Heima er bezt - 01.04.1990, Síða 2
íslenskt samfélag hefur um langan
aldur þótt friðsamlegt og menn yfir-
leitt ekki þurft að óttast illyrmislega
áreitni á förnum vegi, hvorki á nóttu
eða degi. En nú er svo komið, i þétt-
býli a.m.k. og þá ekki síst í höfuð-
borginni og grannbyggðum hennar,
að menn eru fjarri því að vera alls
staðar óhultir og geta átt von á
fólskulegum líkamsárásum af engu
tilefni.
Fyrir nokkru ræddi ég við greina-
góðan unglingspilt úr Reykjavík, sem
lýsti því, hvernig hópar ungmenna
gera sér leik að því á skemmtistöðum
að efna til átaka, sem ekki bera svip
venjulegra strákslegra óláta, heldur
virðast sprottin af sjúklegri og fanta-
legri árásarhneigð. Hópar, sem ganga
undir heitunum „gengi“ og „klíkur“,
fara úr einu öldurhúsinu í annað og ’
velja sér fómarlömb til þess að mis-
þyrma. Þessi fólskubrögð eru þó
kunnust í miðborg Reykjavíkur, þeg-
ar kvölda tekur og færast í aukana
fram eftir nóttum, enda er ósjaldan
um þau fjallað í fjölmiðlum. Virðist
mönnum fátt annað til ráða gegn of-
beldi þessu en hert löggæsla.
Ofbeldismennirnir minna um
margt á Má nokkurn Bergþórsson,
bróðurson Hafliða Mássonar, sem
sagt er frá í upphafi Sturlungu. Berg-
þór faðir Más seldi hann Þórði Rúf-
eyjaskáldi til fósturs, og óx Már þar
upp og þáði illa góðan viðurgerning;
og að nestlokum (þ.e. að síðustu)
vinnur Már á Þórði fóstra sínum mjög
og hleypur síðan til Hafliða frænda
síns og tók hann við honum.
Ungi maðurinn virðist ekki hafa
haft ástæðu til þess hatursfulla fúl-
lyndis, sem einkenndi framkomu
hans, nema það hafi stafað af því, að
hann var uppfóstraður af vandalaus-
um. Þótt hann hafi hlotið góðan við-
urgerning, eins og frá er greint, þá er
ólíklegt að hann hafi notið þeirrar
Ofbeldi
hlýju, sem helst er að vænta í for-
eldrahúsum.
Myndræn er lýsing höfundar Þor-
gilssögu og Hafliða á Má, sem hann
kveður hafa verið óvinsælan og illa
skapi farinn og ólíkan góðum frænd-
um sínum. „Hann var maður mikill
vexti og beinastór, skarpvaxinn,
svartur og ósélegur.“ Og við getum vel
séð hann fyrir okkur á ofanverðri 20.
öld i svörtum leðurfötum með gljá-
andi málmbólum og vopnaðan
hnúfajárnum á háværu mótorhjóli,
með flaksandi, illa hirtan hárlubba
hverfa inn á skemmtistaði í ærandi
popphávaða, hvimandi eftir fórnar-
lambi til þess að misþyrma.
Má Bergþórsson skorti ekki fé,
enda keypti hann sér skip og fór
norður á Strandir þar sem hann sval-
aði ofbeldishneigð sinni ótæpt á blá-
saklausu fólki. Það er fróðlegt en um
leið dapurlegt að bera saman hátterni
þessa pilts á öndverðri 12. öld og
þeirra, sem nú hafa rofið friðinn, er
lengi hefur ríkt í íslensku samfélagi og
gaf því þann svip, sem margur er-
lendur gestur hefur haft á orði og
dáðst að eins og ómenguðu andrúms-
lofti og tæru vatni, sem hér er ennþá
hægt að njóta. Og þá hvarflar að
manni, hvort þessi annarlegu sortaský
yfir íslensku samfélagi kunni að vera
fyrirboði nýrrar Sturlungaaldar, og
má enn vitna til frásagnar í Þorgils-
sögu og Hafliða um afleiðingar af
framkomu Más Bergþórssonar, eftir
morðið á Þórði Rúfeyjaskáldi, er
strákur hafði hlaupið til Hafliða
Mássonar frænda síns, sem tók við
honum. „En Þorgils (Oddsson) fer
með eftirmálið, og er þar löng frásögn
um málaferli þessi og tilganga; og er
þetta sagt upphaf mála þeirra Þorgils
og Hafliða Mássonar.“
Það er öllum kunnugt, sem þekkja
söguna, að þessir höfðingjar sóttust af
svo miklu kappi, að Hafliði gekk
vopnaður til dóma, en Þorgils veitti
honum áverka í þinghelginni, hjó af
honum fingur. Og hörðnuðu átökin
þá enn, svo við lá að stórum fylking-
um lysti saman í blóðugum bardaga.
Öll stefndi þróun mála á Sturl-
ungaöld til sívaxandi upplausnar, og
þá ekki síst er yfir lauk með höfðingj-
um á Norðurlandi og Guðmundi bisk-
upi Arasyni á Hólum. Þá leið að lok-
um þeirra siðlegu áhrifa, sem kirkjan
hafði áður haft til að setja niður deil-
ur. Hugsjónir, sem horfðu til farsæld-
ar í þjóðfélaginu voru svæfðar, en
augnablikshvatir ráðandi manna og
skapsmunaduttlungar réðu mestu.
Það er ekki fjarri því, að átök í þjóð-
málum virðist í rikari mæli lúta þess-
um lögmálum og eftirsókn manna
eftir persónulegri athygli helgi óheil-
brigðar aðferðir og undir kyndir æsi-
fréttamennska, sem metur lítils gildi
hollra hugsóna, hvað þá kristinna
siðalærdóma. Koma mér til hugar orð
sagnfræðingsins, Will Durants:
„Hreintrúarstefna og heiðin við-
horf — bæling og tjáning skynjunar
og girnda — skiptast á í sögu mann-
kynsins. Að jafnaði eru trú og hrein-
trúarviðhorf sterkust þegar lög eru
vanmáttug og siðgæðisreglur verða að
annast stuðning við ríkjandi samfé-
lagsskipan. Vantrú og heiðin viðhorf
(að öðrum þáttum óbreyttum) magn-
ast þegar lögum vex fiskur um hrygg
og stjórnvöld leyfa hnignun kirkju,
fjölskyldu og siðgæðis án þess að
stöðugleika rikisins sé stefnt í verulega
hættu. Á okkar tímum hefur styrkur
ríkisins tekið höndum saman við ýmis
þau öfl sem áður voru nefnd til að losa
um trú fólks og siðgæðisvenjur og
leyfa heiðnum viðhorfum óheft at-
hafnafrelsi á nýjan leik. Sennilega
leiðir óstýrilæti okkar til annars aft-
urhvarfs. Siðferðisleg ringulreið getur
orðið kveikja að trúarvakningu.“
110 Heima er bezt