Heima er bezt - 01.01.1980, Page 37
„Þið hafið heyrt þetta Guðbjörg og Sigurður?“
„Já,“ svöruðu þau samtímis.
„Ég hefði viljað gefa ykkur eitthvað, en ég veit ekki
hvað það ætti að vera, ég verð að láta það nægja að þakka
ykkur hjartanlega fyrir auðsýnda tryggð og hollustu við
mig og mína,“ sagði Steinþór. „Mig langar að kveðja hana
mömmu þína, Siggi minn, hún er búinn að taka mörg vik
fyrir þetta heimili.“
Ólöf kom inn að rúminu hans, hann tók úrið sitt, sem lá
á borðinu og lagði það í lófa hennar.
„Þú mátt eiga þetta Ólöf mín, ef þú vilt,“ sagði hann
veikum rómi, „þú hefur víst aldrei átt úr. Þetta er gott úr,
það eru ekki nema tvö ár síðan ég keypti það.“ Ólöf heyrði
svo illa að Siggi varð að kalla í eyrun á henni.
„Ætlar blessaður húsbóndinn að gefa mér þetta,“ sagði
hún og fór að gráta. „Guð launi þér fyrir, þú hefur verið
góður húsbóndi, það má nú segja. Ég held nú bara að
þetta sé of fínt og dýrt handa mér.“ Hún grét svo mikið að
sonur hennar leiddi hana fram.
„Það þarf að líta eftir lambánum, ég ætla að reyna að
sofna,“ sagði Steinþór. „Guðbjörg systir mín, vertu hjá
mér þegar ég dey, þú hefur verið mín önnur hönd í lífinu.“
„Já, ég skal vera hjá þér,“ sagði Guðbjörg.
Við fórum fram öll nema hún. Hann dó um kvöldið.
Bjössi frá Tungufelli kom heim frá Noregi, rétt fyrir
jarðarförina. Aldrei hafði hann verið fallegri og glaðlegri
en núna. Það gladdi mig óseigjanlega að sjá hvað hann
hafði yfirstigið þunglyndið sem ásótti hann áður en hann
fór. Jarðarförin var afar fjölmenn.
Nú voru örlög mín ráðin. Nú áttum við Dóra að fara að
búa fyrir alvöru í Þrándarholti.
Ólöf lítur upp úr lestrinum og segir við við sjálfa sig:
„Þá veit ég nú ástæðuna fyrir því að þau giftust ekki,
blessaðar manneskjurnar sem gengu mér í foreldrastað.“
En nú er dyrabjöllunni hringt, hún fer til dyra. Þar er
komin vinkona hennar sem býr niðri í húsinu og spyr
hvort hún vilji ekki koma til sín um stund.
„Ekki fyrr en á morgun, þakka þér fyrir. Ég er að lesa
gamlar endurminningar og ætla ekki að hætta fyrr en ég
er búin,“ segir Ólöf.
„Jæja, það er gott að þér leiðist ekki,“ segir grannkonan
og fer.
En Ólöf heldur áfram að lesa.
Nú komu og fóru mörg ár sem voru hvert öðru lík.
Búskapurinn í Þrándarholti gekk vel og samkomulagið
var svo gott að ekki varð á betra kosið. Sigurður og gömlu
konumar voru ánægð. Nú var ekki heimilisfólkið fleira á
vetuma. Ég var orðinn einn í húsinu og fannst það ein-
manalegt, einkum fyrst eftir að fóstri minn dó.
Á sumrin höfðum við oftast kaupamann og krakka til
snúninga.
Dóra sat ekki í sekk og ösku, þó hún ætlaði ekki að
giftast. Hún var glaðleg og dagfarsgóð á heimilinu og glöð
og veitul þegar gesti bar að garði og við fórum oft á
skemmtanir í Vikinni.
Dóra bar af öðrum stúlkum í sjón og raun og karlmenn
vildu gjarna komast í kunningsskap við hana, en það var
vonlaust, það vissi ég.
Bjössi á Tungufelli varð kennari á Hvoli í Hamradal
haustið eftir að hann kom úr siglingunni og var sagt að
hann ætti miklum vinsældum að fagna og ég var svo sem
ekkert hissa á þvi.
Hann var heima á Tungufelli á sumrin. Þriðja veturinn
sem hann var kennari á Hvoli skrifaði hann að hann væri
opinberlega trúlofaður stúlku sem héti Úlfhildur Rögn-
valdsdóttir og þau ætluðu að fara að búa á Úlfsstöðum um
vorið á móti foreldrum hennar. Þau komu í heimsókn um
sumarið. Úlla var orðin þroskuð og yndisleg stúlka og
hjónin á Tungufelli voru ósköp ánægð með hana fyrir
tengdadóttur.
Nú var útséð um að Bjössi yrði bóndi á Tungufelli, en
foreldrar hans voru orðin gömul og þreytt. Þá réðist það
að sonur Gunnars sáluga, Þórarinn að nafni, flutti til
þeirra, ungur maður og efnilegur og laus við veikleika
föður síns. Hann var nýlega giftur og tóku þau hjónin að
mestu við búsforráðum á Tungufelli. Annað sumarið sem
hann var þar, var hafist handa um byggingu á stóru og
vönduðu íbúðarhúsi þar.
Heima er bezt 29