Heima er bezt - 02.10.1988, Síða 13
ENDURMINNINGAR OG ÆYISÖGUR
BIRGIT TENGROTH:
ÉG VIL LIFA Á NÝ
Hin kunna sænska leikkona og rithöfundur,
Birgit Tengroth, hefur skrifað 10 skáldsögur,
sem vakið hafa athygli fyrir djarfa efnismeð-
ferð. Hún giftist Jens Otto Kragh fyrrverandi
forsætisráðherra Danmerkur og hjónaband
þeirra, sem varð nokkuð stormasamt, var til-
valið efni í óteljandi slúðursögur. Hér rekur
hún endurminningar sínar frá þessu tímabili
og hcnni hefur verið borið það á brýn í dönsk-
um blöðum, að myndin sem hún dregur upp
af fyrrverandi eiginmanni sínum sé heiftúðug,
bókin sé einhliða varnarskjal. En bókin er tví-
mælalaust glæsilega skrifuð og hrífur lesand-
ann. Hún sýnir okkur að kona getur elskað
mann, jafnvel þótt henni finnist hann hafa
eyðilagt líf sitt.
Bók 382 HEB-verð kr. 300,00
i
l
i
LOBSANG RAMPA:
ÞRIÐJA AUGAÐ
Sigvaldi Hjálmarsson þýddi.
Þessi bók hefur þótt afar forvitnileg á Vestur-
löndum. Hún varpar ljósi á fjölmargt í lífshátt-
um Tíbetbúa, sem löngum hafa verið hjúpaöir
mikilli dul. Myndskreytt. 230 bls.
Bók 259 HEB-verð kr. 300,00
PAUL-EMIL VICTOR:
UPP Á LÍF OG DAUÐA
Hinn heimsfrægi franski landkönnuður og rit-
höfundur segir hér sanna og ævintýralega
sögu.
Bók 282 HEB-verð kr. 300,00
VORÞEYR OG
VÉBÖND
Minningarbók um Bjarna í Blöndudalshólum
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu gef-
ur út þessa bók til minningar um Bjarna Jón-
asson hreppstjóra, kennara og fræðimann.
Hann lagði grunn að ættfræðibókasafni hér-
aðsskjalasafnsins og ánafnaði safninu öll
handrit sín.
Pétur Sigurðsson, Skeggstöðum, hafði umsjón
með útgáfu bókarinnar auk þess sem hann rit-
ar æviágrip Bjarna.
Pessi bók er góður fengur öllum þeim sem
áhuga hafa á ættfræði og þjóðlegum fróðleik.
Bók 978 HEB-verð kr. 1.800,00
ÆVEVnNNINGAR
PÉTXJRS ÓLAFSSONAR
bónda á Hranastöðum
Bókin er gefin út með það í huga að hún eigi
erindi við unga sem aldna. Pær myndir liðinn-
ar tíðar á æviskeiði Péturs Ólafssonar, sem þar
eru dregnar í eigin frásögn eiga erindi, ekki
síst til hinnar yngri kynslóðar, sem hollt er að
leiða hugann við og við að lífskjörum forfeð-
ranna. Einnig má ætla að við lesturinn rifjist
upp hjá rosknu fólki eitt og annað í frásögn-
inni. Bókin á að vera og er hlutlaus mynd úr
lífi Islendings, sýnir skin og skugga og á að
vera dægradvöl fróðleiksfúsum lesendum.
Bókinni fylgir ítarleg nafnaskrá.
Bók 977 HEB-verð kr. 1.700,00
Bókaskrá 13