Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1980, Qupperneq 40

Heima er bezt - 01.01.1980, Qupperneq 40
að verða að steingerfingi. „Því segirðu þetta?“ stundi hún upp. „Af því að það er sannleikur, ég er vön að segja eins og er. Ég held að ég vissi að hann var í rúminu hjá henni frú Haflínu, þegar Ólafur var ekki heima. Þau sváfu uppi á lofti en ég í kompunni inn af eldhúsinu, ég vissi það samt. Mig langaði til að skamma hann, því mér þótti og þykir svo vænt um þig, en ég gerði það ekki, hélt að það þætti óþörf afskiptasemi og gæti hafst illt af því. En þegar ég heyrði látið hans, þá fannst mér svo sannarlega að þetta væri réttlát hefnd á hann. En ég hef aldrei viljað tala um hann við þig, ég hélt að það ýfði sárin. Og ég hef ekki talað um það við neinn nema hann Ásgeir þarna, ég hélt að hann hefði sagt þér það.“ Dóra leit á mig. Hún var náföl. „Því sagðirðu mér þetta ekki, Geiri?“ spurði hún. „Ég gat það ekki, ég gat ekki fengið mig til þess,“ svaraði ég. „Guðbjörg, þú sagðir mér að hann hefði verið drukkinn og Bjössi strítt honum. Vissirðu þetta?“ spurði Dóra. „Ekki þá, ég vissi það ekki fyrr en nokkru seinna,“ svaraði Guðbjörg. „Því sagðirðu mér það ekki,“ spurði Dóra. „Ég gat það ekki, elsku barnið mitt, fyrirgefðu mér, hafi það verið vanhugsað," sagði Guðbjörg. „Ég fyrirgef, ef það er nokkuð að fyrirgefa," sagði Dóra. „Vissi pabbi þetta?“ „Nei,“ svaraði Guðbjörg, „hann vissi það aldrei.“ „Hann hefði kannski sagt mér það,“ sagði Dóra. „Er- lendur var mér ótrúr, þessvegna hefur hann hrapað. Ég held að aumingja Bjössi hefði ekki þurft að kveljast svona af samviskubiti. Það þorði enginn að segja mér sannleik- ann, nema þú Dísa mín, þú skalt njóta þess en ekki gjalda «« En nú gekk Sigurður Vigfússon inn á gólfið. Hann hafði staðið um stund í dyrunum. Hann gekk til Guðbjargar rétti henni litla skrautlega, pappaöskju, rauða með gyllt- um röndum. „Hefurðu gleymt þessu Guðbjörg?“ spurði hann. „Nú var það Guðbjörg sem fölnaði. „Nei, ég hef engu gleymt,“ svaraði hún. „Er nú ekki kominn tími til að hún Halldóra fái að heyra allan sannleikann?" spurði Sigurður „Jú, segðu sögu þína,“ sagði Guðbjörg lágt og raunalega. „Hún er nú sú, að þegar ég var að fara úr Furuvík, daginn eftir að hann Erlendur hrapaði, þá stóð hann Konráð Torfason gullsmiður í húsdyrum sínum og kall- aði til mín og bað mig að tala við sig. „Ég var heppinn að ná í þig,“ sagði hann, „ég var að smíða hringa fyrir hann Erlend Valdimarsson, hann kom til mín í gærmorgun og ætlaði að taka þá, sagðist vera að fara að Þrándarholti og ætla að vera þar um jólin. Þeir voru ekki tilbúnir, en ég sagðist skyldi senda honum þá, ef ég fengi góða ferð. Hann langaði auðvitað til að fá þá fyrir jólin.“ Þá sagði ég honum frá slysinu, honum brá voðalega. „Ég vakti í nótt við að ljúka við þá og fleira og þá var maðurinn dáinn. Þetta er svo hörmulegt, hvernig á ég að snúa mér í þessu?“ spurði hann. „Var hann búinn að borga þá?“ spurði ég. „Nei,“ svaraði Konráð, „Það átti að bíða þangað til hann kæmi aftur.“ „Ég skal borga þá,“ sagði ég „og ráðstafa þeim eins vel og ég hef vit til.“ Hann varð feginn og ég borgaði hringana og þegar heim kom þá fékk ég Guðbjörgu þá, og sagði henni sögu þeirra. Hún spurði mig hvað þeir hefðu kostað og greiddi mér andvirði þeirra, og svo bað hún mig að geyma þá, og tala ekki um þá við neinn, ég lofaði því og hef trúlega efnt það. En ég er ekki eigandi þeirra og verð feginn að þeir komist í réttar hendur.“ Guðbjörg sat hnípin, með öskjuna, hún sagði: „Nú verð ég víst aftur að biðja afsökunar, ég þorði ekki að fá þér hringana, Dóra mín, ég hélt að það myndi auka sorg þína. Og pabbi þinn var svo veikur, ég hélt að hann kæmist í geðshræringu ef hann sæi þá. Mér fannst Sigurður hafa breytt vel og viturlega og ég trúði honum betur en sjálfri mér, til þess að geyma þá og þegja yfir þeim. En þetta hefur kannski ekki verið rétt hugsað, en Guð veit að ég gerði það í góðum tilgangi." Hún fékk Dóru hringana. „Taktu við þeim og gerðu við þá hvað sem þú vilt og fyrirgefðu mér.“ Dóra tók við hringunum og sagði: „Ég á nú víst heldur að þakka en fyrirgefa, ég finn að þið hafið breytt göfug- mannlega.“ Hún tók hringana upp úr öskjunni og lét þá liggja í lófa sínum. „Ef að hann Erlendur hefði verið eins góður og göfug- lyndur og þið, þá hefði verið gaman að lifa,“ sagði hún. „Ég ætla að geyma þessa hringa. Kannski læt ég ein- hvemtíma smíða úr þeim og gef þeim sem mér þykir vænst um, hvort sem það verður karl eða kona. Ég vona að það fylgi þeim ekki neitt ólán.“ Ólöf lítur á stóran gullhring með steini, sem glampar á hönd hennar. „Blessuð gamla fóstra mín, henni hefur þá þótt vænst um mig af öllum,“ segir hún við sjálfa sig. Hringurinn var fermingargjöf frá Halldóru í Þrándarholti. Og hún heldur áfram að lesa: Dóra hélt áfram: „Við skulum láta þetta vera sem ótalað og aldrei minnast á það. En eitt ætla ég að gera.“ Hún tók niður blaðaslíðruna. „Guðbjörg, hvar er myndin sem var þarna áður?“ Guðbjörg tók hana upp úr kommóðuskúffu og rétti henni hana. Dóra hengdi hana upp á þilið og sagði: „Það hlýtur að hafa angrað ykkur aðhorfa á hana öll þessi ár. Fyrirgefið mér ef þið getið.“ „Já, sannarlega gerum við það,“ sögðum við öll. „Guði sé lof fyrir þessi skipti,“ sagði Dísa, „og ég verð að segja það, og ég skyldi ekki hika við að segja það, þó það væri mitt síðasta orð í þessu lífi: „Hann Erlendur 32 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.