Heima er bezt - 01.09.1981, Síða 14
2. _________________________________________
Sigurður Stefánsson gerðist sjósóknarmaður
ungur að aldri, fyrst á árabátum, en síðan á
hákarlaskútum eyfirzkra útvegsbænda,
einkum Jörundar Jónssonar í Hrísey, Hákarla-
Jörundar. Geymzt hafa nokkrar sjóferðavísur
Sigurðar frá þeim tíma, og eru tvær þannig.
kveðnar um Hafsúhma og Sailor. fræg hákarla-
skip:
Gnoðin kafar saltan sjá.
svignar trafið þunna.
boðar skrafa bláir á
brjóstum Hafsúlunnar.
Það var og eitt sinn, þegar Sigurður reri á
hákarlaskipi eyfirzku, að ungur maður. skipsfé-
lagi hans, kvaðst hlakka til að komast í land og í
tæri við stúlkurnar. Sigurður lagði honum þá í
munn þessa vísu:
Hof á
Höfðaströnd
Sést inn Unadal.
Ljösmynd:
Páll Jónsson.
Stund ég feginn þrái þá
— þrautir deyja harðar.
þegar meyjar mætar sjá
má ég Eyjafjarðar.
Sailor skríður sílajörð,
sveipaður fríðum voðum.
inn á blíðan Eyjafjörð
undan stríðum boðum.*
* Heimildarmaður minn að báðum þessum vísum var Sig-
urður Helgason. Sauðárkróki. dóttursonur Sigurðar í
Garðshorni. Þær eru prentaðar án höfundarnafns í svnis-
bókinni Hafrœnu. Rvík 1923. sem Guðm. Finnbogason gaf
út. en hafðar þar á þessa leið (bls. 283):
Gnoðin kafar saltan sjá. Saitor sníður sila jörð.
syngur trafið þunna. sveipaður þíðum voðum.
boðar skrafa bláir á inn á fríðan F.vjafjörð
bringu Hafsiílimnar. undan skríður gnoðum.
Samtímis varð honum hugsað heim í Skaga-
fjörð. þar sem konuefnið beið hans:
Lukkan haga léki' í hönd.
linaðist bagagjörðin.
mætti slaga áraönd
inn á Skagafjörðinn.
Þar ég kvíða þarf ei hót.
þar mun stríði linna.
þar ég fríða þekki snót.
þar má blíðu finna.
286 Heima er bezl