Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1988, Side 8

Heima er bezt - 02.10.1988, Side 8
ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR RÖGNVALDUR MÖLLER: ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR: SÍÐASTA BAÐSTOFAN Petta er raunsönn sveitalífssaga. þar sem sagt er frá þeim Dísu og Eyvindi, ástum þeirra og tilhugalífi, fátækt þeirra og búhokri á afdala- koti, frá kreppuárum til allsnægta eftirstríðs- áranna. Bók 405 HEB-verð kr. 400,00 BJARTMAR GUÐMUNDSSON: í ORLOFI Bjartmar Guðmundsson frá Sandi er löngu þjóðkunnur fyrir ritstörf sín. I þessari snotru bók birtast tíu stuttar sögur, hver annarri skemmtilegri aflestrar. Bók 902 HEB-verð kr. 300,00 ÞORBJÖRG FRÁ BREKKUM: STÚLKAN HANDAN VIÐ HAFIÐ Ottar hefur orðið fyrir mikilli ástarsorg og ætl- ar sér svo sannarlega ekki að láta ánetjast á ný. En þegar Sandra kemur óvænt eins og nýr sólargeisli inn í líf hans, þá blossar ástin upp. Ottar reynir að bæla niður ofsalegar og heitar tilfinningar sínar, og þau Sandra verða að berjast við margskonar erfiðleika áður en hin hreina og sanna ást sigrar að lokum. Bók 402 HEB-verð kr. 300,00 ÞORBJÖRG FRÁ BREKKUM: TRYGGÐAPANTURINN Lessi íslenska ástarsaga á miklum vinsældum að fagna hjá lesendum. Tilvalin bók handa ungum elskendum. Sagan er spennandi frá upphafi til enda og raunhæf lýsing á ástalífi ungs fólks á okkar tímum. Bók 363 HEB-verð kr. 300,00 STANLEY MELAX: GUNNAR HELMINGUR Skáldsaga, sem gerist í litlu fiskiþorpi á Vest- fjörðum á fyrsta áratug þessarar aldar. - 163 bls. Bók 176 HF.B-verð kr. 300,00 EIRÍKUR SIGURBERGSSON: KIRKJAN í HRAUNINU Þessi íslenska skáldsaga birtist sem framhalds- saga í „Heima er bezt“ undir nafninu „Eftir Eld“. Sagan var mjög vinsæl, og hefur því ver- ið gefin út í bókarformi. Þetta er fyrra bindið af viðamikilli ættarsögu. Bók 224 HEB-verð kr. 250,00 EIRÍKUR SIGURBERGSSON: HULDUFÓLKIÐ í HAMRINUM Hér kemur framhald skáldsögunnar „Kirkjan í hrauninu", sem er bæði spennandi og bráð- skemmtileg. Uppistaða sögunnar eru sann- sögulegir atburðir. Sögusviðið er Eyrarbakki og Skaftafellssýsla. - 244 bls. Á MIÐUM OG MÝRI Þetta er íslensk ástarsaga um Þórarin, traustan og dugmikinn sjómann, og Sigríði heimasæt- una á Mýri. Bók 304 HEB-verð kr. 300,00 HILDUR INGA: SEINT FYRNAST ÁSTIR Hér er lýst trúnni á ástina - ást hjartans - hvernigsú ást getur tjáð sig. - 124 bls. Bók 201 HEB-verð kr. 300,00 LOFTUR GUÐMUNDSSON: JÓNSMESSUNÆTUR- MARTRÖÐ Á FJALLINU HELGA Þetta er alvörusaga í gamanstíl. Stórathyglis- vert listaverk. Metsölubók. 289 bls. Bók 40 HF.B-verð kr. 300,00 ÁRNI JÓNSSON: LAUSNIN Skáldsagan „Lausnin" er frásögn um mikil örlög, viðburðarík og lifandi. Höfundur gerir hvort tveggja að lýsa æsilegum atburðum og leitast við að kafa í kyrrlátt djúp sálarlífs sögu- persónanna. Af þessu verður sagan í senn spennandi og sálfræðileg lýsing. Málið er þróttmikið og lifandi. Höfundurinn er vel les- inn í heimsbókmenntunum, en fer þó sínar eigin leiðir, og er óhætt að segja, að þessi skáldsaga Árna Jónssonar er mjög nýstárleg. Hana má ekki vanta í gott safn íslenskra bóka. 243 bls. Bók 197 HEB-verð kr. 300,00 JÓN KR. ÍSFELD: GAMALL MAÐUR OG GANGASTÚLKA Hugljúf og spennandi íslensk ástarsaga. Hér er lestrarefni fyrir bæði unga og gamla, því inn í söguna fléttast samskipti ungrar stúlku og gamals manns. Frásögnin er öll létt og lipur, lýsir mannlegu eðli og hefur sinn boð- skap að flytja, en jafnframt helst spennan út allasöguna. 162 bls. ÞORSTEINN STEFÁNSSON: FRAMTÍÐIN GULLNA Þessi íslenska skáldsaga á sér nokkuð óvenju- legan feril. Höfundurinn Þorsteinn Stefáns- son, hefur verið búsettur í Danmörku um langt árabil og þar kom bókin fyrst út. Hlaut hún hinar bestu viðtökur og höfundurinn var heiðraður með H.C. Andersen bókmennta- verðlaununum. Næst var bókin gefin úr í Eng- landi af hinu heimskunna bókaforlagi Oxford University Press og hlaut ágæta dóma. Það er því fyllilega tímabært að íslenskir lesendur fái að kynnast þessari ágætu skáldsögu á móður- máli höfundar. 236 bls. Bók 345 HEB-verð kr. 400,00 GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR: ÞAÐ ER BARA SVONA Ella er fædd og uppalin í „Presshúsinu" á Litluströnd og alltaf kölluð Ella press. Litla- strönd var mjög rólegt pláss. En svo flytja þau Ella og Kalli, maður hennar, með fjölskyld- una til Reykjavíkur og setjast að í fyrirmynd- arblokk nr. 10 við D-götu -og þá er Ella press allt í einu orðin frú Elín. Reykjavíkurlífið er þeim all-framandi og ýmis ævintýri gerast í blokkinni. Þetta er bráðskemmtileg og fyndin nútímaskáldsaga, full af þeirri kímni og gáska sem höfundinum er svo eiginlegur. Kápu- teikning eftir Þóru Sigurðardóttur. Bók 342 HEB-verð kr. 300,00 GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR: TÖFRABROSIÐ Þessi skáldsaga Guðnýjar Sigurðardóttur birt- ist fyrst í tímaritinu „Heima er bezt“, undir nafninu „Bókin“. Sagan er óvenju fjörlega skrifuð og skemmtileg nútíma skáldsaga úr Reykjavíkurlífinu. Frásögnin er þrungin kímni, en bak við kímnina felst alvaran. Hús- móðirin, sem er söguhetjan, er að því komin að skilja við manninn sinn og heimilið - en þá skeður atvik, sem gjörbreytir lífi hennar. Efni sögunnar er sprottið beint úr daglegu lífi venjulegs fólks, en öll meðferð höfundar gerir viðfangsefnið bæði spennandi og umhugsunar- vert. Bók 247 HEB-verð kr. 250,00 Bók 314 HEB-verð kr. 250,00 Bók 321 HEB-verð kr. 300,00 8 Bókaskrá

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.