Heima er bezt - 01.09.1981, Side 4
Athafnaþráin
sigraði myrkfælnina
í líkhúsinu
hef alltaf verið þeirrar
' J skoðunar að í vinnunni ætti
að felast gleði, en þessa afstöðu
finnst mér verið að rífa niður hin
síðari ár. Ég tel það mestu dá-
semd, sem hægt er að hugsa sér
að vera frískur og geta unnið,
lagt eitthvað af mörkum til þjóð-
arbúsins.^^
Ottó A. Michelsen
forstjóri IBM á íslandi
GUÐBRANDUR MAGNÚSSON skráði
Þótt viðskiptalífið væri heldur fábreytt á Króknum á
uppvaxtarárum mínum þar, höfðum við strákarnir
ýmis ráð til þess að afla okkur tekna. Oft sátum við
til dæmis inni á símstöðinni og spiluðum lander, en hlupum
svo með skeyti eða boð til manna um að koma í símann og
fengum fimm aura í hvert skipti. Strax og ég gat haldið á
árum fór ég að fara með Pálma Sighvats, og Sighvati á
stöðinni til þess að draga fyrir. Yfirleitt fékk ég allan kol-
ann, sem kom í netin fyrir að passa prammann fyrir þá, en í
þeirra hlut kom laxinn og silungurinn.
Suma daga gat ég selt kola og rauðsprettu fyrir tvær
krónur samtals. Áberandi besti viðskiptavinur minn var
Guðmundur Sveinsson frá Hóli, sem þá var skrifstofu-
maður hjá kaupfélaginu. Synir hans eru vel kunnir, Stefán
þingmaður, Árni skólastjóri á Laugarvatni og Sveinn
hestamaður, en dætrunum gleymi ég ekki; þær voru mikil
bæjarprýði.
Sá, sem hér hefur orðið er Ottó A. Michelsen, forstjóri,
umsvifamikill maður í viðskiptalífinu í höfuðborginni.
Margt hefur drifið á daga hans frá því að hann steig fyrstu
sporin á því sviði sem lýst var hér að framan norður á
Sauðárkróki á þriðja tug aldarinnar. Hann hefur fallist á að
rifja upp ýmislegt af því í viðtali við Heima er bezt. Þótt í
mörgu sé að snúast hjá þessum athafnasama forstjóra úti-
bús alþjóðafyrirtækisins IBM hér á landi gefur hann sér
góðan tíma þar sem við sitjum í vistlegri skrifstofu hans í
aðalstöðvum IBM í Reykjavík til þess að líta til baka og
segja frá mönnum og málefnum.
En það er við hæfi að halda áfram þaðan sem frá var
horfið á Sauðárkróki hér í upphafinu og gefa Ottó aftur
orðið:
276 Heima er bezl