Heima er bezt - 01.04.1990, Page 8
Foreldrar og börn á
Þorvaldseyri á 7. ára-
tugnum. Frá vinstri:
Eggert Olafsson,
Ólafur Eggertsson,
Sigursveinn Eggerts-
son, Jórunn Eggerts-
dóttir, Þorleifur Egg-
ertsson og Ingibjörg
Ólafsson.
uppi í Valdreshéraði. Þar sátu menn i góðu samkvæmi og
nutu veitinga, en heimasætur úr byggðinni klæddar þjóð-
búningum gengu um beina. f þeirra hópi var Ingibjörg
Nyhagen frá Valbu. Eitt af því sem hún þá gerði var að
skenkja kaffi í bolla bóndans unga frá Þorvaldseyri og
þannig hófust þeirra kynni. Upp úr þessu hófust bréfaskipti
og réðst Ingibjörg brátt til sumardvalar á íslandi. Þegar
þeirri vist var lokið, komu þau sér saman um það, hún og
Eggert, að hún framlengdi dvölina. Gengu þau skömmu
síðar í hjónaband og hefur Ingibjörg verið húsmóðir á
Þorvaldseyri æ síðan.
Ingibjörg er fædd og upp alin í Valdres og þá í fjalla-
byggð skammt suður af hæstu fjöllum Noregs í Jötunheimi.
Foreldrar Ingibjargar á Þorvaldseyri, Julie og Torleif Nyhagen,
Valbu.
Foreldrar hennar, Torleif og Julie Nyhagen, voru með
nokkurn búskap og einnig stundaði faðir hennar smíðar.
Það voru mikil viðbrigði fyrir Ingibjörgu að flytjast til ís-
lands og einkum hefur hún saknað veðurblíðu og staðviðra
sem algeng eru á æskustöðvum hennar. Einnig má sakna
gróðurfars og þá einkum skóganna sem þar eru miklir og
fagrir. En hún sætti sig brátt við að dveljast á fslandi, þótt
landið sé bert og oft blási hart. Nokkur samskipti hefur hún
alltaf við gamla landið og komu meðal annars foreldrar
hennar og bróðir í heimsókn. Einnig fara þau hjónin,
Ingibjörg og Eggert, stundum sér til skemmtunar til Nor-
egs. Þá kemur norskt fólk gjarna við á Þorvaldseyri, þegar
það á leið um ísland og tengsl hefur Ingibjörg við norskt
fólk sem hér er búsett. Ingibjörg talar íslensku með ágætum
og fellur vel inn í umhverfi og félagslíf eftir því sem tæki-
færi gefast. En í samtali tók hún fram að hún yrði alltaf
norsk, þrátt fyrir langa búsetu hér á landi, en vel mætti þó
hugsa sér að eiga tvö lönd. Á íslandi á hún líka 4 börn og 13
barnabörn.
Ný kynslóð vex úr grasi
Þau Ingibjörg og Eggert á Þorvaldseyri eignuðust fjögur
börn. Elst er Jórunn, f. 1950. Húngiftist Sveini Tyrfingssyni
og búa þau á Lækjartúni í Ásahreppi. Næstur í röðinni er
Ólafur, f. 1952. Hann lauk búfræðinámi og kvæntist Guð-
nýju Valberg, kennara. Þau búa nú á Þorvaldseyri. Þriðji í
röðinni er Þorleifur, f. 1955. Hann kvæntist Þorbjörgu
Böðvarsdóttur og eru þau búsett í Vestmannaeyjum.
Yngstur systkinanna er Sigursveinn, f. 1958. Hann kvæntist
Bryndísi Emilsdóttur og búa þau á Ási í Mýrdal.
116 Heimaerbezt