Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1988, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 02.10.1988, Blaðsíða 35
í landi faraóa Frá Kaupmannahöfn til Kaíró er um fimm og hálfs tíma flug með þotu. Við hjónin vorum í tíu manna dönskum ferðahópi sem var að flýja kuldann á norðurslóðum, enda var tíu stiga frost í Kastrup og um þrjátíu stiga hiti í Kaíró þarna í lok janúarmánaðar. Flugvéiin sem við fórum með var egypsk Airbus þota, rúmgóð og þægileg, og Arabarnir voru bæði kurteisir og hjálpfúsir. Ekki veitti af, fæstir farþeganna kunnu ara- bísku. Mjög hert eftirlit er með öllum sem til Egyptalands fara. Yfirvöld eru hrædd við hryðjuverkamenn og því var leitað á okkur hátt og lágt. Höfðu Arabarnir sérstaka menn við leitina. I vélinni voru svo vopnaðir verðir við allar útgöngudyr og fór ekkert framhjá þessum sérþjálf- uðu gæslumönnum. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í vélinni var okkur rétt skrautlegt rit sem var letrað bæði á ensku og arabísku. Ritið hét Horus. „Hver var Hórus?“ spurði ég hina þeldökku flugfreyju. Þetta var þá líka spurning; það var eins og að spyrja íslending: Hver var Snorri Sturluson? Hún brosti þó blítt við mér og sagði: „Horus was a king“. Já, auðvitað, þeir voru á hverju strái í gamla daga og ég átti áreiðanlega eftir að kynnast þeim betur áðuren lyki. Við höfðum stutta viðdvöl í Dússeldorf þar sem skipt var um áhöfn og komum við því ekki til Kaíró fyrr en um tíuleytið um kvöldið. Það var stórkostleg sjón að fljúga yfir þessa fjórtán miljón manna borg, eina þá fjölm- ennustu í víðri veröld. Og allt í einu fór fortíðin, hin gráa forneskja, að brjótast upp á yfirborðið: Það var þá hérna sem þeir bjuggu frumkvöðlar vestrænnar menningar, far- aóarnir: Ramses II., Tutankhamon, Hórus, Nefertiti, Kleópatra og Aida. Já, sjálfur Móses hafði vaggað sér á öldum Nílarfljóts þegar dóttir faraós bjargaði honum frá lífláti. En nú var enginn tími til að sökkva sér niður í fortíðina því að vélin var að lenda. Og eftir eilífðarbið við útlend- ingaeftirlitið var okkur hleypt í gegnum nálaraugað og við vorum komin í aðra heimsálfu, til Norður-Afríku. A leiðinni inn á hótelið okkar í Kaíró gerðum við í skyndi samanburð á því sem við áttum að venjast að heiman og því sem fyrir augu bar. Það var auðvitað fyrst og fremst fólkið; þetta eru Semítar og af allt öðrum stofni en við, Hamítar eða Aríar. Þetta þeldökka, grannholda, veðurbarða eða réttara sagt sandblásna fólk, oft kinnfiskasogið og vannært - hvað skyldi það hugsa? Og þetta voru þá afkomendur faraóanna. Klæðaburður fólks var einfaldur því að karlar voru flestir í kufli eða skikkju, sem náði þeim niður undir skósóla eða sandala, en konur voru flestar svartklæddar; og hérna í rökkrinu var ókleift að greina andlitsdrætti eða aldur. Þetta gátu þess vegna eins verið múmíur sem olnboguðu sig gegnum mannþröngina. Eg var auðvitað ákaflega spenntur að kynnast þessu framandi fólki og það rifjaðist upp fyrir mér ýmislegt sem ég hafði lesið um Forn-Egypta. Gríski sagnaritarinn Heródót hafði verið á þessum slóð- um fyrir tvö þúsund árum og ég hafði lesið frásögn hans um hvernig honum komu Egyptar fyrir sjónir. Nílarfljótið var þá eins og nú lífæðin sem öll tilvera fólksins byggðist á. Þá var enn krökkt af krókódílum í fljótinu, ljón, apar og páfuglar spókuðu sig í sólinni, auk ótal annarra dýra sem nú eru löngu horfin. Siðir fólks komu Heródót spánskt fyrir sjónir. Hann sagði að þegar það mataðist færi það út en þegar það gerði þarfir sínar færi það inn í húsin og karlar krypu eins og konur þegar þeir köstuðu af sér vatni! Oþrifnaður var mikill, segir Heródót, og notuðu Arabarnir vinstri höndina þegar þeir hefðu gert þarfir sínar. Væri hún því ,,óhrein“ og réttu þeir hana aldrei fram (nema þeir örv- hentu). Raunar hefur nú eitthvað ræst úr þessu, a.m.k. í bæjunum, þó að margt annað hafi staðið í stað í 2000 ár. Dóttir mín sem bjó með Berbum í tjaldi í nokkrar vikur sagði mér að klósettpappír væri hreinn munaður í þeirra augum. Hún hafði haft með sér nokkrar rúllur frá Dan- mörku og á nóttunni læddist hún út fyrir tjaldskörina. En morguninn eftir fyrstu nóttina komu gestgjafinn og kona hans með snyrtilega samanbrotin klósettpappírs- blöð. Þau sögðust hafa hirt blöðin og þvegið þau og pressað; og nú færðu þau henni þennan munað. Það var vissulega hægt að nota þetta aftur og aftur! Óþrifnaður er eins og áður segir með ólíkindum í Kaíró og raunar öllum bæjum og borgum Egyptalands. Gang- stéttir eru fullar af bílhræjum og alls konar drasli og menn verða því að vera á hlaupum úti á götu milli bílanna ef þeir þurfa fótgangandi í bæinn. Bókaskrá 35

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.