Heima er bezt - 01.04.1990, Side 4
JON R. HJALMARSSON
Sagt til staðhátta
Eyjafjöll eru fögur sveit, gróðursæl og sólrík, og þar
byrjar vorið fyrr en víðast hvar annars staðar á landinu.
Rismikil fjöll skýla byggðinni, en miklu ofar rís Éyjafjalla-
jökull upp í 1666 metra hæð og svalar þar björtu höfði sínu
í lind himinblámans. Austan Steinafjalls opnast dalur sem
markast af Núpnum að vestan og Raufarfelli að austan. f
framanverðum dal þessum rís Lambafell yfir sléttuna og
milli þess og Steinafjalls, skammt fyrir ofan þjóðveginn,
stendur höfuðbólið Þorvaldseyri og blasir fagurlega við
augum á eggsléttu túni, eitt myndarlegasta og best setna
býli landsins um þessar mundir. Frá Þorvaldseyri er útsýn
mikil og fögur til hafs sem heiða og hvergi mun Eyja-
fjallajökull njóta sín betur en af heimahlaði á Eyri og er
hann þó víða fagur til að líta.
Upphaf Þorvaldseyrar
Þorvaldseyri er fremur ungt býli með þessu nafni. Þor-
valdur Bjarnarson, 1833-1922, var kunnur maður á sinni tíð.
Hann var fæddur i Stóradal, sonur Björns Þorvaldssonar,
síðar bónda á Bergþórshvoli, og Katrínar Magnúsdóttur
bónda á Leirum undir Eyjafjöllum Sigurðssonar.Þorvaldur
var mikill dugnaðar- og athafnamaður sem víða kom við á
langri ævi. Meðal annars sat hann á Alþingi fyrir Rangæ-
inga um skamma hríð. Hann reisti bú í Núpakoti undir
Eyjafjöllum árið 1863 og bjó þar síðan til 1886. Nokkru
áður en hann hætti búskap í Núpakoti hafði hann komist
yfir jörðina Svaðbæli, fremur lítið og blautlent kotbýli, sem
lá næst fyrir austan Núpakot. Báðar þessar jarðir lágu
undir skemmdum vegna ágangs Svaðbælisár sem oft braust
úr farvegi sínum og kastaðist sitt á hvað um sléttlendið og
bar með sér aur og grjót. Þegar Þorvaldur fluttist frá
Núpakoti vorið 1886, reisti hann sér nýjan bæ á grundun-
um upp frá gamla Svaðbælisbænum, og líkt og ýmsir aðrir
landnámsmenn nefndi hann bæinn í höfuðið á sjálfum sér
og kallaði Þorvaldseyri. Þorvaldur húsaði bæ sinn vel og
græddi upp mikil tún. Eitt með öðru sem hann gerði var að
hann reisti hlöðu eina mikla sem þá var stærsta heyhlaða á
öllu íslandi. Sagan segir að hann hafi nokkru áður farið til
Reykjavíkur og mælt þá stærð Menntaskólahússins við
Lækjargötu. Síðan reisti hann hlöðuna og gætti þess að
hafa hana alin lengri og breiðari en skólahúsið. Þorvaldur
bjó á forna visu og hafði jafnan margt hjúa og mikið um-
leikis. Hann var stórbrotinn í framkvæmdum og aðfanga-
samur til lands og sjávar. Mjög kom hann við sögu um
rekamál og þótti aðsópsmikill á stranduppboðum og
raunar miklu víðar. Með árunum gerðist Þorvaldur mikill
auðmaður og átti nokkrar jarðir undir Eyjafjöllum og víð-
112 Heima erbezt