Heima er bezt - 01.01.1980, Page 32
Frímerkjasöfnun
Enn bætist við
safn „Merkra
íslendinga“
11. desember s.l. komu út þrjú ný frí-
merki í flokknum „Merkir íslending-
ar.“
Bjarni Þorsteinsson, prestur og tón-
skáld, var fæddur þann 14. október
1861 á Mel í Hraunhreppi í Mýra-
sýslu. Foreldrar hans voru Þorsteinn
Helgason, bóndi, og kona hans
Guðný Bjarnadóttir. Hann varð stú-
dent 1883 var síðan við kennslu og
skrifstofustörf þar til hann gekk i
prestaskólann og varð guðfræðingur
þaðan 1888. Sama ár vígðist hann til
Hvanneyrarprestakalls og þjónaði því
þar til hann lét af prestskap 1935.
Eftir Bjarna Þorsteinsson liggur
mikið og merkilegt ævistarf. Hann tók
saman og gaf út „íslensk þjóðlög" og
ritaði með þeim skýringar og inn-
gangsorð. Þar að auki samdi hann
ritið „íslenskir hátíðarsöngvar" og
ýmis önnur rit um íslensk sönglög,
vikivakalög og þjóðlög. íslenska
sálmasöngsbók gaf hann út. Fyrir
þessi ritstörf var hann sæmdur
prófessorsnafnbót. I tilefni aldaraf-
mælis Siglufjarðar sem verzlunar-
staðar samdi hann rit um Siglufjörð
en þar hafði hann starfað og unnið að
margvíslegum umbótamálum, bæði
sem hreppsnefndaroddviti og bæjar-
fulltrúi eftir að Siglufjörður fékk
kaupstaðarréttindi. Fyrir hin marg-
háttuðu störf sín að bæjarmálum
Siglufjarðar var hann gerður að heið-
ursborgara kaupstaðarins.
Kona hans var Sigríður Blöndal.
Bjami Þorsteinsson andaðist í
Reykjavík 2. ágúst 1938.
Pétur Guðjohnsen, organleikari, var
fæddur 29. nóvember 1812 að
Hrafnagili í Eyjafirði. Foreldrar hans
voru Guðjón Sigurðsson bóndi og
kona hans Guðlaug Magnúsdóttir.
Hann fór í Bessastaðaskóla og út-
skrifaðist þaðan 1835 en hélt síðan
utan til náms í Johnstrups kennara-
skóla og lauk prófi þaðan 1840. Eftir
heimkomuna gerðist hann organleik-
ari við Dómkirkjuna í Reykjavík og
gegndi því starfi til dauðadags, 25.
ágúst 1877. Pétur Guðjohnsen starf-
aði jafnframt sem kennari og söng-
kennari við skólana í Reykjavík og var
um langt skeið við skrifstofustörf hjá
stiftamtmanni og landshöfðingja. Þá
gaf hann út sálmasöngs- og messu-
bók. Hann var alþingismaður
1865-67. Kona hans var Guðrún Sig-
ríður Knudsen og eiga þau fjölda
niðja hérlendis og erlendis.
Aukum veg
Það má sjálfsagt telja það afrek, hve
mikið af frímerkjum Við íslendingar
gefum út, og er það því ef til vill af
tilefnislitlu að gagnrýna hvernig stað-
ið er að útgáfu frímerkja hér á landi.
Staðreyndin er þó sú, að mikið mætti
gera til að auka sölu á frímerkjum ef
rétt er á spilunum haldið. Of lítið er
gert að því að auglýsa upp frímerkin
og gera þau meira aðlaðandi til söfn-
unar. En eins og þeir vita, sem nálægt
frímerkjasöfnun hafa komið, er gildi
söfnunarinnar ekki eingöngu fólgið í
sjálfum merkjunum, þessum litlu
bréfmiðum með lími á bakinu. Það
hefur einnig mikið að segja, að hægt
er að fræðast um margt merkjanna
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tón-
skáld, fæddist 28. júní 1847 að Nesi
við Seltjöm. Foreldrar hans voru
Þórður Sveinbjömsson dómstjóri og
kona hans Kristín Knudsen. Hann
varð stúdent úr Reykjavíkurskóla
1866 og guðfræðingur úr prestaskól-
anum 1863. Skömmu síðar hélt hann
til Danmerkur og Þýskalands og lagði
stund á söngkennslu þar. Sveinbjörn
Sveinbjömsson samdi fjölda sönglaga
og merkasta tónverk hans er „Lof-
söngur í minningu íslands þúsund
ára,“ er síðar varð þjóðsöngur íslend-
inga, „Ó guð vors lands.“ Hann var
sæmdur prófessorsnafnbót 21. júlí
1911.
Kona hans var Eleanor Christie frá
Aberdeen. Hann andaðist í Kaup-
mannahöfn 23. febrúar 1927.
frímerkja
vegna. Menn fara að kynna sér, hvers
vegna merkið var gefið út, við fræð-
umst um sögu lands vors, atvinnu-
hætti, landslag, náttúru og svo mætti
lengi telja. Fyrir þá sem vilja kynnast
erlendum löndum og þjóðum, getur
vart hugsast skemmtilegri aðferð en
að safna frímerkjum frá löndunum,
nema þá e.t.v. að ferðast þangað.
Allt of lítið er gert af því, að hvetja
fólk til bréfaskrifta, þessi gamla og
góða íþrótt er að verða útdauð vegna
þess að þægilegra er að grípa símtólið.
Þetta veldur því hins vegar að stór
hluti fólks getur tæpast skrifað sendi-
bréf átakalaust. Þessu þarf að breyta.
G. M.
24 Heima er bezt