Heima er bezt - 01.09.1981, Page 19
Vér getum endurreist
biskupsstól á Hólum
Ávarp flutt við setningu há-
tíðarsamkomu á Hólahátíð
16. ágúst 1981 af sr. Árna
Sigurðssyni formanni
Hólafélagsins.
Að þessu sinni höldum vér Hóla-
hátíð á 1000 ára afmælisári kristni-
boðs á íslandi. Þessara timamóta hefir
þegar verið minnst víða um land. Og
hefir Hólahátíðin að þessu sinni borið
svipmót sitt af þessu afmælisári.
Þáttur biskupsstólsins hér á Hólum
í boðun trúarinnar, frá fyrstu tíð, er
eigi lítill né skammur. Það hefir verið
sagt réttilega, að kirkjan, á hverjum
tíma sé og ætti að vera kristniboðs-
kirkja og þannig hygg ég, að kirkjan
hér norðanlands hafi verið frá önd-
verðu.
í því sambandi minnumst vér hans
er fyrstur hóf merki Guðskristni hér á
Hólastað. „Helgan Jón, engilmæran,
íturfríðan," eins og sr. Matthías orð-
aði það. Á hans biskupstíð mátti segja,
að kirkjan hefði staðið á hátindi and-
legra yfirburða, þá áttu Hólar hlut-
deild í hjörtum og hugum Norðlend-
inga, meir en nokkru sinni fyrr eða
síðar. Þá varð til orðatiltækið „Heim
að Hólum,“. Hinn blessaði biskup átti
mikinn þátt í að festa rætur kristinnar
trúar á Norðurlandi með lærdómi
sínum og yfirburða glæsimennsku.
Vér minnumst einnig afreks-
mannsins Guðbrandar, „er hnígin var
sól yfir Hólastól og hamingjan forna,“
hóf hann merkið að nýju. „Guðs orð
talar, hjörtun hitna, hugir vakna, titr-
ar sál,“ er nýr siður var runninn yfir
helgan stað. Því hefir réttilega verið
haldið fram, að siðskiptamennirnir
hafi kennt þjóðinni að lesa. Það var
fyrir starf Guðbrands biskups, að ís-
lendingar fengu helga bók í hendur og
gátu tileinkað sér hana á móðurmáli
sínu. Lestrarkunnáttan var grund-
völlurinn að allri menntun og fram-
förum í landinu.
Senn líður að því, að 4. aldir eru
liðnar síðan Guðbrandsbiblía var
Séra Árni Sigurðsson formaður Hóla-
félagsins.
prentuð og gefin út hér á Hólum og
verður þess minnst á sínum tíma.
Einnig er vert, að minnast annara
tímamóta hér á þessu ári, en 100 ár
eru síðan Skagfirðingar eignuðust
Hólastað, þ.e. sýslunefnd Skagafjarð-
arsýslu náði eignarhaldi á staðnum, er
áður var kominn í einkaeign.
Kaupverðið var kr. 13.500,-, bæjar-
hús, kirkjan, fénaðarhús og sex kú-
gildi fylgdu. Það er þess vegna mikil
ástæða, til þess að minnast og þakka
þessa manndóms og framsýni Skag-
firðinga, en með stofnun Bændaskól-
ans hér á Hólum, sem á næsta ári er
100 ára, féll staðurinn aldrei í þá lægð,
sem urðu örlög Skálholts, eins og
kunnugt er.
Þannig hefir rás tímanna ofið sinn
örlagaþráð um stað og þá menn, er
hér sátu og gerðu garðinn frægan.
En hvað mun framtíðin bera í
skauti sér hvað Hóla varða?
Vér getum eigi horfið aftur til lið-
inna alda, en vér getum gert hlut
Hóla, sem stærstan í náinni framtíð,
sem hæfir helgi staðarins og sögu.
Vér getum endurreist biskupsstól
og kirkjulegt menningarsetur.
Hólastaður var í öndverðu gefinn
til ævarandi biskupsseturs. Um leið og
þjóðin tók við þessum gjöfum með
endurheimt sjálfstæðis úr höndum
Dana bar landsstjórninni, að efna
þetta helga heit um ævinlega gjöf
kirkju Krists til handa. Það hefir nú
verið uppfyllt hvað varðar Skálholts-
stað, en ríkisstjómin afhenti Þjóð-
kirkju íslands staðinn árið 1964.
Hvað varðar Hóla eru aðstæður
allólíkar. En nú á þessu ári hefir stór
áfangi náðst í þá átt, að kirkjan fái
endurheimt land undir starfsemi sína
hér á staðnum. Munu samningar við
stjórnvöld um skiptingu lands milli
Bændaskólans og kirkjunnar, vera
skammt undan. Er þessa vissulega
einnig vert að minnast á þessu
kristniboðsári.
Unnið hefir verið að framtíðar-
skipulagi staðarins, eins og áður hefir
komið fram. Mörg mál er varða stað
og kirkju hér á Hólum mætti ræða, en
það verður að bíða annars tíma.
Það er því von vor og bæn á þessum
bjarta og fagra Hóladegi, að vér
mættum sjá vonir þjóðskáldsins sr.
Matthíasar rætast, er hann segir í
kvæðabálki sínum um Hólastifti:
„Dagur er uppi, dynur í lofti, niður
mót nýöld, nútímans hjól, / þriðja
sinn þjóðu, þráir að lýsa, náðarsól ný
yfir Norðurlands stól.“
Heima er bezl 291