Heima er bezt - 02.10.1988, Síða 36
Gugga var sannspá, það létti til á sunnudagskvöldið og var
kominn skarpa þerrir að morgni. Unnið var myrkranna á
milli, að snúningi, samantekt og sætingu. Pétur fór ekki
lengur með verkstjórn, faðir hans kom út á engjar og
stjómaði verkum, en fór heim að kvöldi. Viðlegubúnaður
var borinn úr tjaldi og þurrkaður, borinn inn aftur og fólkið
hreiðraði um sig á ný.
Pétur hafði ekki fullkomlega tekið gleði sína aftur eftir
berjdferðina. Kannski hafði hann gert rangt með að fara
heim og skilja Heiðu eina eftir. Hann hafði aldrei lagt það í
vana sinn að ganga lengi á eftir fólki, ekki neinum. Suða
utan í fólki eins og smákrakki, honum fannst það ósæmi-
legt. Fólk varð að ráða því sjálft hvað það hugsaði og vildi.
Það var svo óviðkunnanlegt, að hans dómi, að vera að hafa
áhrif á skoðanir annarra. Ekki vildi hann láta vera að slíku
við sig, enda hefði slikt verið þýðingarlaust. Hann lét ekki
vera að neinu hringli með sig, en barðist fyrir því, sem
honum hafði fundist rétt. Stundum féll honum líka þungt
að bera lægri hlut og þola ósigur.
Það var orðið dimmt að kvöldi, þegar fólkið kom heim
að tjaldinu til að matast og hola sér niður í flatsængina.
Kalt var í lofti, frost og hrímfall um nætur.
„Haltu fastar utan um mig,“ hvíslaði Heiða að Pétri, og
vafði handleggjunum um háls honum. „Það er eins og þú
sért hræddur við mig. Þykir þér ekki lengur vænt um mig,
Pétur?“ hvíslaði hún við vanga hans.
„Jú, aldrei vænna en nú, en....“
„En hvað, vinur minn?“
„Við erum þreytt, við skulum fara að sofa.“
„Ó, Pétur, þér þykir ekki lengur vænt um mig.“
Hann fann að kinnar hennar lauguðust tárum. Hann
svaraði henni engu, strauk yfir hár hennar, kyssti hana
hljóðum kossi og sneri sér frá henni. Hann fann á hreyfingu
líkama hennar, að hún grét. Hjarta hans sló ört, heitt af þrá
að vefja hana örmum og kyssa tárin af vanga hennar. „Þú
mátt ekki skrifa mér eða hitta mig, “ hljómaði sífellt fyrir
eyrum hans. Það hafði myndað vegg á milli þeirra, hún yrði
að rjúfa þá hindrun. Hann mundi fórna öllu fyrir ást sína,
að honum fannst. Að lokum fann hann líkama hennar
kippast til, svefninn var að lyfta henni á draumavængi
óminnisins. Hún dró andann stutt og snöggt nokkrum
sinnum, svo hægt og djúpt; hún var sofnuð. Það hrundu tár
niður kinnar hans eins og litlar, þöglar lindir. Mundi ást
þeirra deyja á þennan hátt. Taka andvörp, andvörp
draumsins, er aldrei fyndist nein ráðning á, en lifði í end-
urminningunni að eilifu. Líkast sári sem hemaði yfir, en
fengist aldrei til að gróa, ekki til fulls og ylli þjáningu. Hann
vissi það ekki, vissi ekki svarið frekar en ráðningu
draumsins, sem ekki var ráðinn, en skaut svo upp í hugann
löngu seinna þegar draumurinn var kominn fram. Tár hans
hættu að streyma, hugur hans kyrrðist. Hann sneri sér að
Heiðu og vafði hana örmum. Hún greip svefnhöfgu, fálm-
kenndu taki um höfuð hans og þrýsti því að brjósti sér.
Hjartaslög hennar leituðu til hans, líkt og léttur, ljúfur
hörpuhljómur. Hann var sofnaður.
Þerririnn var langur, sól og hlýtt á daginn. Heyið myndi allt
nást inn.
„Þetta er nú meiri guðsgjöfin,“ sagði Gugga og saug
sultardropann upp í nefið. „Ja, það má nú segja, hann ætlar
ekki að gera það endasleppt núna, blessaður.“ Augu
hennar urðu rök í kuldagjóstrinu. Hún stundi við að rétta
sig eftir hrífunni, það var einhver skömm hlaupin í bakið.
Léttleikinn horfinn, göngulagið var haltrandi, er hún hélt
út á teiginn.
Pétur og Heiða voru látin binda í brekkunum suður með
ánni. Niður hennar var þungur og tregablandinn. Saknað-
aróður til sumarsins, sem bráðum færi að kveðja. Þau
mundu ekki slá nein met í dag við bindinguna, svo lá
heldur ekkert á núna, lengi verið með lestina heim. Þó
hafði milliferðamaðurinn sjaldan slaka tauma og hottaði á
hestana.
Heiða var óvenju lengi að taka upp rakið. Hann sá, að
hún þurrkaði sér um augun áður en hún kom og hann fann
til sektarkenndar. Leit niður fyrir sig og spurði af hverju
hún væri að gráta.
„Pétur, af hverju ert þú svona við mig, hvað hefi ég gert
þér?“
Hann fann fyrir sting i hjartanu, varð seinn til svars og
vissi ekki hvað hann átti að segja.
„Þú ert ekki góður við mig lengur, ekki eins og þú varst.
Það er eitthvað sem hefur fjarlægt okkur. Hafa foreldrar
þínir talað við þig?“
„Nei, það myndu þau aldrei gera.“
„Af hverju ertu þá svona síðan á sunnudaginn, Pétur,
eins og þú sjáir mig ekki?“
„Vegna þess sem þú sagðir á berjamónum, að ég mætti
hvorki skrifa þér né hitta. Ég gæti aldrei gefið stúlkunni
sem ég elska slíkt loforð. Ég gæti ekki staðið við það.“
„Ó, Pétur, getum við samt ekki verið vinir?“ Það glitruðu
tár í augum hennar.
„Ég veit það ekki, Heiða, er ekki einu sinni viss um það.
Veit að stúlkuna, sem ég elska og þrái, verð ég að fá að
hitta. Án þess verður ást mín aðeins draumur, sem ég mun
óska að mig hefði aldrei dreymt. Að lokum mun hún deyja,
deyr þá ekki vináttan líka? Verður hún ekki aðeins samúð
eða beisk minning?“
„Ó, Pétur, hvernig getur þú sagt þetta?“
36 Bókaskrá