Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 6
Hjónin á Þorvaldseyri og börn þeirra. Frá vinstri: Ingibjörg Olafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Guð- munda Ólafsdóttir, Eggert Ólafsson, Ólafur Pálsson og Vil- borg Ólafsdóttir. því að bóndi vildi hann verða. Ekki skal sagt að orð Gríms í Kirkjubæ hafi ráðið nokkru þar um, en skömmu eftir þetta bar fundum Ólafs í Svínhaga og Einars sýslumanns saman. Kom þá fram að Þorvaldseyri væri föl, en Einar kvaðst þó hafa ákveðið að láta rífa að minnsta kosti hálfa stóru hlöðuna og flytja út að Stóra-Hofi. Ólafur kvaðst hafa áhuga á að kaupa jörðina, en þó því aðeins að hlaðan fylgdi með í fullri stærð. Einar taldi að frumbýlingi mundi nægja hálf hlaðan fyrstu árin og bauðst þó til að lækka verðið sem þessu næmi. Ólafur lét sig samt ekki og spurði Einar hvort honum fyndist hann ekki hafa gert Eyrina nógu kollótta með því að flytja burt timburhúsið góða, þótt hlaðan færi ekki líka. Þæfðu þeir um þetta nokkra stund, en svo fór að Einar lét sig með hlöðuna og Ólafur keypti Þorvaldseyri á 9 þúsund krónur. Var þetta hærra jarðarverð en áður hafði heyrst og góðviljað fólk vorkenndi Ólafi, en aðrir hlógu að og sögðu mátulegt að slíkur angurgapi hlypi af sér hornin. Sem dæmi um verðið má geta þess að Ólafur þurfti 66 ærverð til að standa straum af afborgunum fyrstu árin. Af búskaparsögu Ólafs Vorið 1906 fluttist Ólafur Pálsson að Þorvaldseyri og kvæntist um sömu mundir Sigríði Ólafsdóttur frá Lágafelli í Austur-Landeyjum, dugnaðar- og myndarkonu. Aðkom- an að jörðinni var ekki sem best. Gamall torfbær og lélegur stóð uppi og var ekki í annað hús að venda fyrir fólkið, því að timburhúsið góða hafði verið flutt brott. Útihús voru að vísu mörg, en svo léleg og illa farin af umhirðuleysi árið á undan að varla var nokkur skepna í þau látandi. Þá hafði Svaðbælisá flætt mjög yfir tún og haga og borið fram sand og grjót til stórskemmda. Það var því ærið verk sem beið nýrra ábúenda á Eyri, en Ólafur lét hvergi deigan síga. Hann endurbætti hús eftir föngurn og kom sér þá vel hversu lagtækur hann var og hneigður til smíða. Strax á fyrstu búskaparárum réðst hann í það ásamt nágrönnum sínum í Núpakoti að hlaða varnargarða við Svaðbælisá til að hindra skaða af hennar völdum. Var það bæði mikið og seinunnið verk, því að allt slíkt varð að gera með hand- verkfærum í þá daga. Ólafur kom sér brátt upp stóru búi, enda var það nauð- synlegt, svo að hann gæti risið undir kostnaði við jarðar- kaupin. Einnig aflaði hann meiri heyja en hann þurfti að nota sjálfur. Tók hann þá oft á fyrri árum margt fjár í fóður eða á leigu og hafði drjúgan skilding upp úr því. í dagleg- um störfum var hann bæði velvirkur og mikilvirkur. Hug- kvæmur var hann í besta lagi og fljótur til að hagnýta allar nýjungar í búskap. Sláttuvél fékk hann þegar árið 1907 og aðra nokkru síðar. Jafnframt sléttaði hann tún og engjar, svo að nota mætti vélar sem mest. Flýtti þetta mjög fyrir um allan heyskap og þá ekki síður heyflutningavagnar sem hann smíðaði sjálfur og ók á þeim öllu heyi inn í hlöðu. Var því snemma hætt að binda hey í bagga á Þorvaldseyri. Snemma á búskaparárum Ólafs gerði mikið ofsaveður eins og oft hendir undir Eyjafjöllum. Fauk þá hálft þakið af stóru hlöðunni og annað laskaðist svo mjög að ekki var um annað að ræða en rífa hana. En Ólafur reisti hlöðuna á ný í sömu stærð og þá svo traustlega að veður munu vart fá henni grandað, þótt mikið gangi stundum á. Margt annað byggði Ólafur og þar á meðal ágætt íbúðarhús úr stein- steypu árið 1918 sem enn stendur. Einnig reisti hann fjós og önnur gripahús sem og hlöður, votheysgryfjur og fleira. Allar vélar og verkfæri hirti hann með afbrigðum vel og geymdi í sérstöku húsi. Jarðrækt stundaði hann af kappi eftir því sem hægt var á þeirra tíma vísu. Eitt með öðru í 114 Heima erbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.