Heima er bezt - 01.01.1980, Qupperneq 17
vetur eða á útmánuðum, og síðan stillt
til, var kjörið færi til að sækja skóg,
eins og kallað var. Hjarn var á lág-
lendi, en áin löngum ísi lögð, og þá
aðalvegur, þótt viðsjál væri. í skógin-
um var nær aldrei hjarn. — Hesturinn
hægði á sér, þegar sveigt var inn í
göngin, sem lágu upp frá ánni. Mað-
urinn steig af sleðanum, lagði upp
ökutaumana og gekk á undan. Báðir
vissu, að þeirra gat beðið mikið erfiði.
Verst var þó oft að finna viðarköstinn
undir snjónum, því að nú var um-
hverfið allt annað en þá jörð var auð.
— Loks höfðu maður og hestur brotist
leiðina á þær stöðvar, þar sem köst-
urinn átti að vera. Á einum stað
sýndist bunga á fannbreiðunni.
Mundi hann ekki einmitt þarna und-
ir? Hesturinn var losaður frá sleðan-
um, yfir hann gjarna breitt teppi á
sveittan búkinn og honum gefin góð
heytugga, til þess að maula meðan nýs
erfiðis var beðið. Skóflan og böndin
höfðu verið leyst af sleðanum um leið
og heypokinn, og nú hófst starfið.
Það gat verið mikið strit og langsótt
að moka ofan af kestinum, draga fram
hverja hríslu og raða henni á sleðann.
Samt fylgdi þessu einhver sérstæð
nýjung, umhverfið var svo framand-
legt: Neðsti hluti trjánna var hulinn,
og þau hölluðust á ýmsa lund undan
snjónum. Þau virtust eitthvað svo
umkomulaus.
Það var rétt eins og þau vildu segja:
„Sjáðu okkur núna, hvað við eigum
bágt.“ Þau mundu samt bæta við eftir
dálitla stund: „Við réttum okkurínwt
þegar vorar.“ — Þögn skógarins er
ekki heldur alger. Það er hljóðbært.
Við og við ropar karri í trjátoppi,
eða rjúpa úar á vappi milli runna,
meðan hún safnar brumi í sarp. — Ef
til vill tekur einhvers staðar í streng
árinnar, í auðum ál milli skara. —
Einnig kann annar bóndi vera að
hlaða sleða sinn í nokkurri fjarlægð.
Slái hann klökugri hríslu við stofn,
kveður við hinn dimmi bergmálsóm-
ur, sem tré á frosinni rót eitt getur
myndað.
Það kvöldar. Förin niður að ánni
kann að reynast tafsöm og erfið.
En hún vinnst, og þá er oftast fulln-
aðarsigur unninn. Sest er á ækið, og
heimfús klárinn stígur léttan í áttina
Skógarfura frá sérkennilegu sjónarhorni.
Ljósm. Þ. Sig.
heim. Reglubundinn háttur berst að
eyrum, er skaflar kvarna ís undan
skeifum, og öðru hverju marrar í
sleðameið, þegar rífur í hjarn.
Vorið nálgast. Sólbráð um daga
hefur leyst snjóinn af hávöðum, en
fannbreiðan liggur enn nær órofin á
jafnlendi skógarins. Þá er þar skíða-
færi betra en á nokkrum öðrum stað.
Þrestir, auðnutittlingar og músarindl-
ar fara að láta til sín heyra, þegar sólin
skín. Engir íslenskir fuglar leggja jafn
mikinn innileik í söng sinn og þeir á
þessum tíma, ef grannt er hlustað.
Enn er frost á nóttum — oft mikið
eftir sólheiðan dag. Þá, þegar morgn-
ar, blasir stundum við augum fáséð
dýrð: Hrímskógur! Það er dauður
maður, sem ekki hrífst af slíkri fegurð,
— þegar snækristallarnir tindra við
sólris, um leið og þeir renna og breyt-
ast í tár. Flestir minnast hvítloðinna
trjágreina frá ýmsum tímum vetrar.
Hver hrímnál er listaverk að formi og
blikar sem silfur í tunglskinsflóði og
stjörnuskini. Þetta er nokkuð annað,
sem verður til og deyr um leið. — Fyrr
en varir eru litlu sólblysin horfin, og
kórar skógarins hefja sönginn í sælli
kyrrð.
Það er morgunn i maí. Skógurinn er
að vakna.
Þótt sólin skini vorlangan daginn,
getur enn blásið kuldagusti um norð-
lenskar byggðir frá íshafinu og tafið
gróður á bersvæði. En í skóginum er
skjól og hiti.
Snjóinn leysir ört. Vatn sest í lautir,
og i brekkuhalla sitra hvarvetna læm-
ur milli spreka og laufrasta. — Hér
kemur vorið einnig að innan: „Um
grein og stofn renna straumar hljóð-
ir.“ Rótarsafinn frá lítt frosinni jörð
nær snemma að mýkja limið, og
brumin þrútna. Börkur stofnsins
losnar, og ysta næfrið springur. Þróun
lífsins verður ekki stöðvuð.
Af hjallabrún á efstu mörkum —
þar sem vel sést yfir — er litast um að
aftni. Þar er svalt, en hitabylgja stígur
upp frá gróðurbreiðunni fyrir fótum.
Árdegis var skógurinn annar en
hann er í kvöld. Þá bar mest á rauð-
brúnum lit brumanna, sem voru í
þann veginn að rofna og ljúkast upp.
Nú slær á þau dimmblárri slikju. —
Sól nemur við fjallsbrún langt í norð-
vestri. Skuggar Vaðlaheiðar renna
saman við litblæ vaknandi laufa. —
Bláskógar!
Við slíka sýn hefur það orð mynd-
ast. Eitt raunsannra skrúðyrða tung-
unnar, sem næmt skyn eða sterk
reynsla hefur skapað. í kvöld er Blá-
skógar við hæfi, — annað orð síðar.
Það dregur góðviðrisbliku yfir
daladrög. Sunnanáttin ætlar að ganga
i lið með vorsólinni. Á morgun gerist
undrið:
Þá verður skógurinn fagurgrœnn.
Heima er bezt 13