Heima er bezt - 02.10.1988, Page 21
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR
JOHAN CULLBERG:
KREPPA OG ÞROSKI
Á lífsleiðinni verða menn að ganga í gegnum
margvísleg skeið af andlegri kreppu. En slík
iífsreynsla verður okkur oftast þroskandi og
leiðir til meiri sjálfsþekkingar, þótt óneitan-
lega geti hún stundum orsakað ævilanga and-
lega örorku. Tilgangur þessarar bókar er að
kynna lesandanum andlegt kreppuástand, svo
að það verði skiljanlegra þeim, sem takast á
við það hjá sjálfum sér eða öðrum.
Bók 394 HEB-verð kr. 300,00
GUNNAR ÁRNASON,
frá Skútustöðum:
KRISTALLAR
SAFN KJARNYRÐA
Safn kjarnyrða og tilvitnana valin af Gunnari
Árnasyni frá Skútustöðum. Nafnaskrá, 220
bls. heft.
Bók 983 HEB-verð kr. 200,00
KURT ZINGER:
FRÆGIR KVENNJÓSNARAR
Hér er m.a. sagt frá ýmsum heimskunnum
njósnurum eins og Mata Hari, Judith Coplon,
Adrienne, sem vann með hinum makalausa
njósnara Cicero, morðinu á Leon Trotsky og
Folke Bernadotte, og því fólki, sem stóð að
því að koma þessum heimsfrægu mönnum fyr-
ir kattarnef. 237 bls.
Bók 10 (ób.) HEB-verð kr. 150,00
GUÐBRANDUR MAGNÚSSON:
ÁRBÓK AKUREYRAR 1980
I þessari bók er gerð grein fyrir öllu því helsta
sem gerðist á Akureyri árið 1980 í máli og
myndum. Fréttir ársins eru raktar í tímaröð
og þjóna ljósmyndir stóru hlutverki við að
koma efninu til skila.
Bók 418 HEB-verð kr. 200,00
GUÐBRANDUR MAGNÚSSON:
ÁRBÓK AKUREYRAR 1981
Áfram er hér haldið við að rekja sögu Akur-
eyrar nútímans og í þessari bók er m.a. sagt
frá heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finn-
bogadóttur, til Akureyrar. Einnig er greint frá
fjölmörgum öðrum málum sem ofarlega voru
á baugi, s.s. miklum vanda í atvinnumálum,
Landsmóti UMFI, biskups- og prestkosning-
um.
Bók 426 HEB-verð kr. 200,00
ÓLAFUR H. TORFASON:
ÁRBÓK AKUREYRAR 1982
Þriðja bindi af samtíðarsögu höfuðstaðar
Norðurlands. Æ fleirum verður Ijóst hve verð-
mætt safnrit hér er í uppsiglingu.
Bók 436 HEB-verð kr. 250,00
ÓLAFUR H. TORFASON:
ÁRBÓK AKUREYRAR 1983
Árbókin þróast með hverju árinu og aldrei
fyrr hefur verið meira af frumsömdu og unnu
efni í henni.
Bók 452 HEB-verð kr. 350,00
„Z 7“
KVENNJÓSNARAR
Spennandi sögur um líf og starf njósnara,
hættur þeirra, ævintýri og tálsnörur. 256 bls.
Bók 147 HEB-verð kr. 250,00
ÓLAFUR JÓNSSON:
STRIPL í PARADÍS
Þaö hefur lengi verið á vitorði æði margra að
Ólafur Jónsson ætti í fórum sínum handrit af
smellnum sögum. Þetta vissu þeir sem heyrt
höfðu Ólaf lesa eins og eina þeirra upp á
mannamótum; kannski á slægjuhátíð í sveit,
kannski á Austfirðingamóti í norðlenskum bæ.
Bók 974 HEB-verð kr. 200,00
H. V. MORTON:
í FÓTSPOR MEISTARANS
Höfundurinn, H. V. Morton, tekur lesandann
með sér í ferðalag um Palestínu og Trans-Jór-
daníu og skoðar alla sögustaði, sem snerta líf
Jesú í Gyðingalandi.
Bók 256 HEB-verð kr. 300,00
DOUGLAS ROBERTSON:
HRAKNINGAR
Á SÖLTUM SJÓ
Þetta er einhver frægasta skipbrotssaga seinni
ára. Það var þann 15. júní 1972, klukkan 10
fyrir hádegi, sem nokkur illhveli réðust að
skútunni Lucettu, þar sem hún var á siglingu
á Kyrrahafi, 200 sjómílur vestur af Mið-Amer-
íku, og skútan sökk á svipstundu.
Bók 338 HEB-verð kr. 400,00
HENRÉ THOMAS og
DANA LEE THOMAS:
FRÆGAR KONUR
Þættir af 16 konum, sem allar gátu sér heims-
frægð og voru gæddar óvenjulegum hæfileik-
um, og þeirra biðu mikil örlög. 280 bls.
Bók 152 HEB-verð kr. 250,00
MARK WATSON:
HUNDURINN MINN
Hundurinn minn er handhæg bók og í henni
eru aðgengilegar upplýsingar um meðferð
hunda. Lýst er hirðingu þeirra, eldi og upp-
eldi. Þetta er nauðsynleg bók fyrir alla hunda-
eigendur og ekki síður fyrir þá sem ætla sér
að eignast hund. Höfundur þessarar bókar er
Islendingum af góðu kunnur, því hann gaf ís-
lensku þjóðinni dýraspítala þann sem nú
gengur undir nafninu dýraspítali Watsons.
Bók 311 HEB-verð kr. 180,00
Ska#í^i*vár
1850-
1890,
V. bindi
Sögufélag Skagfirðinga sendir frá sér V. bindið af Skagfirzkum
æviskrám frá tímabilinu 1850-1890. Hér eru alls 184 þættir um
bændur og húsfreyjur, sem búsett voru í Skagafirði á téðu tíma-
bili. Hér eru raktar ættir þeirra og getið barna, greint frá æviferli,
búsetu, efnahag og ýmsar aðrar upplýsingar koma fram. Bókin
er rúmlega 450 bls. að stærð með ítarlegri nafnaskrá.
Bók 922
HEB-verð kr. 3.800,00
/
20 Bókaskrá
STUART WOODS
HYIi
Hér segir frá miklum átökum milli njósnara
frá CIA og KGB. Söguhetjan er Katc Rule,
glæsileg ung kona, sem er starfsmaður í leyni-
þjónustu Bandaríkjanna. Hún kemst á snoðir
um fyrirætlanir Rússa um hernám Svíþjóðar,
en enginn virðist taka hana trúanlega. Inn í
söguna fléttast hátt settir foringjar í KGB,
snaggaralegur rússneskur kafbátsforingi,
magnaður ítalskur Wordstar tölvusérfræðing-
ur og ung og fögur rússnesk stúlka. Sögusviðið
er Bandaríkin, Rússland og Svíþjóð og sagan
er þrungin mikilli spennu frá upphafi til enda.
Bók 463 HEB-verð kr. 900,0«
HEINS og GENESTE KURTH:
STEIKT Á GLÓÐUM
Safarikar steikur og Ijúffengt meðlæti.
Hér er á ferðinni bók fyrir alla þá sem hafa
dálæti á góðum mat og unna útilífi. Það er
einstök ánægja fólgin í því að glóða mat úti
undir berum himni og bíða eftirvæntingarfull
eftir safaríkri steik á diskinn og þessi bók gefur
allar þær leiðbeiningar sem nauðsynlegar eru
við það. Leiðbeiningarnar um glóðun, glóðar-
tæki, byggingu þeirra og uppskriftirnar sem
bókin flytur gerir viðvaningum kleift að byrja
frá öruggum grunni án mikillar hættu á mis-
tökum. Uppskriftirnar í bókinni eru ekki ein-
göngu miðaðar við kjöt, fisk og fugla, heldur
einnig alls konar gómsætt meðlæti, s.s. sósur,
salöt, kryddsmjör, brauð og drykkjarföng.
Bókin er litprentuð í stóru broti. Margrét
Kristinsdóttir húsmæðrakennari þýddi bókina
og staðfærði.
Bók 412 HEB-verð kr. 350,00
Bókaskrá 21