Heima er bezt - 02.10.1988, Síða 24
ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR
ARTHUR HAILEY:
BÍLABORGIN
Hér er flett rækilega ofan af baktjaldamakki
forstjóra, verkalýðsforingja og óprúttinna
bílasala. Við kynnumst einnig einka- og ástar-
lífi sögupersónanna náið. Arthur Hailey er
þeim hæfileikum gæddur að geta gert sögur
sínar svo spennandi að lesandinn á erfitt með
að leggja þær frá sér fyrr en þær eru lesnar
til enda.
Bók 339 HEB-verð kr. 400,00
ARTHUR HAILEY:
SKAMMHLAUP
Raforkuskortur vofir yfir í Bandaríkjunum,
umhverfisverndarmenn fara á stjá - en blaða-
menn, lögregla, vísindamenn og hryðjuverka-
menn koma við sögu í þessari raunsæju
spennusögu.
Bók 448 HEB-verð kr. 680,00
ARTHUR HAILEY:
STERK LYF
Artþur Hailey hafði lýst því yfir að hann væri
hættijr að skrifa skáldsögur. Pá veiktist hann
alvarjega og kynntist sjúkrahúsum, læknum og
lyfjameðferð að eigin raun. Þessi reynsla hafði
þau ájirif á hann, aðspennusagan ,,Sterk lyf“
varð íil. Sagan gerist á árunum 1950 ti! sam-
tímans. Hún segir frá lyfjamisnotkun lækna,
hræsni sumra bandarískra þingmanna, ár-
vökrum varðhundum neytendasamtakanna og
glöggum, breskum vísindamönnum.
Bók 455 HEB-verð kr. 780,00
JAMES HILTON:
Á VÍGASLÓÐ
Höfundur þessarar bókar er löngu víðfrægur
fyrir skáldsögur sínar, sem hafa verið gefnar
út og endurprentaðar allt að fjörtíu sinnum,
s.s. ,,I leit að liðinni ævi“. Sömuleiðis hafa
nokkrar þeirra verið kvikmyndaðar. Allar
bækur Hiltons eru skrifaðar af mikilli hlýju
og mannkærleika, en eru auk þess afar spenn-
andi og hugarfluginu gefinn laus taumur.
Bók 112 HEB-verð kr. 250,00
J. W. BROWN:
SCOTLAND YARD
Afar spennandi leynilögreglusaga.
Bók 131 HEB-verð kr. 250,00
MIKA WALTARI:
FÖRUSVEINNINN I-II
Þetta er ævintýraleg og spennandi skáldsaga
um ástir og tryggðarof, kvennabúr og geld-
inga, orrustur og stjórnmálabrellur, sjóræni-
ngja og krossferðariddara. 386 bls.
E. PHILIP OPPENHEIM:
HIMNASTIGINN
Sagan segir frá enskum kaupsýslumanni, sem
varð gjaldþrota á því að leggja fé í olíufélag
með bróður sínum. Síðan fannst olía í landar-
eign þeirra og verða þeir þá stórríkir. En inn
í frásögnina fléttast ástarævintýri. 220 bls.
Bók 133 HEB-verð kr. 300,00
CLAUDE HAUGHTON:
SAGA OG SEX LESENDUR
Ein af sérkennilegustu bókum höfundar, bæði
að efni og byggingu. Séra Sveinn Víkingur
þýddi. 414 bls.
Bók 281 HEB-verð kr. 300,00
FREDERIQUE HÉBRARD:
SEPTEMBERMÁNUÐUR
Þetta er heillandi nútímaskáldsaga, sem gerist
í París. Bókin hlaut Craven-bókmenntaverð-
launin íFrakklandi árið 1957.166 bls.
Bók 49 HEB-verð kr. 300,00
WILLY BREINHOLST:
ELSKAÐU NÁUNGANN
Saga um kynþokkaskáld.
Bækur eftir Willy Breinholst eru nú gefnar út
í öllum löndum Vestur-Evrópu og er það ekki
nein tilviljun. Skáldsagan Elskaðu náungann
er svæsin ádeila á kynóradýrkun og klámbók-
menntir nútímans, auk þess að vera sennilega
skemmtilegasta bók, sem Willy Breinholst
hefur nokkru sinni skrifað.
Bók 264 HEB-verð kr. 300,00
FRANCOISE SAGAN:
SUMARÁST
(Bonjour Tristesse).
Fyrsta bók skáldkonunnar, sem gerði hana á
svipstundu heimsfræga, og þá var hún aðeins
18 ára gömul. Bókin hlaut frönsku gagnrýn-
endaverðlaunin, Grand prix de critiques, og
hefur selst í milljónum eintaka víðs vegar um
heim síðan hún kom út. 160 bls.
Bók 24 HEB-verð kr. 300,00
FRANCOISE SAGAN:
DÁIÐ ÞÉR BRAHMS
Viðkvæm og töfrandi ástarsaga. Hér slær
Francoise Sagan á nýja strengi. Thor Vil-
hjálmsson rithöfundur þýddi. 180 bls.
Bók 65 HEB-verð kr. 300,00
SIGURD HOEL:
UPPGJÖRIÐ
Hér er á ferðinni mikilsháttar skáldskapur,
sálfræðileg og siðferðisleg úttekt. Hér er fjall-
að um ástir, uppgjör og baráttu. Spennan er
mikil og lesandinn verður undrandi þegar hún
leysist í bókarlok.
Bók 965 HEB-verð kr. 300,00
24 Bókaskrá