Heima er bezt - 01.01.1980, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.01.1980, Blaðsíða 39
„Þetta er gott bréf,“ sagði ég að loknum lestri. „Já, það er eins og hún sjálf, blessunun,“ sagði Guð- björg. „Við verðum að reyna að lofa henni að vera þarna eins lengi og hana langar til. Það þarf ekki að tæta mikið í vetur, það er svo mikið til af nærfötum og sokkum og vettlingum. „Já, það hlýtur að komast af,“ sagði ég. „En heyrðu Guðbjörg, það liggur við að ég öfundi hann Bjössa, ekki af því að vera kennari á Hvoli. Ég hef aldrei haft löngun til þess, en ég kunni ósköp vel við mig í dalnum og ég var, þér að segja, svolítið skotinn í henni Úllu litlu, en hún var nú reyndar bara krakki þá. Ég öfunda hann af því að eiga hana og tvö yndisleg börn og búa á Úlfsstöðum. Þegar þau voru trúlofuð Dóra og Erlendur, þá dreymdi mig um að fara héðan, helst austur í Hamradal, en það fór nú eins og það fór. Mér finnst stundum að þetta vera eitthvað svo tilgangslaust líf. Við Dóra erum enn á besta aldri. Ég heyrði hana einu sinni segja að hún myndi aldrei á ævinni elska annan mann en Erlend. „Ekki fyr en þessi nálspor verða að dufti og ösku,“ sagði hún. Heldurðu nú að það væri synd að brenna þessa blaðaslíðru, á meðan hún er í burtu?“ „Já,“ svaraði Guðbjörg hiklaust. „Ekki vildi ég hafa það á samviskunni. Það yrði bara til ógæfu, henni og öðrum. Hún hefur nú einu sinni tekið þetta í sig og hún er óskaplega einþykk, hún Dóra mín. Ég hjálpaði henni að setja upp þessa blaðaslíðru, en ég átti bágt með það og ég get sagt þér það, að mér hefur alltaf leiðst að horfa á hana — það væri óhæfa og ég mun aldrei gera það, ekki þó engill af himnum birtist mér og segði mér að gera það.“ Guðbjörg horfði á mig, fast og raunalega, svo sagði hún: „Dóra mín veit ekki það sem við vitum. Bjössi sagði mömmu sinni það, þegar hann átti sem bágast og hún sagði mér það, en ég gat ekki sagt henni það og mun aldrei geta það. Heldurðu að þú gætir sagt henni það, Ásgeir minn?“ „Nei,“ sagði ég, lágt en ákveðið, „ég veit hvað þú átt við og ég lofaði henni Dísu sem hérna var að hún skyldi ekki frétta það frá mér.“ Og svo háttuðum við en mér gekk ekki vel að sofna, þó ég kynni vel við mig í litlu baðstofunni. Minningarnar héldu vöku fyrir mér. Og mér datt í hug að kannski trú- lofaðist hún einhverjum þarna fyrir austan og þá gæti ég siglt minn sjó — og vissi þá að það var vonlaust. Það átti ekki fyrir aumingja Dóru að liggja að sjá vorið í Hamradal. Ólöf gamla fékk slag á nýársdag og varð ósjálfbjarga og sígrátandi og mátti varla víkja frá rúminu hennar. það var of erfitt fyrir Guðbjörgu og Kötu að annast hana, með öðru sem þær höfðu að gera. Ég náði símasambandi við hana fjórða janúar. Þegar hún heyrði hvernig komið var sagði hún: „Ég kem svo fljótt sem ég get.“ Og það gerði hún. 30. KAFLI Hefurðu gleymt þessu Guðbjörg? Ólöf gamla var dáin og Guðbjörg var orðin gömul og þreytt og sjóndöpur. Dóru fannst fannst tómlegt á heimilinu og hafði nú samband við Ásdísi, hana Dísu, sem var kaupakona í Þrándarholti sumarið sem hann Erlendur var þar. Hún hafði átt heima í Furuvík öll þessi ár, unnið í fiski á sumrin og þvegið þvotta og gólf á vetrum. Dóra hafði stundum hitt hana þegar hún fór til Furuvíkur og gefið henni smjör og egg og oft sent henni eitthvað þegar ferðir féllu.Henni þótti vænt um Dóru og var við mig eins og hún ætti i mér hvert bein. Dóra hafði veður af því að hún væri orðin leið á þessum störfum og leið á að hugsa um mat handa sér einni og vera ein í kjallaraherbergi. Hún spurði hana þá að því hvort hún vildi ekki flytja að Þrándarholti. Vera þar vinnukona, meðan heilsan entist og ef hún yrði lasburða þá skyldi hún reyna að hlynna að henni og sjá um að hún þyrfti ekki að vera á neinum hrakhólum. Aumingja Dísa varð lifandi fegin, sagði að hvergi hefði sér liðið eins vel og hjá henni. Og svo kom hún sjóleiðis fjórtánda maí. Ég sótti hana og farangur hennar niður í Beruvík. Það var sólbjartur sunnudagur og mér varð hugsað aftur í tímann, þegar ég sótti hann Erlend niður í Víkina, það var á svona sunnudegi. Hvað var nú langt síðan? Ég fór að grufla. Dóra var tvítug þá nú var hún þrjátíu og tveggja. Það var þá fyrir tólf árum. Guðbjörg og Dóra fögnuðu Dísu og við drukkum öll kaffi og súkkulaði í maskínuhúsinu. Svo fórum við Siggi inn. Ég sat dálitla stund inni í húsinu og las sendibréf, sem Dísa hafði komið með, það var frá Boggu systur minni, sem var gift í Furuvík, mamma var dáin fyrir nokkrum árum. Svo fór ég að líta eftir kindum. Þegar ég gekk fram göngin voru dyrnar að litlu baðstofunni galopnar og ég heyri háværan málróm Dísu: „Hún er falleg og hlýleg, þessi blessuð litla baðstofa og allt eins og þegar ég var hérna. En hvar er myndin: „Drottinn blessi heimilið?“ Hún er horfin, en hvað er nú þar sem hún var? Blaðaslíðra og hvaða stafir eru þetta? E.V. og H.S. Ó, elsku Dóra mín, því ertu að hafa þetta daglega fyrir augum? Veistu ekki hvernig hann var, manngarmurinn hann Erlendur?“ Ég gekk inn á gólfið, mér brá að heyra þetta. „Nei,“ sagði Dóra, „hann var enginn garmur.“ „Jú, víst var hann garmur að geta verið þér ótrúr, eins og þú ert góð og eins og þér þótti vænt um hann,“ sagði Dísa. Guðbjörg settist á rúmið hjá Dísu, ég sá að hún tók um hönd hennar — hún reyndi að þagga niður í henni. Dóra starði svo undrandi á Dísu, að ég hélt að hún væri Heima er bezt 31

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.