Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 5
ar. En ekki virðast umsvif hans þar eystra hafa fullnægt athafnaþrá hans að öllu leyti, því að brátt tók hann nýja stefnu. Hann seldi þá jörð sína Þorvaldseyri árið 1905 Bjarna Jónssyni, trésmíðameistara í Reykjavík, í skiptum fyrir stórhýsið Bjarnaborg við Hverfisgötu og fluttist suður. Ekki var hann lengi aðgerðalaus þar syðra, heldur sneri sér að togaraútgerð sem þá var að byrja. Sú útgerð gekk illa og lauk svo að togarinn fórst ótryggður og þar með tapaði Þorvaldur aleigunni að kalla. En hann átti þó alltaf aðgang að sinni upphaflegu bújörð, Núpakoti, og þangað fluttist hann og átti heima síðustu æviárin. Einar Benediktsson kaupir Eyri Einar skáld Benediktsson var sýslumaður í Rangár- vallasýslu á árunum 1904-07. Hann keypti jörðina Stóra- Hof og bjó þar við mikla rausn þessi embættisár. Jafnframt kom hann víða við í viðskiptum, því að sýslumaður var athafnasamur í besta lagi. Nokkru eftir að Bjarni Jónsson eignaðist Þorvaldseyri kaupir Einar sýslumaður jörðina af honum. Vafasamt er talið að hann hafi nokkurn tíma hugsað sér að flytjast austur og gera Þorvaldseyri að sýslu- mannssetri. En hann lét taka ofan feikna stórt timburhús sem Þorvaldur Bjarnarson hafði reist nokkru áður og notað sem gestahús. Hús þetta flutti Einar út að Stóra-Hofi, steypti undir það kjallara og endurbyggði. Bjó hann síðan í því meðan hann dvaldist eystra. Þetta hús brann árið 1909 til kaldra kola. Á Þorvaldseyri rak Einar sýslumaður útibú árið 1905-06. Af uppvaxtarsögu Ólafs Pálssonar Á seinni helmingi 19. aldar bjuggu í Svínahaga á Rang- árvöllum hjónin Páll Jónsson og Ingibjörg Gísladóttir Brynjólfssonar, bæði af Víkingslækjarætt. Þau Páll og Ingibjörg voru dugnaðarfólk og búnaðist vel. Árið 1877 fæddist þeim sonur sem skírður var Ólafur. Ólafur ólst upp með foreldrum sínum og þótti snemma atgerfismaður, mikill vexti, sterkur og kappsamur til vinnu. Smiður var hann góður á tré og járn og reyndist snemma hinn nota- drýgsti í búskap föður síns. Sem ungur maður reri Ólafur nokkrar vertíðir í Þorlákshöfn og féll það vel, þótt ekki hyggðist hann leggja sjómennsku fyrir sig. Mikil athafna- þrá blundaði í brjósti Ólafs. Sem uppkominn maður keypti hann hálfa jörðina Kot á Rangárvöllum. Þar kom hann upp mikilli sauðahjörð sem hann lét að mestu ganga sjálf- ala, en annaðist vel að öðru leyti. Sauði var hægt að selja á þessum árum, þótt verðið væri ekki hátt, og komst Ólafur þannig yfir nokkurt fjármagn. Ólafur Pálsson kaupir Þorvaldseyri Það var á útmánuðum 1906 að Grímur Thorarensen, hreppstjóri í Kirkjubæ, kom að Svínhaga til að skoða hey. Barst þá í tal hvernig farið væri með þá góðu jörð Þor- valdseyri að láta hana liggja því nær í eyði. Segir þá Grímur við Ólaf: „Þú ættir að slá þér á hana. Það væri dálítið handa þér að glíma við.“ Ólafur var þá kominn fast að þrítugu og timi til kominn að hann færi að svipast um eftir jarðnæði, • ■ •tft ts 111 11 Þorvaldseyri laust fyrir síðustu aldamót. Stóra hlaðan í smíðum að húsabaki. Til hægri má greina Þorvald Bjarnarson þar sem hann hvílist í túninu fyrir framan timburhúsið. Heima er bezt 113

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.