Heima er bezt - 01.01.1980, Blaðsíða 19
eggjunum og hellið yfir fiskinn þegar
hann er gegn soðinn. Stráið rækjun-
um yfir og bakið þar til ljós litur er
kominn á jafninginn. Berið fram með
soðnum kartöflum og hrásalati.
Arabískur hrís-
grjónapottur
1V2 kg. lambakjöt
soð, salt, pipar, tímían.
1 lárviðarlauf
I
örlítið mynta, soðið þar til meyrt.
Sósan.
2 msk. karrý
2 msk. hveiti
soð
2 dl. rjómi
paprika
100 gr. gróft kókósmjöl
soðin hrísgrjón
A ðferð.
Kjötið, ásamt kryddinu sett í pott
og soðið við vægan hita í eins litlu
vatni og hægt er þar til kjötið er meyrt.
Þá er sósan bökuð upp og krydduð.
Notið soðið af kjötinu í sósuna. Síðan
þegar sósan er soðin er potturinn tek-
in af hellunni og kókósmjölinu
blandað útí. Athugið að kókósmjölið
á ekki að sjóða. Síðan þegar rétturinn
er borinn fram eru laussoðin grjónin
sett neðst á fatið sem þarf að vera
nokkuð djúpt. Loks er kjötið sett of-
aná grjónin og sósunni hellt yfir.
Laukpottur
10-20 laukar (hver laukur um 60
grömm)
300 g kjötfars
1 paprika
salt, pipar
hvítlaukssalt
smjörlíki
soð
e.t.v. hveiti.
Laukurinn skorinn í þunnar sneið-
ar og brúnaður á pönnu þar til hann
er ljósbrúnn. Búnar til bollur úr fars-
inu og brúnaðar á pönnunni með
lauknum. Stráið kryddinu yfir og
hellið soðinu útí og soðið í 10-15
mínútur við vægan hita. Þykkið sós-
una ef þurfa þykir með hveitijafningi.
Berið með hrásalat með sýrðum
rjóma.
I
Rúmenskur
kjötréttur
60 g smjör
2 laukar
500 g nautahakk
baunir % dós
1 dós tómatsúpa
salt, pipar
1 tsk. oregano
kartöflustappa
rifinn ostur
tómatar.
Aðferð.
Laukurinn saxaður smátt og látinn
krauma í smjörinu þar til hann er
ljósgulur; hakkið sett út í laukinn á
pönnunni og brúnað. Súpan og
kryddið sett útí og látið krauma. Að
síðustu er baununum blandað í.
Kartöflustöppu er sprautað í hring yst
á fatinu og kjötsósan sett á miðjuna.
Rifnum osti stráð yfir og skreytt með
tómötum. Fatið sett í ofn og osturinn
látinn renna.
Kjúklinga pflaf
1 kjúklingur
smjör til að steikja úr
6-8 sneiðar flesk
3-4 msk. matarolía
2 stengur sellerí
1- 2 laukar
1 paprika
1 tsk gurkemaje eða turmerik
'/21. soð (helst hænsnasoð)
2'/2-3 dl. hrísgrjón
2- 4 tómatar skornir í bita
Kjúklingurinn er tekinn í sundur og
skorinn í smá bita. Smjörið sett á
pönnuna og brætt. Kjúklingurinn
brúnaður og látinn krauma á pönn-
unni í 10 mínútur. Færið bitana upp á
disk, setjið matarolíuna á pönnuna og
hitið hana vel. Fleskið ásamt sell-
eríinu og lauksneiðunum brúnað. Þá
eru kjúklingarnir settir á pönnuna
aftur einnig hrísgrjónin og paprikan
sem skorin er í bita, sjóðið og krydd-
ið og látið sjóða í 10 mínútur. Þá er
brytjaður tómaturinn settur útí og
látið sjóða í aðrar 10 mínútur. Þá er
rétturinn fullsoðinn og sósan búin að
þykkna.
Heima er bezl 15