Heima er bezt - 01.09.1981, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.09.1981, Qupperneq 33
BOKA , HILLANI Umsagnir um bækur I Viðskipti íslend- inga við styrjaldar- þjóðirnar Þór Whitehead: ÓFRIÐUR f AÐSIGI. Rvik 1980. Almenna bókafélagið. Það er ánægjuleg breyting frá fyrri tímum, hversu margir ungir sagnfræðingar taka orðið til við að rita um samtímasögu vora. bæði innlenda og erlenda, og ræða vora eigin sögu í fullu samhengi við það, sem gerist úti í heimi. Stórvirkastur og at- hyglisverðastur þeirra er Þór Whitehead, og bók sú sem hér um ræðir, Ófriður í að sigi, er stærsta framlag hans fram að þessu. Þetta er þó einungis fyrsta bindi af nokkrurra binda verki Island i siðari heimsstvrjöld. Eins og nafnið bendir til er hér lýst aðdraganda styrjaldarinnar og viðskiptum íslendinga við styrjaldarþjóð- irnar og þá aðallega Þjóðverja og Breta. En höf. gefur einnig stutt yfirlit um for- söguna langt aftur í aldir, og er þar eink- um dvalist við stríðin í byrjun 19. aldar og fyrri heimsstyrjölduna 1914-18. Þarsjáum vér hvernig stórþjóðirnar renna meira og meira augunum til íslands ekki aðeins til fiskveiða í höfunum, heldur einnig hinnar hernaðarlegu þýðingar þess. Langmestur hluti bókarinnar fjallar þó um árin 1933-39. þegar nasistarnir hafa náð völd- um í Þýskalandi og hefja útþenslustefnu sína. Margt kemur hér nýstárlegt fram. sem ókunnugt hefir verið áður, enda hefir höf. kannað auk ritaðs máls, skjalasöfn innlend og erlend, er snerta þessi mál, og einnig leitað upplýsinga til þeirra manna, sem enn lifa en voru í snertingu við at- burðina. þegar þeir gerðust. Er þannig að bókinni unnið af eljusemi og vísindalegri nákvæmni, og eykur það mjög gildi hennar. Geysimikill fróðleikur er hér saman kominn. en um leið og vér fræð- umst um hið liðna vekur bókin oss til hugsunar um hver staðan er nú. og hverja lærdóma oss er skylt að draga af þeim viðburðum, sem um er fjallað. Það þarf ekki að skyggnast djúpt né vítt. til að sjá þá hættu sem vfir oss vofir í nýrri heims- styrjöld, éf hún dynur á. Og hættan er meiri nú en þá eftir því sem stríðsundir- búningurinn er meiri. Vér þurfum aðeins að setja Rússa inn i staðinn fyrir Þjóðverja og kommúnista í stað nasista. Nú eins og þá er nægur liðstyrkur fyrir hendi hér heima fyrir ti! að ryðja ofbeldismönnun- um braut, og þeir eru áhrifameiri en nas- istahópurinn hér var á sínum tíma. Þá eru umsvif Sovétmanna á hafinu umhverfis okkur harla miklu meiri en Þjóðverja voru áður. Mjög fróðlegt er að lesa hér um viðbrögð íslendinga gagnvart ófriðar- hættunni, og stórveldunum, og verður naumast annað sagt en þeir hafi hagað sér skynsamlega eftir því sem efni stóðu til. Bókin er skemmtilega skrifuð án þess að slakað sé á fræðigildi hennar, er höf. trúr þeirri skoðun sinni, að sjá „lítinn tilgang í þeirri sagnfræði, sem fælir frá sér fróð- leiksfúsa lesendur með tyrfnu orðalagi og þurrum „fræðistíl“.“ Þetta er bók, sem á erindi til allra, sem í senn vilja fræðast um merkilegt tímabil og vilja ekki fljóta sof- andi að feigðarósi. í hinum viðsjárverða heimi samtíðar vorrar. -Fólk sem fylgst hefur með straumhvörfum Jón R. Hjálmarsson: í SJÓNMÁLI FYRIR SUNNAN. Selfossi 1980. Selfossútgáfan. Hér birtir Jón R. Hjálmarsson 20 viðtals- þætti við Sunnlendinga, og eru þeir nær allir unnir upp úr útvarpsviðtölum á liðn- um árum, en Jón er flestum snjallari að gera góða samtalsþætti í útvarpi og laga þá svo til að þeir verði gott lesefni. Er þetta þriðja bókin af því tagi frá hans hendi. Færist hann hér nokkru nær nú- tímanum en fyrr, því að langflestir við- mælendur hans eru fæddir á þessari öld. en nógu snemma til þess að þeir hafa fylgst með straumhvörfum og breytingum aldarinnar. Eins og í fyrri bókum er hér um að ræða menn úr flestum stéttum þjóðfélagsins, svo að lesandinn fær kynnst því frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Ekki er þó nema ein kona í hópnum, og held ég Jón ætti að taka þær fleiri til viðtals í næstu þáttasöfnum, sem ég efast ekki um að eru enn eftir. En sem sagt víða er komið við og mörgum myndum brugðið upp af mönnum, atburðum og þjóðháttum. Helst vildi ég finna að því, að þættirnir séu of stuttir. Stutt greinargerð um viðmælendur er fremst í bókinni og myndir þeirra, og er það til mikilla bóta. Stutt, meitluð og myndauðug Ijóð frá Matthíasi Matthías Johannessen: TVEGGJA BAKKA VEÐUR. Rvík 1981. Almenna bókafélagið. Matthías Johannessen er eitt hið afkasta- mesta ljóðskáld vort nú. Þetta er 10. Ijóðabók hans og allmikil að vöxtum, nær 200 blaðsíður. En skáld og Ijóð þeirra verða hvorki mæld við bókafjölda né blaðsíðutal. Matthías hefur löngum verið umdeildur, og geldur hann þar ef til vill nokkuð ritstjórnarinnar við Morgunblað- ið, þótt ótrúlegt sé. Allur samanburður er hæpinn, en að mínu mati er þetta besta ljóðabók hans, og sú er höfðar mest til lesandans. Honum hefir oft hætt til að vera langorður um of, en hér gætir þess ekki. Ljóðin eru flest stutt og meitluð, myndauðug og stundum nokkuð marg- ræð. Mjög gætir hér trúhneigðar höfund- ar, og fer það vel í ljóðum hans. Matthías yrkir bæði órímað og rímað, og þótt mér þyki meira til rímuðu ljóðanna koma, þá hitta mörg hinna vel í mark og eru aðlað- andi, má þar nefna Vetrarmynd og Laufið fellur. En það er sem hann færist allur í aukana þegar hann grípur til rímsins, og þó ef til vill hvergi eins og í ljóðinu um síra Matthias, sem ég tel eitt besta ljóðið í bókinni, sem þeir nafnar mega báðir vera fullsæmdir af. Ég nefni ekki fleiri dæmi, en kvæðin laða lesandann og þurfa að lesast oft og lesast vel eins og öll góð kvæði. St. Std. Heimaerbezt 305

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.