Heima er bezt - 01.09.1981, Page 30
En svo komu hrakfarirnar:
Áður braut ég allan kjöl úr Austra knerri.
Hásetarnir frá mér fóru.
fylltir bræði þannig sóru:
Þó það kosti allan auð og æru vora.
út með þér á ekru þara
aldrei framar skulum fara.
Bragarbótin, sem Jón gerði á keipsnefsvísu minni, er á
þessa leið:
Hann Jónmundur hygginn stundar menntir.
Er sá hranna elda ver
yngismanna blómi hér.
Hans hjá mengi hrós mun lengi vara.
Listafögur hönd á hal
hefur sögu málað skjal.
9.
Engjasláttur
Og stöðugt rigndi.
Það var sama. hve mikið ég flýtti mér með brennheitt
kaffið og sjóðandi mjólkurgrautinn í fallegu fötunum til
engjafólksins. Þetta varð allt að hálfköldu gutli. Það var
mikið um ólekju og grauta í þessu héraði. Grautur var
eftirsótt verzlunarvara. ekki hvað sízt hjá vegagerðar-
mönnum nokkrum árum síðar. sbr. vísuna Hann úr öllu
gerfli graut.
Fólk hafði tæpast undan rigningunni að drekka kaffið.
úr bollunum eða grautinn úr fötunum. Allt streymdi og vall
í regn. Það féll í fossum niður um fólkið. safnaðist í skóna.
spýttist upp úr þeim. þegar það hreyfði sig.
Annars rekur mig sérstaklega minni til einnar grautar-
sögu:
Bæjarhólsbrekkan var hálli en nýfáguð skíðabraut og
allbrött. Yngri Helga. sem komin var á fætur eftir sængur-
leguna og heilsaðist ágætlega eins og barninu. var að af-
henda mér grautarfötu ásamt fötu frá mömmu sinni. Ég tók
föturnar á grind og var auk þess með einhvern stærðarkylli
á bakinu.
..Farðu nú varlega. Mundi minn. það er svo sleipt og
slabbsamt að ganga.“ sagði Helga blíðlega. Nú þótti mér
hún ákaflega falleg. svo grönn. íturvaxin og blómleg.
..0. það er ekki hættan á. að ég detti." sagði ég kotrosk-
inn og þaut fram á hólbarðið. þar sem brattast var niður.
..í öllum bænum farðu ekki þarna!” hrópaði húsfreyja
og baðaði út höndunum. Fitthvað sagði hún fleira ög í
öðrum tón. En ég heyrði það ekki. Hins vegar missti ég
strax fótanna á brekkubrúninni. sveif eins og i fegursta
skíðastökki alllengi í loftinu og lenti siðan á grúfu niðri á
jafnsléttu. Vitaskuld var ekki grautarlögg eftir í fötunum.
þar sem ég lá þarna illa á mig kominn. samvizkumórauður
og allur hvítskjöldóttur af grautnum.
Yngri Helga kom fram á hólbrúnina. starði á mig orðlaus
og virtist eiga bágt með að veltast ekki um af hlátri. Ég
kunni þessu samúðarleysi illa. en vegna þess að ég fann. að
ég átti það skilið. varð mér það þó kærkomnara en hitt. sem
ég einnig átti skilið.
I þessu kom eldri Helga einnig fram á hólbrúnina. horfði
á mig píreyg og brosandi. en þó með nokkrum áhyggjusvip.
..Meiddirðu þig nokkuð. Mundi rninn?” spurði hún
blíðlega.
..Nei. ekki gerði ég það.“ anzaði ég lúpulegur.
..Mölvaðirðu þá ekki föturnar?“ spurði hún enn.
..Nei.“ svaraði ég talsvert öruggari. eins og það hefði
verið sérstakri varúð minni að þakka. að þær brotnuðu
ekki.
..Komdu þá. væni minn. Við skulum verka af þér graut-
arsletturnar. Svo læt ég aftur í föturnar." hélt gamla konan
áfram eins og ekkert hefði í skorizt. ..Við fáum okkur svo
kaffisopa. og þú manst að fara varlega.”
Og nú vorum við á engjunum. vestur á Ásasundum.
einhvers staðar fyrir utan Tagl. Það var víst ekki langt frá
klettarananum. sem hann gamli Þ. á . . . stöðum reið fram
af. góðglaður. Hann hafði tamið sér þá íþrótt. þegar hann
var kenndur að ríða í loftinu á hvað. sem fyrir var. jafnvel
yfir strompana á bæjunum. sem urðu á leið hans. Og hann
stefndi meira að segja hærra en það. þegar hann var vel
hreifur. Hann reið hiklaust fram af hamrabjörgum og
hengiflugum. sem á vegi hans urðu. Og það var með hann
að þessu leyti eins og sólargeislann: hann fór fyrir björg og
brotnaði ekki. Var gamli maðurinn þó óviðkunnanlega
luralegur í vexti og þungur á sér. En aldrei skyldi honum
verða meint af þessum geimferðum. en nú lágu beinin af
einum gæðingnum hans brotin þarna í urðinni fyrir neðan
hamrabeltið í einum ásnum.
Það hefur aldrei þótt eftirsóknarverð vinna að kakka
saman rennblautu heyi í úrhellisrigningu og rokstormi.
Markúsi kaupamanni fannst það heldur ekki. Regnið lak
úr hverju hans hári. Þeir voru þarna fimm eða sex piltarnir
að slá. Markús kvað:
Skýin svigna í skúrunum.
Skatnar digna í leðju.
Ákaft rignir úr honum
ofan á Vianis beðju.
!
..Ekki hefur þú ort þessa vísu. Krúsi minn." gall í Guddu
vinnukonu. ..Bróðir minn yrkir nú betur en þetta." Mig i
minnir. að hún væri systir Álfs skálds Magnússonar. sem
hvarf við ísafjarðardjúp löngu seinna og talið var. að
komizt hefði í erlent skip. Gudda. fullu nafni Guðríður. var
kát og fjörug hnvðra. Hún var alltaf að spreka Markúsi til.
en hann var heldur silalegur og í laginu eins og rekaviðar- \
302 Heima er bezt