Heima er bezt - 01.09.1981, Síða 23
Fra b
Grænlandi
Eftir
Steindór Steindórsson
Kynntist ég honum betur
næsta sumar. Heimili hans var glæsi-
legt, og var þar m.a. vermihús mikið í
beinu sambandi við stofuna og er þar
ræktaður suðrænn gróður, fagur og
fjölbreyttur.
Frá dýralækninum var farið heim
til Jonatans Motzfeldts. Er heimili
hans einnig hið fegursta. Kona hans
er dönsk, fríð og elskuleg, en Jonatan
er guðfræðingur frá Hafnarháskóla.
Hann er móðurbróðir Lassa vinar
míns, og hefir hann verið mikið á
heimili þeirra hjónanna og láta þau
sér annt um hann sem væri hann
sonur þeirra. Þarna sátum við í góðum
fagnaði fram á kvöld.
Frá Upernaviarssuk fórum við til
Narssaq. Nafnið þýðir slétta, en slétt-
an er geysi mikill mýrarfláki, rétt inn-
an við bæinn, kalla Danir hana Stor-
mosen, og er það réttnefni. Er hún
samfelldur brokflói, sem um margt
minnir á flóana uppi á Arnarvatns-
heiði eða Tvídægru. Reynt hefir verið
að þurrka hana en með litlum árangri.
Þar er að meira segja vísir að rústa-
myndun, sem bendir til þess. að frost
fari þar naumast úr jörð, og liggur
mýrin þó aðeins fáeina metra yfir
sjávarmáli. Bærinn liggur fremst á
skaganum vestan við Eiríksfjörð, og
2. grein
eru ekki nema 24 km þaðan inn til
Brattahlíðar. Þar skammt frá eru
rústir stórbýlis og hét þar Dýrnes til
forna. Mestur hluti bæjarins liggur
utan um þröngan vog, er bæjarstæðið
sléttlent eftir því sem gerist á Græn-
landi, og raunar er meira undirlendi
þar í kring en annars staðar. Inn frá
bænum er alllangur dalur, vel gróinn
og allbreiðar grundir fram með hlíð-
um. Fyrir botni dalsins er mikið fjall
Kvanefjeldet. Þar er uranium, og hafa
Danir unnið mikið að því að kanna,
hvort magn uraniummálmsins sé svo
mikið að arðvænlegt sé að vinna
hann. Mjög eru skiptar skoðanir um
það mál í Grænlandi. Eru margir því
mjög mótfallnir, að vinna málminn,
einkum þó Narssaqbúar. Óttast þeir
mjög að hættuleg eiturmengun geti
leitt af vinnslunni, auk þess sem spjöll
yrðu unnin á fjallinu við námugröft-
inn en það er höfuðprýði umhverfis-
ins ásamt öðru fjalli, sem gnæfir yfir
bæinn. Óttast menn mjög um afskipti
Efnahagsbandalagsins af því máli. og
það kunni að kúga Dani til að hefja
þar málmvinnslu með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum fyrir bæinn og ef til
fiskimiðin þar í grennd. En hálmstrá
þeirra er, að samkvæmt heimastjórn-
arlögunum hafa Grænlendingar neit-
unarvald gagnvart nýtingu auðlinda
landsins, ef þeir telja hana skaðvæn-
lega lífi og náttúru. Skal engu spáð
um hver verða úrslit þess máls. En
flestir mundu fagna því ef svo reynist
að lokum, að ekki borgi sig að hefja
uranvinnslu þar, svo að málinu megi
lykta án deilna og átaka.
Atvinnuvegur manna þarna er sjó-
sókn, og þar er stór rækjuverksmiðja.
Þar er einnig stórt sláturhús, hið eina í
Grænlandi, og er sláturfé flutt þangað
hvaðanæfa að. Verður að flytja það
allt í bátum, og er ljóst, að það er mikil
fyrirhöfn. Einnig er þar stórt loðdýra-
bú, eru það bæði refir og minkar,
kvað það skila góðum hagnaði. I
sambandi við það er lítil skinnaverk-
un og saumastofa. Þar hefi ég séð
fegurri vörur úr loðskinnum en ann-
ars staðar, bæði úr selskinnum, refa-
og minkaskinnum. Kemur þar bæði
til gott hráefni og listfengi Grænlend-
inga. í Narssaq búa eitthvað yfir 2000
manns, og er bærinn bæði þrifalegur
og snotur á að líta, samfelldari miklu
en óaqortoq og er það landslaginu að
þakka. Þar mun vera lengstur bílveg-
ur í Suður-Grænlandi inn dalinn að
Kvanefjalli.
Á Dýrnesi var búið, þar til fyrir
nokkrum árum og eru þar allmikil
tún, sem ekki hafa verið nytjuð um
skeið, var þar allt svo vafið grasi að
naumast sá til rústanna. Narssaq
þykir mér fallegastur bæjanna á
Suður-Grænlandi, átti ég eftir að
koma þar tvisvar eftir þetta.
Þegar við vorum þar sumarið 1978
fórum við all langt inn eftir Sermelik
firði, sem er næsti fjörður þar fyrir
norðan. Fremst á skaganum milli
fjarðanna er nokkurt undirlendi,
meira en víðast annars staðar. Væri
vafalítið hægt að byggja þar. Strönd
Sermilikfjarðar er hins vegar snar
brött og hvergi vottur undirlendis, en
hins vegar ekki mikið um samfelld
klettarið. Um neðan verða hlíðina eru
smástallar og bríkur, oft ekki meira en
fárra metra breiðar. En gróður er oft
furðu mikili á þessum stöllum, eink-
um ber þar á blómlendi. Oft eru á
þessum stöllum mýrablettir umhverf-
is vatnspolla, og þá lyngvaxin ræma
fremst á stallabrúninni. Efst eru fjöll-
in víðast nakin en þó er snjódæida-
gróður þar í smáskálum, en víða eru
Heimaerbezt 295