki sætt sig við. Kaþólskir leggja
mikið upp úr dýrkun dýrlinga. Þá mega kaþólskir prestar
ekki gifta sig, og klausturhald er þar við lýði. Lúter opnaði
klaustrin og sagði að menn ættu ekki að draga sig út úr
heiminum, heldur móta lífið í kring um sig. Ég er þeirrar
skoðunar að prestar hafi betri möguleika á að skilja
vandamál sem upp koma í heimilis- og fjölskyldulífi ef
þeir eru kvæntir menn, heimilisfeður.
— Óvœnt atvik hljóta œtíð að henda?
— Við því er hægt að búast.Á hverju ári er t.d. messa
tileinkuð afmæli Akureyrarkirkju. Eitt sinn við slíkt
tækifæri höfðum við séra Birgir fengið prófastinn okkar,
séra Stefán Snævarr, til að predika. Við Birgir erum báðir
mættir og skrýðumst, en ekki kemur prófastur. Á sama
augnabliki sem kirkjuklukkurnar hringja, hringir síminn.
Það er séra Stefán, og er hann staddur út á Hjalteyri, og
sagði ófært inn til Akureyrar. Nú voru góð ráð dýr. Séra
Heima er bezt 9