Heima er bezt - 01.04.1990, Side 9
Stjórn Búnaðarsambands Suð-
urlands upp úr 1950. Frá vinstri:
Sigurjón Sigurðsson, Raftholti,
Eggert Ólafsson, Þorvaldseyri,
Dagur Brynjólfsson, Gaulverja-
bæ, Sveinn Einarsson, Reyni
og Páll Diðriksson, Búrfelli.
Búskapur Eggerts og Ingibjargar
Hjónin á Þorvaldseyri hafa löngum búið með miklum
ágætum, haldið vel í horfinu og víða aukið við. Bústofninn
hefur aukist nokkuð frá tímum Ólafs og einkum hefur verið
fjölgað í fjósi. Varð það þá að ráði að byggt var mjög svo
tæknivætt 80 kúa fjós fyrir um áratug. Flest hafa þau verið
með um 65 mjólkandi kýr og talsvert af geldneytum að
auki. Flest hús á jörðinni hafa verið byggð að nýju, nema
íbúðarhúsið frá 1918 sem frá byrjun var ákaflega vandað
og endist með prýði. Nokkru eftir 1950 fékk Eggert fyrsta
traktorinn og fleiri fylgdu á eftir auk annarra véla og tækja.
Upp úr því hófst sú alhliða tæknivæðing sem gengið hefur
yfir í landbúnaði um allt land og óvíða í ríkara mæli en á
Þorvaldseyri. Með vélvæðingu eftirstríðsáranna hóf Eggert
stórfellda framræslu á blautum mýrum sunnan þjóðvegar.
Síðar var land það brotið og smám saman tekið til rækt-
unar. Víða þurfti að djúpplægja landið, því að í því liggja
þétt leirlög sem ógjarna hleypa vatninu í gegn. Allt þetta
hafðist þó með tímanum og þarna hafa komið til mikil tún
og akrar á seinni árum. Auk þess að vera með stórt kúabú
hefur Eggert alltaf verið með gott fjárbú, þótt ekki sé það
eins stórt og hjá föður hans, þegar best lét. Einnig var hann
með nokkra svínarækt og dálítið af holdanautablendingum
á seinni árum.
Bleikir akrar
Fyrir áhrif frá hugsjóna- og atorkumanninum Klemenz
Kristjánssyni á Sámsstöðum tók kornrækt að breiðast út í
Rangárþingi og víðar. Eggert á Þorvaldseyri var einn þeirra
sem hóf kornyrkju í smáum stíl þegar upp úr 1950. Gekk
það vel og fór hann síðar í félagsskap við aðra út í meiri
kornrækt og þá á Skógasandi, sem bændur höfðu þá tekið
til túnræktar að hluta með aðstoð Landgræðslu ríkisins.
Kornfélag þetta leystist upp með tímanum, en Eggert hélt
ótrauður áfram með akra sína og þá á heimajörðinni. Hann
segist oftast hafa verið með bygg á þetta 5-7 hekturum
lands og að uppskeran hafi verið á bilinu 20-30 tunnur af
hektara. Þetta heimaræktaða kjarnfóður reyndist afar vel
handa öllum búfénaði, en er mest notað fyrir mjólkurkýr
og svín. Skoðun Eggerts er sú að landbúnaður sé því aðeins
vel rekinn að bændur framleiði sem mest af fóðri sjálfir
handa búpeningi sínum.
Félagsstörf bóndans á Eyri
Arið 1922 bundust ungir menn undir Eyjafjöllum sam-
tökum undir forystu Björns Andréssonar frá Berjaneskoti
um að læra að synda. Þeir gerðu sér sundlaug við heitar
laugar nálægt Seljavöllum með því að grafa þró niður í
mölina og hlaða veggi úr torfi og grjóti. Fljótlega var þetta
Jarðyrkjustörf á Þorvaldseyri, Eggert Ólafsson stendur við
traktorinn.
Heima er bezt 117