Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 22
Herðubreið. ,,Aðeins þeir útvöldu bera nafn sitt með eins miklum glæsibrag og þessi
fjalladrottning. “
frá sulti og sárum þjáningum. Það var
hvort tveggja í senn karlmannlegt og
bar vitni um góðan dreng.
-----Um kvöldið, þegar við erum
að „setja á“ í bókahillunni í Péturs-
kirkju, rekumst við á óvenju litla bók,
sem vafin var vandlega inn í bréf. Við
Jón töldum það víst, að þetta væri
sálmabók og fundum þá hið innra
með okkur að auðvitað væri þetta
bending frá æðri stöðum um að
gleyma nú ekki þakkargjörðinni til
hans, sem öllu stjórnar. Og án þess að
hafa neinar vöflur hófum við upp
raust okkar og sungum fullum hálsi:
„Faðir andanna, frelsi landanna, ljós í
lýðanna stríði,“ hljómaði nú tvíradd-
að í Péturskirkju. Samtímis flettum
við bréfinu utan af sálmabókinni. En
mikil var sú mildi að við lentum ekki
út af þessu fallega lagi, þegar við sá-
um hvað kom innan úr bréfinu. Það
var nefnilega engin sálmabók, sem við
höfðum gómað, heldur blasti þarna
við okkur hjartadrottning í fullum
skrúða á fremstu síðu. Þetta hafði
engum okkar hugkvæmst. Þó sáum
við strax hvaða snjallræði var falið í
þessu. Ef við hefðum t.d. orðið hér
veðurtepptir, þá var ekki ónýtt að geta
tekið slag. Þetta var líka líkt Mývetn-
ingum, sem eiga ráð undir rifi hverju
og eru manna snjallastir að þreyta
fangbrögð við móður náttúru, þegar
fýkur í hana.
Þegar við höfðum lokið kvöldverk-
um og krotað okkar fábrotnu ferða-
sögu á minnisblöð frúarinnar, þótti
okkur bezt að leggjast á bakið, hlið við
hlið, breiða vel yfir okkur og gefa
munnunum fullt frelsi þar til svefninn
kæmi með silkimjúkar hendur og —
lokaði þeim. Það skeði líka fyrr en
varði og eftir stutta stund varð und-
arlega hljótt í Péturskirkju. Þó mátti
greina að þar sváfu þreyttir menn,
sætt og rótt.----
„Er þetta virkilega dagsbirtan?“
„Nei,“ sagði Jón. „Það mun vera
máninn á heiðum himni og sennilega
er mikið frost.“
Ég snarast út til að fá sannanir.
„Allt í himna lagi,“ orga ég úti.
„Stafalogn, heiður himinn og vafa-
laust komið glymjandi gangfæri. Eftir
tvo-þrjá tima verður orðið sauðljóst.
Þá verðum við Óskar komnir út undir
Hlíðarhaga, en þú að nálgast Norð-
mel.“
„Gott og blessað. Við skulum þá
hafa okkur af stað sem fyrst,“ segir
Jón. Svo kveiktum við á lampanum.
„Mál að vakna, Óskar minn,“ og
Jón leggur hönd á þá öxl hans, sem
upp sneri. En Óskar bregður snöggt
við, gefur Jóni olnbogaskot og er
samstundis kominn á hina hliðina.
„Við skulum lofa honum að lúra,
blessaður, á meðan við hitum drykk-
inn. Hann verður snar á fætur, þegar
hann opnar augun.“ Svo þegar
prímusinn fór að suða tókum við Jón
lagið og nú var ekki dregið af. Við
litum báðir til Óskars og hugsuðum
auðvitað það sama.
„Blessaður snarastu þá á fætur því
nú er ljómandi veður og komið bezta
gangfæri. Drykkurinn er tilbúinn og
allt í lagi.“
Eftir að hafa lagfært allt. sem við
settum úr skorðum í Péturskirkju,
lokuðum við henni vandlega. Við
báðum henni svo allrar blessunar með
hrærðum huga, alveg eins og prest-
arnir okkar, þegar þeir eru að biðja
fyrir sjálfum sér, söfnuðinum. forset-
anum og hinni forvitru landsstjórn.
Og við mæltum allir á einn veg. Þessar
nætur, þetta yndislega veður og þess-
ari öræfaferð mundum við aldrei
gleyma.
Norður undir svonefndum Svein-
um við Sveinagjá skildum við. Og enn
var stafalogn. Jón tók að sér að fara
norðaustur að Jökulsá, um Dettifoss,
og leita í öll undirlendin með henni
ásamt Hólmatungum að Svínadal.
Óskar tók stefnu austan við Eilíf, því
hann átti að sjá í Grænulág og um-
hverfi hennar. Að því loknu átti hann
að koma vestur í Hliðarhaga. Þar
skyldum við hittast. það bundum við
fastmælum. Ég stefndi fyrst mikið í
vestur á Hágöng, því um allt svæðið
austan við þau ætlaði ég að sjá sóma-
samlega norður að Hlíðarhaga.
Gullinn bjarmi roðaði austurloftið
og boðaði herferð á veldi mánans,
sem enn blikaði svo fagur og bjartur í
norðvestri. Óviðjafnanlegir félagar á
öræfagöngu.
-----Óskar beið mín á Hlíðarhaga.
Hann fór hratt yfir því fæturnir voru
fráir og færið gott. Ég fór talsverðan
sveig og nam oft staðar eftir að sól
gyllti fjöllin, því sjónauka hafði ég
góðan þótt seinlegt væri að leita í
honum. Hann stækkaði 30 sinnum og
var aðeins fyrir annað augað. Ég var
orðinn honum vanur og gat ekki án
hans verið í göngum. En hvergi sá ég
nú kind. En ég sá gamlar hreindýra-
slóðir. Enn héldu þau sig hér á æsku-
stöðvum, frjáls og fögur. Hér sá ég
þau líka fyrir fáum árum að vorlagi,
fimm í hóp. Ég lá í leyni skammt frá
þeim og virti þau fyrir mér. Þau
stukku og léku sér og ég varð stór-
hrifinn af lipurðinni og léttleikanum.
Ef til vill fengi ég líka að sjá þau í dag.
Þá óraði mig ekki fyrir því, að eftir fá
ár yrðu dagar þeirra taldir hér á Mý-
vatnsfjöllum. Þó vissi ég vel, að síð-
130 Heima er bezt