Heima er bezt - 01.09.1981, Síða 32

Heima er bezt - 01.09.1981, Síða 32
 ■: Verðlaunagetraun Heima er bezt Verðlaunagetraunin sem var hér í Heima er bezt fyrr á árinu átti miklum vinsældum að fagna og því hleypum við nýrri getraun af stokkunum, sem er með svipuðu sniði og sú fyrri. Birtar verða fjórar myndir í jafn mörgum tölublöðum og skal lausnum ekki skilað fyrr en allar myndirnar hafa birst. Með hverri mynd gefum við þrjá valkosti og eiga lesendur að segja til um hver þeirra er sá rétti. Allir skuldlausir áskrifendur hafa þátttökurétt í getrauninni og sömuleiðis þeir sem gerast áskrifendur á meðan getraunin stendur yfir. Berist margar lausnir verður dregið um nafn verðlaunahaf- ans. 1. MYND Hvaða foss sýnir myndin? 1) Dettifoss. 2) öxarárfoss. 3) Skógafoss. Verðlaunin í getrauninni eru vegleg eins og í síðustu getraun. Sigurvegar- inn að þessu sinni mun hljóta nýja Husqvarna saumavél frá versluninni Akurvík á Akureyri. Gunnar Ásgeirsson h.f. hefur umboð fyrir Husqvarna á (s- landi, en þær eru seldar um allt land og þykja frábærlega góðar og þægilegar í notkun. Það geta allir saumað á Hus- qvarna og hagnýtt sér ótal möguleika sem vélarnar bjóða upp á. Það færist í vöxt á ný, að húsmæður saumi fatnað á sig og sína, enda er það mun ódýrara og skemmtilegra en að kaupa tilþúinn fatnað. Þannig fær sköpunargleðin að njóta sín og öll fjöl- skyldan er betur klædd. Saumavélin sem Heima er bezt veitir í verðlaun er Husqvarna 5710. 304 Heima er be:i

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.