Heima er bezt - 01.09.1981, Side 18

Heima er bezt - 01.09.1981, Side 18
Þegar þessi mynd var tekin voru úrslit í biskupskjöri ekki kunn, en þarna standa fráfarandi biskupshjón og núverandi. Heima er bezt óskar séra Pétri og frú Sólveigu til hamingju. er það Hólafélagið sem nú sér um hátíðina. Hún fer fram í 17. viku sumars og í sambandi við hana hefur verið hátíðarguðsþjónusta í dóm- kirkjunni, að viðstöddum allflestum klerkum Hólastiftis. Hátíðin hefst með klukknahring- ingu og prestar ásamt biskupnum yfir íslandi, herra Sigurbirni Einarssyni, ganga til kirkju. Þetta var eitt af síð- ustu embættisverkum herra Sigur- björns. Fjórir prestar þjónuðu fyrir altari í messunni og biskupinn pre- dikaði. Kirkjukór Sauðárkróks söng við messuna undir stjórn Jóns Björnssonar tónskálds frá Hafsteins- stöðum. Mikið fjölmenni var og kirkjan full út að dyrum. Þurftu margir að standa, en gárungarnir héldu því fram að fleiri hefðu þurft að sitja og færri fengið að standa, en bekkir Hólakirkju eru mjög óþægi- legir og þreytandi að sitja í þeim. Að lokinni messu fóru kirkjugestir í kaffi í nýja barnaskólanum sem stendur rétt norðan við sjálfan Hóla- stað. Veður var gott og milt og nutu kirkjugestir þess að rölta um þessar sögufrægu slóðir, þar sem nær hver þúfa er merkur sögustaður. Maður minnist átakanna sem þarna urðu þegar maður gengur fram hjá virki Jóns Arasonar og um leið og maður gengur niður að barnaskólanum leiðir maður ósjálfrátt hugann að þeim miklu umsvifum sem hér voru í eina tíð. Maður lokar augunum og sér fyrir sér þegar staðarmenn koma með varning úr skipum sem lágu niður við Kolkuós; hófatak hestanna, marr í leðri og svitalykt. Eða þá þegar Líka- böng, klukkan mikla, tók að hringja sjálfkrafa þegar líkfylgd Jóns biskups Arasonar og sona hans kom norður og hringdi svo ákaflega að hún sprakk áður en líkfylgdin kom heim að Hól- um. Já, hér lifir fortíðin og minnir á sig við hvert fótmál. Eftir kaffidrykkjuna halda menn að nýju til kirkjunnar og fer nú fram hin eiginlega Hólahátíð. Séra Árni Sig- urðsson prestur á Blönduósi setti hátíðina með ávarpi. Að því loknu upphófst fagur söngur bóndans í Keflavík í Rípurhreppi, Jóhanns Más Jóhannssonar. Bóndinn sá hefur svo fallega söngrödd að honum tekst að fá fólkið til að gleyma því um stund hve bekkirnir eru óþægilegir. Að söngnum loknum er flutt ræða sem alla jafnan er haldin af leik- manni. Að þessu sinni er ræðumað- urinn Jónas Þórisson kristniboði, en hátíðin er helguð kristniboðsárinu. Jónas rakti sögu kristniboðsins víða um lönd, sérstaklega í Konsó, þar sem hann hefur starfað mest. Eftir að kirkjukór Sauðárkrókskirkju hafði sungið nokkur ættjarðarlög, sté Óskar Magnússon í Tungunesi í pontu og flutti ljóð eftir sjálfan sig. Það var svo séra Pétur Sigurgeirs- son vígslubiskup Hólastiftis sem sleit samkomunni og þakkaði gestum komuna og þátttökuna í hátíðarhöld- unum. Eftir það fóru gestir að tínast burtu frá staðnum, en klerkar urðu eftir, þeir ætluðu að þinga daginn eftir og meðal annars ráða ráðum sínum varðandi framtíð Hólastaðar. 290 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.