Heima er bezt - 02.10.1988, Síða 19
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR
FINNUR SIGMUNDSSON:
SKÁLDIÐ SEM SKRIFAÐI
MANNAMUN
Sendibréf frá Jóni Mýrdal.
F>að eru örlög flestra einkabréfa að glatast fyrr
eða síðar. Þó kemur fyrir að þau varðveitast
til síðari tíma og varpa þá stundum skæru Ijósi
á persónuleika bréfritaranna. Svo er um bréf
Jóns Mýrdal, sem varðveitt eru í Landsbóka-
safni og Þjóðminjasafni. Hér kynnumst við
sérstæðum manni í óblíðri lífsbaráttu sem
verður lesandanum minnisstæð. 208 bls.
Bók 343 HEB-verð kr. 300,00
BJÖRN ÞÓRÐARSON:
SÍÐASTI GOÐINN
Höfundur rekur hér sögu Þorvarðar Þórarins-
sonar, síðasta íslenska höfðingjans, sem gaf
upp ríki sitt fyrir Hákoni Noregskóngi. Mynd-
skreytt.
Bók 157 HEB-verð kr. 250,00
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON:
NÝJU FÖTIN KEISARANS
Þessi bók er eftir höfund metsölubókarinnar
Undir kalstjörnu, sem vakti geysilega athygli.
I þessari bók er fjallað um bókmenntir bæði
hér heima og úti í heimi. Höfundurinn hefur
aldrei farið dult með skoðanir sínar og hlotið
nokkuð umtal af þeim sökum.
Bók 68 HEB-verð kr. 250,00
DR. EYSTEINN SIGURÐSSON:
SAMVINNUHREYFINGIN
Á ÍSLANDI
Samvinnuhreyfingin gegnir fjölþættu lykilhlut-
verki í íslensku efnahags- og atvinnulífi, og því
meir sem umsvif hennar hafa aukist, því flókn-
ara hefur skipulag hennar skiljanlega orðið.
Það hefur því lengi þótt vera þörf á handhægu
yfirlitsriti, sem veitti alhliða upplýsingar um
kaupfélögin og samtök þeirra, þróun þeirra og
skipulagslega uppbyggingu. Þeirri þörf er
reynt að svara með þessari bók.
Bók 972 HEB-verð kr. 200,00
SKOÐAÐ í SKRÍNU
EIRÍKS Á HESTEYRI
Jón Kr. ísfeld bjó til prentunar.
Eiríkur ísfeld á Hesteyri í Mjóafirði fæddist
8. júlí 1873. Á yngri árum sínum skráði hann
mikið af þjóðsögum og ævintýrum, sem sr.
Jón Kr. ísfeld hefur nú búið til prentunar.
Þetta er kjörin bók fyrir þá sem unna þjóð-
legum, íslenskum fróðleik.
Bók 393 HF.B-verð kr. 400,00
ARTHUR ANGER:
SKT. JÓSEFS BAR
í bók þessari skýrir bráðsnjall höfundur af
leiftrandi kímni og sjálfshæðni frá því, hvernig
honum tókst að gera áfengisdjöfulinn útrækan
úr skrokk sínum.
Bók 117 (ób.) HEB-verð kr. 100,00
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON
frá Lundi:
LJÓSBROT
Nokkrir orðskviðir, - flestallir frumsamdir, -
örfáir orðfærðir.
Bók 432 HEB-verð kr. 210,00
GUNNAR M. MAGNÚSS:
LANGSPILIÐ ÓMAR
Þessi skemmtilega bók hefur að geyma 37
bráðsnjallar og sérkennilegar frásagnir.
Bók 260 HEB-verð kr. 300,00
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU:
ALDIR OG AUGNABLIK (II)
Greinar um vandamál líðandi stundar, sem
eiga erindi til allra hugsandi manna. 192 bls.
Bók 215 HEB-verð kr. 180,00
VALGEIR SIGURÐSSON:
UM MARGT AÐ SPJALLA
f þessari bók eru 15 viðtalsþættir: Einar Krist-
jánsson, Hannes Pétursson, Indriði G. Þor-
steinsson, Kristján frá Djúpalæk, Rósberg G.
Snædal, Broddi Jóhannesson, Eysteinn
Jónsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Jakob
Benediktsson, Sigurður Kr. Árnason, Anna
Sigurðardóttir, Auður Eiríksdóttir, Stefán Jó-
hannsson og Þorkell Bjarnason.
Bók 396 HEB-verð kr. 400,00
KRISTMUNDUR BJARNASON:
SÝ SLUNEFNDARSAGA
SKAGFIRÐINGA
FYRRA BINDI
Sýslunefnd Skagfirðinga lét sér fátt mannlegt
óviðkomandi, enda er í bók þessari fjallað um
vegi, ferjur, kláfa, brýr, báta, póstflutninga,
kvennaskóla, búnaðarskóla, sundkennslu,
bókasafn, heilbrigði, iðnir, sjósókn,
Drangeyjarferðir, búpening, kynbætur,
alþýðuhagi, búnaðarsamtök, hrossastóð og
landvernd, svo að það helsta sé nefnt. Oll er
frásögnin skýr og skemmtileg, aukin sögum og
vísum.
Kristmundur Bjarnason skrifar einkennilega
áhrifamikinn stíl, persónulegan, greinargóðan
og kjarnyrtan. Hann hefur fágæta yfirsýn
sögulegra heimilda og er nú tvímælalaust ein-
hver mikilhæfasti sagnfræðingur okkar íslend-
inga.
Bók þessi er prýdd fjölda mynda sem margar
hverjar hafa ekki sést áður á prenti.
Bók 979 HEB-verð kr. 2.125,00
Bókaskrá 19