Heima er bezt - 02.10.1988, Blaðsíða 16
JAKOB V. HAFSTEIN:
LAXÁ í AÐALDAL
Jakob V. Hafstein hefur samið bók um ána,
þar sem hann nafngreinir og lýsir öllum
stangaveiðistöðum árinnar og segir skemmti-
legar veiðisögur.
Bókin um Laxá í Aðaldal er sjálfkjörin eign
allra stangveiðimanna, en þar er einnig að
finna fróðleik og skemmtun fyrir alla þá, sem
áhuga hafa á íslenskri náttúru.
Bókin er prýdd fjölmörgum Ijósmyndum,
teikningum og yfirlitskortum af ánni. Efnisút-
dráttur er á norsku, ensku og þýsku.
Bók 980 HEB-verð kr. 1.500,00
GÍSLI JÓNSSON:
Saga
Laxár-
virkjunar
Þetta er stór og falleg bók, 364 bls., prýdd
fjölda mynda. Bókin skiptist í átta kafla. For-
saga virkjunarinnar er rakin og saga þriggja
áfanga Laxárvirkjunar. Einnig er ítarlega fjall-
að um deilur þær sem blossuðu upp í samb-
andi við virkjunina, en flestum landsmönnum
er eflaust enn í fersku minni hin svokallaða
Laxárdeila.
„... Þessari bók er ekki ætlað að vera vísinda-
rit. Ég hef leitast við að vinna alþýðlegt fræði-
starf sem mér finnst að sé í ætt við blaða-
mennsku...“ segir höfundur í formála.
Saga Laxárvirkjunar er vel skrifuð, stórf-
róðleg og skemmtileg aflestrar.
Bók 976 HEB-verð kr. 2.875,00
Richardt Ryel
Kveðja frá Akureyri
Minningar og ljósmyndir
frá Akureyri
Richardt Ryel er fæddur á Akureyri árið 1915,
fór ungur að fást við verslunarstörf á Akureyri
en síðar í Reykjavík og Danmörku, þar sem
hann er nú búsettur. Hér skráir hann minningar
sínar frá Akureyri fram yfir seinni heims-
styrjöld. Frásögn hans er glettin og hlý, og
hann lýsir mönnum og atburðum á lifandi hátt.
Bókin er prýdd fjölda mynda frá gömlu Akur-
eyri, sem margar eru áður óbirtar og gefa þær
bókinni verulegt gildi. Þessi bók mun ylja
mörgum lesandanum um hjartaræturnar.
Bók 468. HEB-verð kr. 1.500,00.
16 Bókaskrá